Monday, March 22, 2010

Athyglisbresturinn minn í hámarki!

Þá fer aldeilis að styttast í heimferð :D
Ég byrjuð að pakka og búin að þvo fötin mín 2 dögum fyrir brottför sem er persónulegt met :) vaninn er frekar að gera það 2 tímum fyrir ;)
Maður neyðist víst til þess að skipuleggja tímann sinn þegar það er mikið að gera en ég fékk þetta geggjað spennandi verkefni í hendurnar í morgun sem ég á að skila eftir viku en langar helst að klára það áður en ég fer heim eða þá í allra seinasta lagi á föst :)

en um daginn var ég að passa hann Tristan litla og ég var nýbúin að gefa honum að borða og mamma hans búin að segja að hann væri ekki búin að kúka svo lengi og ekki leið á löngu fyrr en sá litli byrjaði að drulla svoleðis í bleygjuna sína eftir smá pirringskast og svo þegar mér hlotnaðist sá heiður að skipta á kauða þá gerði hann sér lítið fyrir og pissaði á mig!
ég er náttúrulega ekki vön því að passa svona litla stráka sem pissa bara uppí loftið eins og ekkert sé :) og svo hló hann bara:


Hér sjáiði töffarann ánægðan með sig :)

Svo steinsofnaði hann bara og þorði ekki fyrir mitt litla líf að leggja hann frá mér svo hann myndi ekki vakna :) og ekki leiðinlegt að kúra með svona krútt í fanginu :)
um helgina fórum við svo í innflutningpartý til Guðnýjar og Hildar :) mér til mikillar skemmtunar höfðum við afsökun til að kíkja í eina af mínum uppáhaldsbúðum :D þar keyptum við dýrgripi á við krítatöflu, rykkúst, nefklemmu fyrir hrotum og skrælara svo e-ð sé nefnt :) auður tuðaði allan tímann um að við ætluðum sko ekki að vera þarna inní allan daginn! hún fær ekki eins mikla gleði út úr því að vera þar inni eins og ég :)

Við sjáumst hress og kát á Íslandi 24. mars en ykkur danmerkubúa sé ég bara þegar ég kem til baka 3. apríl :o)

Tuesday, March 16, 2010

Draumaprinsinn :)

Í öll þessi ár hef ég verið að leita á röngum stöðum en nú hef ég loksins uppgötvað hvað það er sem mig vantar :)

Drauma prinsinn þarf að vera traustur, öruggur, mjúkur, góður hlustandi, vera áfallt tilbúin til að taka á móti mér þegar ég kem þreytt heim eftir langan og erfiðann dag, hugsa fyrst og fremst um mínar þarfir sem eru aðallega að vera áfallt tilbúin með e-ð kalt handa mér að drekka, alltaf til í að nudda mig og geta haldið á mér :D

Það besta við drauma prinsinn sem ég var loksins að finna er að ég þarf aldrei að hlusta á tuðið í honum eða stjana í kring um hann :Mig hefur alltaf langað í lazyboy en þessi myndi einfaldlega uppfylla allar mínar þarfir! Ég er strax farin að safna fyrir honum :) því gripurinn kostar sitt!

Thursday, March 11, 2010

Öryggið á oddinn!

Nú í sept eru það 2 ár síðan ég keypti hjólið mitt fína :) og þar af leiðandi er ég búin að ætla kaupa mér hjálm í næstum 2 ár :S
Úrvalið af hjálmum er rosalegt! Mig langar samt í e-n bjánalega töff hjálm en þeir eru bara oft svo dýrir :( þetta er til í öllum gerðum og litum og ég hef fundið myndir af uppáhladshjálmunum mínum :)
Hér erum við að tala um hjálm hjálmanna ég held það sé ekkert sem getur komið fyrir hausinn á manni ef maður er með þennan! Svo kæmist ég á urrandi siglingu um alla Odense því hann er svo straumlínu laga :)Ennþá betra væri það ef ég fengi mér svona spandex galla ;)
Þessi væri mjög góður í sumar þegar alla moskító flugurnar eru á sveimi og minni hætta á að éta þær og fá þær í augun :(
Svo er hægt að fá sér svona hatta sem maður bætir á hjálmana :) þá getur maður alltaf verið að skipta um lit eftir skapi ;)
Hér er hins vegar hjálmurinn sem ég mun örugglega fá mér :) finnst hann hallærislega töff ;)

Nafn mitt er hreinlega á þessum! ég hef bara aldrei séð hann nema á netinu svo ég efast um að ég geti keypt hann, annars myndi ég borga frekar marga peninga fyrir hann :)

Kinder hjálmurinn fer allavega á langa óskalistann minn svo ef þið eruð e-n tíman að spá í að gefa mér gjöf þá er þetta eitt af því sem myndi gleðja mitt litla hjarta afskaplega mikið :D

Monday, March 8, 2010

Bara get ekki hætt að blogga í nýju fínu tölvunni minni :D

Ég hef alltaf mikið pælt í orðinu skinka sem ungdómurinn í dag notar mikið! orðið skinka á að lýsa stelpu sem er allt of brún, málar sig of mikið og sýnir eins mikið hold og hún getur þeas bara andheiti yfir mig :)

