Tuesday, June 1, 2010

Nýja uppáhaldslagið mitt

Ég kýs þó að syngja ,, ung, glöð og rík" :)

Monday, May 31, 2010

,, ég vil bara vinna, ég vil ekki drekka drykk" ;)

Þá er stelpan búin að fá sinn fyrsta danska launaseðil og ekki amalegur! 2483 ÍSK á tímann og 3205 ÍSK kvöldtaxta ;)fyrir hvern tíma sem ég vinn get ég keypt mér kjól í H&M :D og spari kjól fyrir 2 tima! úff og svo frétti ég að það væri tvöfaldur taxti á sunnudögum og erfitt að losna við þær vaktir! Komið með þær ég skal taka þær ALLAR :D

Eini gallinn við þennan launaseðil er að ég var látin borga 55% skatt!!! á í raun ekki að borga neinn skatt þar sem ég er ekki nærri því búin að vinna upp yfir persónuafsláttinn og ef ég ætti að borga skatt þá væri það ekki nema tæp 40%! Þetta verður samt örugglega lagað sem fyrst ;)

Annars er ég bara með prófljótu fyrir allan peninginn þessa dagana!!! bregður bara þegar ég lít í spegilinn! ég labbaði yfir til Þórunnar í næstu íbúð áðan og það er það næst lengsta sem ég hef farið út fyrir húsið í allan dag! svo var hvorki meira né minna en 18 stiga hiti kl 19.30 þegar ég fór út með ruslið! gott að eiga góðar gardínur svo það sé auðveldara að blekkja sjálfan mig á því að það sé bara ekkert spes veður úti og að ég sé ekki að missa af neinu! en fyrsta prófið er á miðvikudaginn og ég fer beina leið eftir það útí búð að kaupa mér e-ð fallegt og skemmtilegt því ég á það svo sannarlega skilið :D

Ætla kaupa mér danska fánann sem hægt er að klæða sig í og ætla mér að bæta við hann nokkrum bláum kössum svo að hann verði að íslenska ;) og svo einn ef ekki tvo kjóla + skó :D

Ég í prófatíð:

Sunday, May 23, 2010

Sól, sól skín á mig :)


Þá er greinilega komið sumar :D
Veit það vegna þess að ég sit inni og svitna við lærdóminn og nú orðið ekki bara vegna þess hversu erfiður hann er :) og í nótt hef ég klárlega sofið á maganum og ekki mikið með sængina yfir mér þar sem ég er með þetta fína bit aftan á lærinu :S

Svona ef ég væri ekki í verkefnaskilum og svo að fara byrja í prófum og skordýr væru ekki til þá væri líf mitt fullkomið núna :D en ég hef það nú ansi gott samt :) einhvers verð ég að gjalda fyrir háu tekjurnar mínar í framtíðinni og hunangið sem ég borða :) (dettur ekkert annað gott í hug sem ég græði á þessum blessuðu skordýrum!)

En það sem heldur mér vanalega gangandi í svona skólaveseni er að plana náina framtíð :) þeas sumarFRÍIÐ :D ég ætla mér að taka smá pásu 16. - 18. júní og skreppa til Kaupmannahafna til að fara í klippingu og hafa það huggulegt með Auði og Báru ;)
Síðan er síðasta prófið mitt munnlegt próf einhvers staðar á bilinu 21. - 23. júní! ekkert mjög spennt fyrir því að fara upp að töflu og blaðra e-ð á dönsku fyrir framan 2 danska prófessora :( en um leið og það er búið þá verður dottið í það og sólin sleikt í faðmi Auðar og famelíu hennar :) Auður mín er náttlega að fara útskrifast sem hjúkka þann 25. júní :D Allt að gerast hjá lebbunum í Bjarnarmosanum!

Friday, May 7, 2010

Gæðablóð :)

Þá varð loksins að því að ég fór að gefa blóð :) hef ætlað mér það í mörg ár en aldrei látið verða að því!

