Tuesday, April 20, 2010

Endalok atkvæðagreiðslu!

Álit ykkar á bræðrunum þarna að neðan þarf á engan hátt að endurspegla mat þjóðarinnar! En ég bendi ykkur á að sjá þættina og þá kannski skiptið þið um skoðun :) vonandi!

Að mikilvægari málefnum, sumarið :D get ekki beðið eftir að komast í frí og fara að vinna, koma svo heim úr vinnunni og þá er ég bara búin, ekkert með það hangandi á mér að ég eigi alltaf að vera læra og e-ð vesen!

Hér er nýja sumarlagið mitt:



Get hlustað á það á repeat :D

Fékk mér línuskauta á laug og alls kyns öryggisbúnað en bara því það er svo töff, ekki það að ég haldi að ég geti dottið ;)



Rosalegir hæfileika hér á ferð! mætti halda að ég hafi fæðst á skautum ;)

Friday, April 16, 2010

Good vampire vs. bad vampire

Jæja við Auður erum mjög ósammála um hvor bróðirinn er heitar í einum af uppáhalds þættinum okkar, The vampire diaries :)
Stelpuþvæla um ást og hatur á milli unglinga og vampíra :D 5 stjörnu þáttur ;)
En nú vantar mig ykkar álit, hvor er heitari???

Vondi, ljóti bróðirinn sem étur fólk og er alltaf að skemma fyrir hinum!

EÐA

Sæti,góði bróðirinn sem er alltaf svo góður við alla ;)

Hér eru þeir saman og enginn vandi að sjá hvor er heitari!

Thursday, April 15, 2010

Held ég haldi heim, held ég haldi heim...

Held það sé kominn tími til að ég fari að koma mér heim á klakann!
Þegar ég fer að pæla í því að flytja til Danmörku er allt í blóma á Íslandi :) um leið og ég sendi umsóknina mína í skólann þá fellur gengi krónunnar! Því nær sem ég komst því að komast inn í skólann því óhagstæðari varð krónan!
Síðan flyt ég út og allt fór til fjandans í peningamálunum heima og ég ætla ekki að fara út í pólitíkina :)
Nú þegar ég er komin með vinnu og ekki á leiðinni heim í sumar þá eru náttúruöflin líka farin að segja til sín! Fyrst gos svo annað gos og loks hlaup í framhaldi af því! Ég tek þetta allt til mín en ég læt ekki segjast, hef ekki lokið mér af hér í DK og Ísland þarf bara að bíða :) En ég kem aftur ;)

Er semsagt með góða og slæmar fréttir:
En ég er semsagt komin með vinnu, fór í mitt fyrsta starfsviðtal um daginn á sjúklingahótelinu :) það er semsagt hótel fyrir sjúklinga sem þurfa ekki á mikilli ummönnun að halda, eins og t.d. nýbakaðar mæður sem þarf bara aðeins að fylgjast með.´
Hún Beta vinkona er kokku á hótelinu og ég fékk starf við að vaska upp, afgreiða matinn hennar, þrífa herbergi og flytja sjúklinga yfir á spítalann :) fjölbreytt og skemmtilegt!
En slæmu fréttirnar eru semsagt þær að ég er mjög líklegast ekkert að fara koma heim í sumar :S ekki nema bara í stutta heimsókn ef það hentar út af vinnunni :)

Ekki allir sem elska okkur en það væri líka bara ekkert skemmtilegt ;)

Thursday, April 8, 2010

Ferming :)


Það var vaknað kl 7 til að mála prinsessuna og síðan var brunað í bæinn til að fá greiðslu :)


Þá var hún tilbúin :) ótrúlega sæt og fín!

