Sunday, February 8, 2009

Frá einni önn í aðra...

Jæja seint skrifa sumir en skrifa þó:)

Þá er maður búin í prófum á fyrstu önn og gekk ágætlega nema á einu sem ég þarf að taka aftur núna 16. feb og ný önn byrjaði 1. feb

Flutt aftur til Auðar og það er nú meiri munurinn :D eftir nokkrar hjólaferðir til Auðar með 2 töskur og eina strætóferð með ferðatöskur sem ég treysti mér ekki með á hjólið þá gat ég loksins flutt til Auðar með hjálp Bjössa vinar hennar sem kom snemma sunnudags morgun og við fórum með svefnsófann á haugana og rest í kjallarann hjá Auði:)

Þá er það bara að finna hina fullkomnu íbúð handa okkur prímadonnunum, það gildir klárlega hér fyrstur kemur, fyrstur fær! Ef ég væri að leigja íbúðina mína þá myndir ég vilja velja mér leigjendur og ég myndir pottþétt velja mig og Auði!

Kennararanir í skólanum eru fínir, einn talar alveg ótrúlega hægt og skil næstum hvert orð! en hann spyr hins vegar villt og galið út í bekkinn og enginn fær að sleppa segir hann því allir geta sagt ,, ég veit það ekki" svo er það annar sem talar og talar en ég skil ekki eins vel og hann er líka að kenna svo leiðinlegt námsefni að ég fer létt með það að hugsa um e-ð allt annað!

úhh og fyrir þá sem ekki vita þá er hún Laufey mín að koma í heimsókn föstudaginn næsta;) þá verður sko gaman! búin að vera taka niður allt sem við getum skoðað eins og allt H.C Andersen dótið, hórugötuna sem Auður var bara að sýna mér um daginn og nýja leikvöllinn fyrir fullorðna;)


Jæja ég er þá farin að læra fyrir endurtektarprófið og vonast til þess að allir hafi það sem allra best og séu duglegir að spara ;)