Ég fór í gær, búin að borða morgunmat, borðaði í skólanum og svo aftur þegar ég kom heim og mætti svo niðrá spítala kl 11.10. (helvíti góð afsökun til að éta mikið ;) )
en þar fékk ég kakómjólk og mátti éta eins mikið snakk og ég vildi :D svo var komið að því að gefa blóðið og það gekk bara frekar vel þó ég hafi verið eins og smástelpa og get ekki horft á það!
Svo var ég ekki alveg að treysta kellingunni! fannst hún blaðra aðeins of mikið og hrædd um að hún væri ekkert að fylgjast með því hvað hún væri að taka mikið :S

En þegar hún var loksins búin þá kom kona og bauð mér aftur kakómjólk og súkkulaði :D ég átti svo að liggja þar í 10 mín og fara svo fram í biðstofu og bíða þar i aðrar 10 mín (var næstum búin að gleima þvi og labba beint út!) en svo er ég að skrifa Auði sms því hún hafði spurt mig að því hvernig heilsan væri : ,, bara helvíti góð, ég fer...." þá náði ég ekki að skrifa meir því ég fór að svitna þvílíkt og hélt ég væri að fara æla en gat varla hreyft mig né talað en svo dröslaði ég mér á fætur og ætlaði að segja konunum að mér liði ekkert allt of vel en ég þurfti ekki að segja mikið þar sem þær sáu það vel framan í mér að ekki væri allt með felldu :)
nógu hvít er ég fyrir, ég hef örugglega verið glær í framan!

Þær hentu mér á næsta bekk og þar fékk ég poka ef ég þyrfti að æla og þær settu á mig teppi :) síðan voru þær til skiptis að gefa mér að drekka og setja láta mig setjast eða leggjast aftur. Þarna mátti ég síðan hanga í vel rúmlega klukkutíma þar til mér var hætt að svima ef hausinn á mér lá ekki upp við bekkinn :)
ég fékk síðan leigubíl heim og hjólinu mínu hent aftaná :)

Það sem maður gerir ekki til að þurfa ekki að hjóla heim til sín ;)

En þegar heim var komið þá beið einkahjúkkan mín eftir mér og bauð mér bjór því hann á víst að koma blóðflæðinu af stað :) og ég gerði bara eins og hjúkkan mín sagði! Lausn dana við öllum vandamálum er klárlega bjór! ;)

En það er örugglega of dýrt að fá blóðið úr mér svo þær eiga ekki eftir að hringja í mig nema í brýnustu nauðsyn!

Ég hef allavega loksins komist að því að ég er í A+ blóðflokki sem er algengasti blóðflokkurinn í DK :) svo þær neyðast örugglega til að fá mig í heimsókn eins oft og ég má gefa blóð :)

Tuesday, April 20, 2010

Endalok atkvæðagreiðslu!

Álit ykkar á bræðrunum þarna að neðan þarf á engan hátt að endurspegla mat þjóðarinnar! En ég bendi ykkur á að sjá þættina og þá kannski skiptið þið um skoðun :) vonandi!

Að mikilvægari málefnum, sumarið :D get ekki beðið eftir að komast í frí og fara að vinna, koma svo heim úr vinnunni og þá er ég bara búin, ekkert með það hangandi á mér að ég eigi alltaf að vera læra og e-ð vesen!

Hér er nýja sumarlagið mitt:



Get hlustað á það á repeat :D

Fékk mér línuskauta á laug og alls kyns öryggisbúnað en bara því það er svo töff, ekki það að ég haldi að ég geti dottið ;)



Rosalegir hæfileika hér á ferð! mætti halda að ég hafi fæðst á skautum ;)

Friday, April 16, 2010

Good vampire vs. bad vampire

Jæja við Auður erum mjög ósammála um hvor bróðirinn er heitar í einum af uppáhalds þættinum okkar, The vampire diaries :)
Stelpuþvæla um ást og hatur á milli unglinga og vampíra :D 5 stjörnu þáttur ;)
En nú vantar mig ykkar álit, hvor er heitari???

Vondi, ljóti bróðirinn sem étur fólk og er alltaf að skemma fyrir hinum!

EÐA

Sæti,góði bróðirinn sem er alltaf svo góður við alla ;)

Hér eru þeir saman og enginn vandi að sjá hvor er heitari!

Thursday, April 15, 2010

Held ég haldi heim, held ég haldi heim...