Fermingin sjálf gekk ljómandi vel þrátt fyrir smá brak og bresti þegar hún kraup við altarið :)
Það fengu allir sín verkefni við undirbúninginn á veislunni :) Guðrún fékk að gera marsípanblóm á tertuna

Ég fékk að troða saman hrískransaköku og það gekk svona upp og niður! þegar ég var búin að koma henni saman þá hrundi hún í miðjunni svo ég þurfti að klessa henni saman aftur og svo var að fela götin með nammi :) bragðið á ekki að dæma á útlitinu enda kláraðist kakan á mettíma ;)
Gestirnir í veislunni gerðu bara grín af því að ég væri minnst af systrunum þó ég væri elst :( ótrúlegt en satt þá er ég því miður orðin ónæm fyrir bröndurum um að ég sé lítil :)
En að öðru sem er frekar fyndið! þá vorum við Auður að fara með Guðbrand Breka litla frænda hennar í Bilka og tókum strætó þangað. Við löbbum inn í strætó og Auður segist ætla borga fyrir okkur tvær en hann er bara 9 ára svo hann fær frítt :) þá lítur bílstjórinn á mig og spyr hvað ég sé eiginlega gömul! (aldurstakmarkið fyrir barnamiða er by the way 16 ára!) ég fer að hlægja og segi honum að ég sé 23 ára ;) hann fer alveg í kerfi og svo að hlægja og segir að ég líti út fyrir að vera 12 ára með þessa húfu!!! Ég hef nú heyrt það áður að ég sé ungleg en halló 12 ára!
Og þetta er ekkert í fyrsta skipti sem ég er spurð um aldur þegar ég er með Auði eða þeas þá er Auður alltaf spurð að því ,,hvað er hún eiginlega gömul?" já halló ég get talað fyrir mig sjálf, alveg orðin sjálfráða og allt ;) ég veit ekki hvað fólk heldur eiginlega, að Auður sé mamma mín eða allavega umsjónarmaður minn :) eitt er allvega klárt mál að ég er að fara nýta mér þetta meira þegar ég er að fara borga í e-ð og get borgað barnagjald :) verð bara að muna eftir húfunni eins og bílstjótinn sagði ;)
Ég þarf þá allavega ekki að eyða í botox ;) ég virðist bara yngjast með árunum!

Monday, April 5, 2010

Frá Hveró til Odense

Þá er maður komin heim úr allt of stuttu Íslandsferðinni :) það var brjálað stuð og brjálað að gera í þeirri ferð og ég mun setja inn myndir og frásagnir af því seinna en þar til hef ég sögu af lestarferðinni minni til Odense ;)


Ég var að lesa viðtal við hann Kim Larsen í Ud og se sem er gefið út í hverjum mánuði fyrir lestarnar. Þegar ég er í miðju viðtali tekur sessunautur minn upp þennan fáranlega forngrip og ég réð einfaldlega ekki við flissið í mér! Þetta leit verra út en gamla marglitaða kasettutækið mitt! Ég tók niður nafnið á því svo ég gæti fundið það á google og viti menn ég fann mynd:
VictorReader ClassicX heitir gripurinn og er spes ætlaður til að spila hljóðbækur því það er hægt að fletta á milli blaðsíðna og skipta um kafla og ég veit ekki hvað og hvað :D það er líka hægt að spila venjulega geisladiska og MP3 diska en síðast en ekki síst þá er þetta fína handfang svo það sé létt að ferðast með hann! Það er ekki bara hægt að hlusta á hann með heyrnatólum heldur er líka hægt að leyfa öðrum að njóta hans því það eru hátalarar ;) ghettoblaster hvað!

Svo kostar hann ekki nema 2.950 DKR án vasks! Það eru ekki nema 68.351,5 ÍSK, gjöf en ekki gjald!


Þegar ég var búin að lesa viðtalið við hann Kim vin minn þá var næst viðtal við hana Lotte Bendix sem er búin að vera æfa lyftingar síðan hún var 16 ára gömul! Nú er hún 43 ára gömul og langt frá því að fara hætta í lyftingum! hún er 160 á hæð, 75 kíló og ummálið á tvíhöfðanunum hennar er ekki nema 41 cm :) hún varð danmörku meistari 2006 og hefur fengið viðurnefnið musclemom eða vöðvamamma á góðri íslensku :)
Hér er vöðvamamman rétt fyrir heimsmeistaramótið 2009 :)
Og henni finnst hún mjög kvennleg og er alltaf með sítt hár, bleikar langar neglur og fer ekki ómáluð út úr húsi!


Hér er hún komin í sparikjólinn :D gæti trúað því að hann sé sérsaumaður! Ég veit ekki með ykkur en ég yrði soldið smeik ef ég myndi hitta hana úti á götu!