Ég hef mikið pælt í uppruna orðsins og um daginn datt mér í hug að það kæmi af enska orðinu skank (eða drusla á góðri íslensku) og þeir segja það einmitt á urban dictionary að orðið lýsi stelpu sem klæðir sig eins og skank :) svo er hins vegar líka talað um að þetta orð sé notað vegna þess að þær séu svo illa brúnar eftir ljósabekki að húðin á þeim sé orðin eins og skinka :)

En á meðan rannsókn minni á orðinu stóð þá fann ég ennþá athyglisverðari orð sem lýsir ákveðnum dansi við ákveðna tegund tónlistar, ska heitir tónlistin :) dansinn heitir skanking og ætla ég mér að vera búin að læra þann dans almennilega fyrir næsta djamm því ég fann þessa fínu síðu sem kennir dansinn ;) ég held nú samt reyndar að ég hafi frekar oft tekið þennan dans á djamminu, vissi bara aldrei hvað ég var að gera fyrr en nú :) ég er náttúrulega bara með meðfædda danshæfileika ;)
Sjálf hef ég kosið að kalla þetta Papadansinn :) en þið dæmið bara sjálf:



og nú ætti fólk að vera öllu fróðara ;)

Sunday, March 7, 2010

Viiiiljiðii meiiiiiraaaa?

Hún Auður mín átti síðan afmæli mánudaginn 22. febrúar en þá var kellingin bara í skólanum og svo beint að vinna en ég gladdi hennar litla hjarta með nammiskál með bleiku glimmerkerti, kók í dós, kindereggjum og fótabaði þegar híun kom loks heim úr vinnunni ;)

Afmælisstelpan í fótabaði að blása á kertið sitt :)


Mér til mikillar ánægju kom Sandra mín svo í heimsókn föst 26. feb :) þá var kátt í höllinni!

Hér er hún komin og fyrst heima hjá mér datt henni í hug að merkja töskuna sína :D

Ég skellti að sjálfsögðu í pizzu fyrir Söndru mína! og svo skelltum við okkur á þorrablótsball útí rassgati :)

Við byrjuðum á því að klára allan tópas sem til var á bænum :)

Síðan var dansað og djammað þar til nýr dagur kom og vel rúmlega það ;)


Sunnudagurinn fór því miður í það að sofa og jafna sig fyrir næsta djamm :) en á mánudeginum lá leið okkar til Kaupmannahafnar og fengum að gista þar hjá Önnu Hansen.

Við fórum yfir til Telmu og borðuðum með þeim skutlum áður en leið okkar Söndru lá á tónleika :)

Ég fékk lánaðar allar græjur hjá Telmu til að sýna þeim hvernig þær ættu að bera sig að í brekkunni ;) mikil skíðakona hér á ferð! kannski spurning um hæfni mína á skíðum en engin spurning um það að ég lúkka vel ;)

Sú rauðhærða sá um að skemmta okkur Söndru, hún er mjög hallærislega töff :)
mjög góðir tónleikar en allt of stuttir!


Ótrúlegt en satt þá tókst okkur Söndru bæði að taka réttan strætó á tónleikana og heim! en það var auðvitað of gott til að vera satt! þegar við erum komin á Istedgade (hórugötuna) þá kemur löggan og lokur götunni svo strætóinn kemst hvergi! öllum er hent út og sagt að labba að aðal lestastöðinni sem var mjög stutt, beint áfram nema hvað að við þurftum að labba krókaleið þar sem gatan var lokuð! sem betur fer voru margir í strætó svo við gátum fylgt hópnum og komumst loks á leiðarenda :) heilar á húfi


Daginn eftir fórum við og tókum túristann á Köben :) eftir nokkuð mikla leit þá fundum við hringturninn sem er turn sem er feitur kóngur lét byggja fyrir sig því allir aðrir turnar voru með stugum en hann nennti ómögulega að labba upp þá svo hann lét gera einn sem hægt væri að keyra hann upp í hestvagni! frekar hentugt að vera kóngur!

Við þurftum bara að labba upp, enginn hestvagn fyrir okkur :(

Á leiðinni upp fundum við margt sniðugt:

Klósett sem H.C Andersen og fleiri merkir menn kúkuð í og losuðu úr hasspípunum sínum þegar þær voru að læra á bókasafni sem var þarna í turninum :)

ógeðslega refalöpp með blóði ???

Lítil göt sem ég smellpassaði inní :D

og kossabekkinn sem ég sat á og beið eftir koss en enginn kom ;( nú eru sjálfsagt margir strákar þarna úti að naga sig í handabakið yfir því að hafa misst af þessu rosalega tækifæri!

Efst í turninum var rosa útsýni yfir alla köben og veðrið ekki af verri endanum :)

Sandra notaði kíkirinn til að skoða alla strákana sem löbbuðu um :)

Úfff þetta er nú mikið meira en nóg í bili!

Annars þá eru ekki nema 2 og hálf vikur í að ég komi á klakann:D