Held það sé kominn tími til að ég fari að koma mér heim á klakann!
Þegar ég fer að pæla í því að flytja til Danmörku er allt í blóma á Íslandi :) um leið og ég sendi umsóknina mína í skólann þá fellur gengi krónunnar! Því nær sem ég komst því að komast inn í skólann því óhagstæðari varð krónan!
Síðan flyt ég út og allt fór til fjandans í peningamálunum heima og ég ætla ekki að fara út í pólitíkina :)
Nú þegar ég er komin með vinnu og ekki á leiðinni heim í sumar þá eru náttúruöflin líka farin að segja til sín! Fyrst gos svo annað gos og loks hlaup í framhaldi af því! Ég tek þetta allt til mín en ég læt ekki segjast, hef ekki lokið mér af hér í DK og Ísland þarf bara að bíða :) En ég kem aftur ;)

Er semsagt með góða og slæmar fréttir:
En ég er semsagt komin með vinnu, fór í mitt fyrsta starfsviðtal um daginn á sjúklingahótelinu :) það er semsagt hótel fyrir sjúklinga sem þurfa ekki á mikilli ummönnun að halda, eins og t.d. nýbakaðar mæður sem þarf bara aðeins að fylgjast með.´
Hún Beta vinkona er kokku á hótelinu og ég fékk starf við að vaska upp, afgreiða matinn hennar, þrífa herbergi og flytja sjúklinga yfir á spítalann :) fjölbreytt og skemmtilegt!
En slæmu fréttirnar eru semsagt þær að ég er mjög líklegast ekkert að fara koma heim í sumar :S ekki nema bara í stutta heimsókn ef það hentar út af vinnunni :)

Ekki allir sem elska okkur en það væri líka bara ekkert skemmtilegt ;)

Thursday, April 8, 2010

Ferming :)


Það var vaknað kl 7 til að mála prinsessuna og síðan var brunað í bæinn til að fá greiðslu :)


Þá var hún tilbúin :) ótrúlega sæt og fín!

Fermingin sjálf gekk ljómandi vel þrátt fyrir smá brak og bresti þegar hún kraup við altarið :)
Það fengu allir sín verkefni við undirbúninginn á veislunni :) Guðrún fékk að gera marsípanblóm á tertuna

Ég fékk að troða saman hrískransaköku og það gekk svona upp og niður! þegar ég var búin að koma henni saman þá hrundi hún í miðjunni svo ég þurfti að klessa henni saman aftur og svo var að fela götin með nammi :) bragðið á ekki að dæma á útlitinu enda kláraðist kakan á mettíma ;)
Gestirnir í veislunni gerðu bara grín af því að ég væri minnst af systrunum þó ég væri elst :( ótrúlegt en satt þá er ég því miður orðin ónæm fyrir bröndurum um að ég sé lítil :)
En að öðru sem er frekar fyndið! þá vorum við Auður að fara með Guðbrand Breka litla frænda hennar í Bilka og tókum strætó þangað. Við löbbum inn í strætó og Auður segist ætla borga fyrir okkur tvær en hann er bara 9 ára svo hann fær frítt :) þá lítur bílstjórinn á mig og spyr hvað ég sé eiginlega gömul! (aldurstakmarkið fyrir barnamiða er by the way 16 ára!) ég fer að hlægja og segi honum að ég sé 23 ára ;) hann fer alveg í kerfi og svo að hlægja og segir að ég líti út fyrir að vera 12 ára með þessa húfu!!! Ég hef nú heyrt það áður að ég sé ungleg en halló 12 ára!
Og þetta er ekkert í fyrsta skipti sem ég er spurð um aldur þegar ég er með Auði eða þeas þá er Auður alltaf spurð að því ,,hvað er hún eiginlega gömul?" já halló ég get talað fyrir mig sjálf, alveg orðin sjálfráða og allt ;) ég veit ekki hvað fólk heldur eiginlega, að Auður sé mamma mín eða allavega umsjónarmaður minn :) eitt er allvega klárt mál að ég er að fara nýta mér þetta meira þegar ég er að fara borga í e-ð og get borgað barnagjald :) verð bara að muna eftir húfunni eins og bílstjótinn sagði ;)
Ég þarf þá allavega ekki að eyða í botox ;) ég virðist bara yngjast með árunum!

