Friday, May 7, 2010

Gæðablóð :)

Þá varð loksins að því að ég fór að gefa blóð :) hef ætlað mér það í mörg ár en aldrei látið verða að því!

Ég fór í gær, búin að borða morgunmat, borðaði í skólanum og svo aftur þegar ég kom heim og mætti svo niðrá spítala kl 11.10. (helvíti góð afsökun til að éta mikið ;) )
en þar fékk ég kakómjólk og mátti éta eins mikið snakk og ég vildi :D svo var komið að því að gefa blóðið og það gekk bara frekar vel þó ég hafi verið eins og smástelpa og get ekki horft á það!
Svo var ég ekki alveg að treysta kellingunni! fannst hún blaðra aðeins of mikið og hrædd um að hún væri ekkert að fylgjast með því hvað hún væri að taka mikið :S

En þegar hún var loksins búin þá kom kona og bauð mér aftur kakómjólk og súkkulaði :D ég átti svo að liggja þar í 10 mín og fara svo fram í biðstofu og bíða þar i aðrar 10 mín (var næstum búin að gleima þvi og labba beint út!) en svo er ég að skrifa Auði sms því hún hafði spurt mig að því hvernig heilsan væri : ,, bara helvíti góð, ég fer...." þá náði ég ekki að skrifa meir því ég fór að svitna þvílíkt og hélt ég væri að fara æla en gat varla hreyft mig né talað en svo dröslaði ég mér á fætur og ætlaði að segja konunum að mér liði ekkert allt of vel en ég þurfti ekki að segja mikið þar sem þær sáu það vel framan í mér að ekki væri allt með felldu :)
nógu hvít er ég fyrir, ég hef örugglega verið glær í framan!

Þær hentu mér á næsta bekk og þar fékk ég poka ef ég þyrfti að æla og þær settu á mig teppi :) síðan voru þær til skiptis að gefa mér að drekka og setja láta mig setjast eða leggjast aftur. Þarna mátti ég síðan hanga í vel rúmlega klukkutíma þar til mér var hætt að svima ef hausinn á mér lá ekki upp við bekkinn :)
ég fékk síðan leigubíl heim og hjólinu mínu hent aftaná :)

Það sem maður gerir ekki til að þurfa ekki að hjóla heim til sín ;)

En þegar heim var komið þá beið einkahjúkkan mín eftir mér og bauð mér bjór því hann á víst að koma blóðflæðinu af stað :) og ég gerði bara eins og hjúkkan mín sagði! Lausn dana við öllum vandamálum er klárlega bjór! ;)

En það er örugglega of dýrt að fá blóðið úr mér svo þær eiga ekki eftir að hringja í mig nema í brýnustu nauðsyn!

Ég hef allavega loksins komist að því að ég er í A+ blóðflokki sem er algengasti blóðflokkurinn í DK :) svo þær neyðast örugglega til að fá mig í heimsókn eins oft og ég má gefa blóð :)

2 comments:

Sandra Dís said...

shit beta, ég man alltaf eftir ofurógeðismarblettinum sem þú fékkst frá truntubrussuhjúkkunni í 7.bekk eftir blóðprufu eða sprautu eða e-d.. og já mig langaði líka að æla þegar ég var að lesa þessa færslu, þannig að ég er ekki hissa að þú hafir verið glær! ;o/

BettýWettýOneFoot said...

já hann var ógeð, ég er náttlega ekki gerð fyrir svona lagaða!