Monday, April 5, 2010

Frá Hveró til Odense

Þá er maður komin heim úr allt of stuttu Íslandsferðinni :) það var brjálað stuð og brjálað að gera í þeirri ferð og ég mun setja inn myndir og frásagnir af því seinna en þar til hef ég sögu af lestarferðinni minni til Odense ;)


Ég var að lesa viðtal við hann Kim Larsen í Ud og se sem er gefið út í hverjum mánuði fyrir lestarnar. Þegar ég er í miðju viðtali tekur sessunautur minn upp þennan fáranlega forngrip og ég réð einfaldlega ekki við flissið í mér! Þetta leit verra út en gamla marglitaða kasettutækið mitt! Ég tók niður nafnið á því svo ég gæti fundið það á google og viti menn ég fann mynd:
VictorReader ClassicX heitir gripurinn og er spes ætlaður til að spila hljóðbækur því það er hægt að fletta á milli blaðsíðna og skipta um kafla og ég veit ekki hvað og hvað :D það er líka hægt að spila venjulega geisladiska og MP3 diska en síðast en ekki síst þá er þetta fína handfang svo það sé létt að ferðast með hann! Það er ekki bara hægt að hlusta á hann með heyrnatólum heldur er líka hægt að leyfa öðrum að njóta hans því það eru hátalarar ;) ghettoblaster hvað!

Svo kostar hann ekki nema 2.950 DKR án vasks! Það eru ekki nema 68.351,5 ÍSK, gjöf en ekki gjald!


Þegar ég var búin að lesa viðtalið við hann Kim vin minn þá var næst viðtal við hana Lotte Bendix sem er búin að vera æfa lyftingar síðan hún var 16 ára gömul! Nú er hún 43 ára gömul og langt frá því að fara hætta í lyftingum! hún er 160 á hæð, 75 kíló og ummálið á tvíhöfðanunum hennar er ekki nema 41 cm :) hún varð danmörku meistari 2006 og hefur fengið viðurnefnið musclemom eða vöðvamamma á góðri íslensku :)
Hér er vöðvamamman rétt fyrir heimsmeistaramótið 2009 :)
Og henni finnst hún mjög kvennleg og er alltaf með sítt hár, bleikar langar neglur og fer ekki ómáluð út úr húsi!


Hér er hún komin í sparikjólinn :D gæti trúað því að hann sé sérsaumaður! Ég veit ekki með ykkur en ég yrði soldið smeik ef ég myndi hitta hana úti á götu!

Monday, March 22, 2010

Athyglisbresturinn minn í hámarki!

Þá fer aldeilis að styttast í heimferð :D
Ég byrjuð að pakka og búin að þvo fötin mín 2 dögum fyrir brottför sem er persónulegt met :) vaninn er frekar að gera það 2 tímum fyrir ;)
Maður neyðist víst til þess að skipuleggja tímann sinn þegar það er mikið að gera en ég fékk þetta geggjað spennandi verkefni í hendurnar í morgun sem ég á að skila eftir viku en langar helst að klára það áður en ég fer heim eða þá í allra seinasta lagi á föst :)

en um daginn var ég að passa hann Tristan litla og ég var nýbúin að gefa honum að borða og mamma hans búin að segja að hann væri ekki búin að kúka svo lengi og ekki leið á löngu fyrr en sá litli byrjaði að drulla svoleðis í bleygjuna sína eftir smá pirringskast og svo þegar mér hlotnaðist sá heiður að skipta á kauða þá gerði hann sér lítið fyrir og pissaði á mig!
ég er náttúrulega ekki vön því að passa svona litla stráka sem pissa bara uppí loftið eins og ekkert sé :) og svo hló hann bara:


Hér sjáiði töffarann ánægðan með sig :)

Svo steinsofnaði hann bara og þorði ekki fyrir mitt litla líf að leggja hann frá mér svo hann myndi ekki vakna :) og ekki leiðinlegt að kúra með svona krútt í fanginu :)
um helgina fórum við svo í innflutningpartý til Guðnýjar og Hildar :) mér til mikillar skemmtunar höfðum við afsökun til að kíkja í eina af mínum uppáhaldsbúðum :D þar keyptum við dýrgripi á við krítatöflu, rykkúst, nefklemmu fyrir hrotum og skrælara svo e-ð sé nefnt :) auður tuðaði allan tímann um að við ætluðum sko ekki að vera þarna inní allan daginn! hún fær ekki eins mikla gleði út úr því að vera þar inni eins og ég :)

Við sjáumst hress og kát á Íslandi 24. mars en ykkur danmerkubúa sé ég bara þegar ég kem til baka 3. apríl :o)

Tuesday, March 16, 2010

Draumaprinsinn :)

Í öll þessi ár hef ég verið að leita á röngum stöðum en nú hef ég loksins uppgötvað hvað það er sem mig vantar :)

Drauma prinsinn þarf að vera traustur, öruggur, mjúkur, góður hlustandi, vera áfallt tilbúin til að taka á móti mér þegar ég kem þreytt heim eftir langan og erfiðann dag, hugsa fyrst og fremst um mínar þarfir sem eru aðallega að vera áfallt tilbúin með e-ð kalt handa mér að drekka, alltaf til í að nudda mig og geta haldið á mér :D

Það besta við drauma prinsinn sem ég var loksins að finna er að ég þarf aldrei að hlusta á tuðið í honum eða stjana í kring um hann :Mig hefur alltaf langað í lazyboy en þessi myndi einfaldlega uppfylla allar mínar þarfir! Ég er strax farin að safna fyrir honum :) því gripurinn kostar sitt!

Thursday, March 11, 2010

Öryggið á oddinn!

Nú í sept eru það 2 ár síðan ég keypti hjólið mitt fína :) og þar af leiðandi er ég búin að ætla kaupa mér hjálm í næstum 2 ár :S
Úrvalið af hjálmum er rosalegt! Mig langar samt í e-n bjánalega töff hjálm en þeir eru bara oft svo dýrir :( þetta er til í öllum gerðum og litum og ég hef fundið myndir af uppáhladshjálmunum mínum :)
Hér erum við að tala um hjálm hjálmanna ég held það sé ekkert sem getur komið fyrir hausinn á manni ef maður er með þennan! Svo kæmist ég á urrandi siglingu um alla Odense því hann er svo straumlínu laga :)Ennþá betra væri það ef ég fengi mér svona spandex galla ;)
Þessi væri mjög góður í sumar þegar alla moskító flugurnar eru á sveimi og minni hætta á að éta þær og fá þær í augun :(
Svo er hægt að fá sér svona hatta sem maður bætir á hjálmana :) þá getur maður alltaf verið að skipta um lit eftir skapi ;)
Hér er hins vegar hjálmurinn sem ég mun örugglega fá mér :) finnst hann hallærislega töff ;)

Nafn mitt er hreinlega á þessum! ég hef bara aldrei séð hann nema á netinu svo ég efast um að ég geti keypt hann, annars myndi ég borga frekar marga peninga fyrir hann :)

Kinder hjálmurinn fer allavega á langa óskalistann minn svo ef þið eruð e-n tíman að spá í að gefa mér gjöf þá er þetta eitt af því sem myndi gleðja mitt litla hjarta afskaplega mikið :D

Monday, March 8, 2010

Bara get ekki hætt að blogga í nýju fínu tölvunni minni :D

Ég hef alltaf mikið pælt í orðinu skinka sem ungdómurinn í dag notar mikið! orðið skinka á að lýsa stelpu sem er allt of brún, málar sig of mikið og sýnir eins mikið hold og hún getur þeas bara andheiti yfir mig :)

Ég hef mikið pælt í uppruna orðsins og um daginn datt mér í hug að það kæmi af enska orðinu skank (eða drusla á góðri íslensku) og þeir segja það einmitt á urban dictionary að orðið lýsi stelpu sem klæðir sig eins og skank :) svo er hins vegar líka talað um að þetta orð sé notað vegna þess að þær séu svo illa brúnar eftir ljósabekki að húðin á þeim sé orðin eins og skinka :)

En á meðan rannsókn minni á orðinu stóð þá fann ég ennþá athyglisverðari orð sem lýsir ákveðnum dansi við ákveðna tegund tónlistar, ska heitir tónlistin :) dansinn heitir skanking og ætla ég mér að vera búin að læra þann dans almennilega fyrir næsta djamm því ég fann þessa fínu síðu sem kennir dansinn ;) ég held nú samt reyndar að ég hafi frekar oft tekið þennan dans á djamminu, vissi bara aldrei hvað ég var að gera fyrr en nú :) ég er náttúrulega bara með meðfædda danshæfileika ;)
Sjálf hef ég kosið að kalla þetta Papadansinn :) en þið dæmið bara sjálf:



og nú ætti fólk að vera öllu fróðara ;)

Sunday, March 7, 2010

Viiiiljiðii meiiiiiraaaa?

Hún Auður mín átti síðan afmæli mánudaginn 22. febrúar en þá var kellingin bara í skólanum og svo beint að vinna en ég gladdi hennar litla hjarta með nammiskál með bleiku glimmerkerti, kók í dós, kindereggjum og fótabaði þegar híun kom loks heim úr vinnunni ;)

Afmælisstelpan í fótabaði að blása á kertið sitt :)


Mér til mikillar ánægju kom Sandra mín svo í heimsókn föst 26. feb :) þá var kátt í höllinni!

Hér er hún komin og fyrst heima hjá mér datt henni í hug að merkja töskuna sína :D

Ég skellti að sjálfsögðu í pizzu fyrir Söndru mína! og svo skelltum við okkur á þorrablótsball útí rassgati :)

Við byrjuðum á því að klára allan tópas sem til var á bænum :)

Síðan var dansað og djammað þar til nýr dagur kom og vel rúmlega það ;)


Sunnudagurinn fór því miður í það að sofa og jafna sig fyrir næsta djamm :) en á mánudeginum lá leið okkar til Kaupmannahafnar og fengum að gista þar hjá Önnu Hansen.

Við fórum yfir til Telmu og borðuðum með þeim skutlum áður en leið okkar Söndru lá á tónleika :)

Ég fékk lánaðar allar græjur hjá Telmu til að sýna þeim hvernig þær ættu að bera sig að í brekkunni ;) mikil skíðakona hér á ferð! kannski spurning um hæfni mína á skíðum en engin spurning um það að ég lúkka vel ;)

Sú rauðhærða sá um að skemmta okkur Söndru, hún er mjög hallærislega töff :)
mjög góðir tónleikar en allt of stuttir!


Ótrúlegt en satt þá tókst okkur Söndru bæði að taka réttan strætó á tónleikana og heim! en það var auðvitað of gott til að vera satt! þegar við erum komin á Istedgade (hórugötuna) þá kemur löggan og lokur götunni svo strætóinn kemst hvergi! öllum er hent út og sagt að labba að aðal lestastöðinni sem var mjög stutt, beint áfram nema hvað að við þurftum að labba krókaleið þar sem gatan var lokuð! sem betur fer voru margir í strætó svo við gátum fylgt hópnum og komumst loks á leiðarenda :) heilar á húfi


Daginn eftir fórum við og tókum túristann á Köben :) eftir nokkuð mikla leit þá fundum við hringturninn sem er turn sem er feitur kóngur lét byggja fyrir sig því allir aðrir turnar voru með stugum en hann nennti ómögulega að labba upp þá svo hann lét gera einn sem hægt væri að keyra hann upp í hestvagni! frekar hentugt að vera kóngur!

Við þurftum bara að labba upp, enginn hestvagn fyrir okkur :(

Á leiðinni upp fundum við margt sniðugt:

Klósett sem H.C Andersen og fleiri merkir menn kúkuð í og losuðu úr hasspípunum sínum þegar þær voru að læra á bókasafni sem var þarna í turninum :)

ógeðslega refalöpp með blóði ???

Lítil göt sem ég smellpassaði inní :D

og kossabekkinn sem ég sat á og beið eftir koss en enginn kom ;( nú eru sjálfsagt margir strákar þarna úti að naga sig í handabakið yfir því að hafa misst af þessu rosalega tækifæri!

Efst í turninum var rosa útsýni yfir alla köben og veðrið ekki af verri endanum :)

Sandra notaði kíkirinn til að skoða alla strákana sem löbbuðu um :)

Úfff þetta er nú mikið meira en nóg í bili!

Annars þá eru ekki nema 2 og hálf vikur í að ég komi á klakann:D

Monday, February 22, 2010

Búin að steingleyma þessu bloggi :)

Það er frábært að koma svona viku of seint í skólann og svo eru mikilvægustu bækurnar bara búnar og ég enn að bíða eftir þeim :)

Annars leggst önnin bara vel í mig :) nokkuð krefjandi með enn einu tölvuverkefninu sem er einmitt svona nokkurn veginn á meðan ég verð heima á Íslandi þegar Rakel fermist :) og áfanginn er einmitt líka kenndur á ensku sem er öðruvísi.

Svo endar þessi önn á meðal annars einu munnlegu prófi, þar sem ég þarf að fara upp á töflu og koma með e-a gáfulega lausn á vandmáli :S ætla að passa mig á því í þetta sinn að ofanda svo að það líði alveg örugglega yfir mig :)

En að öðrum mikilvægari málefnum þá hélt Auður uppá afmælið sitt á föst með miklum stæl...
Við Auður gerðum þetta líka fallega og góða sushi :D
Margar fínar dömur komu til að fagna með Auði :)
Það var bæði spilað og sungið:
Hér er Auður að sýna Heiðu sýna miklu hæfileika í að teikna:)
Söngsveit ungra kvenna í Odense tók lagið fyrir Auði
Beta slapp ekki alveg frá allri eldamennsku :)
Hér er Auður að gera sushi ið klárt fyrir stelpurnar að ráðast á það :)
Og gjafirnar ekki af verri endanum, gjafakort hjá hjólabúðinni Veltipétri sem er rétt hjá okkur og svo fannst mér ómögulegt að hún fengi engann pakka því allir gestir kvöldsins voru með í gjafabréfinu svo ég skellti mér í smá leiðangur eftir skóla og keypti gerviaugnhár, tímaegg í eldhúsið og OBAL frá tiger :) þá hafði Auður e-n pakka til að opna ;)
Fær í flestan sjó :)
Auður afmælispía sæt og fín :)
en þá er það ekki meira í bili, vona að það fari nú að styttast á milli blogga ;)
Kær kveðja
Barnfóstran
Smá kúrustund hjá mér og Tristan Orra Borghildarssonar ;)

Wednesday, February 3, 2010

Tvífaravika :)

Ég var búin að vera lengi að reyna finna út úr þessari heimasíðu þar sem maður getur fundið sinn fræga tvífara þegar Anna benti mér á hana Bettý Boob :)
Gæti ekki verið stoltari en þegar mér hefur verið líkt við idolið mitt hana Bettý!

Thursday, January 14, 2010

Páll Óskar Danmerkur...

Þegar við Auður vöknum saman á morgnanna þá horfum við á Go morgen Danmark og höfum það huggulegt :) þessi þáttur er mjög svipaður Ísland í bítið :) þar kemur oft maður sem ég fýla alveg í tætlur!
Maður heitir Jim Lyngvild og er einfaldlega Páll Óskar Danmerkur fyrir utan það að hann syngur ekki, hann er fatahönnuður með meiru ;)
Hann kemur oft í þáttinn til að koma með sitt álit á ýmsu :)
Maður hefur bara hækkað í álíti hjá mér eftir að ég fór að rannsaka hann betur því að á Wikipedia las ég að hann vann eitt sinn átkeppni þar sem keppt var um að éta uppáhalssúkkulaðið mitt :D og hann át 7 stk á mín (nokkuð viss um að ég geti betur!)
Mmmmm þetta er eitt besta súkkulaði sem til er! Ég yrði að vera mjög södd eða lasin til að segja nei við þessu!

Í morgun mætti hann í þessum fína jakka sem hann hannaði og saumaði úr rúmfatalagers rúmfötum þegar Simpson myndin kom út.
Í morgun voru þeir að ræða Simpson svo hann mætti að sjálfsögðu í jakkanum og ræddi það hvað Simpson eru geggjaðir þættir ;)


Svona í lokin þá vil ég minna fólk á að það eru einungis 6 dagar ;)