Monday, May 18, 2009

Lyn og torden / eldingar og þrumur...

Í dag var geggjað veður þegar ég vaknaði og þegar ég var á leiðinni heim úr skólanum var þessi líka rosalegi hiti :)

Ég var þvílíkt ánægð með veðurfarsbreytingarnar en svo þegar ég er búin að vera heima í hálftíma þá byrja ég að heyra í þrumum og síðan byrjar þessi líka hellidemba! man bara ekki eftir að hafa séð annað eins!

Ég bara aaaalein heima þar sem Auður er að vinna og alveg skíthrædd! Síðan segir Beta mér að það sé ekki skrítið að ég sé hrædd þar sem að það hafi maður dáið í dag vegna eldingar :O
Ég kíkti á netið og sá þar grein um það að maður á 60 tugs aldri hafi látið lífið í dag, hann var í sakleysi sínu að spila gólf á norður jótlandi saman með vini sínum sem slapp þó lifandi frá þessari gólfæfingu!
Segið svo ekki að gólf sé ekki hættulegt!
Á föstudaginn lagði ég mig svo aðeins fyrir maí hátíðina í skólanum, ég setti kælikrem á bakið á mér og fór þess vegna ekki í neitt að ofan þegar ég laggðist upp í rúm svo allt í einu er dinglað :/
og ég stökk til dyra, hefði ekki gert það nema þar sem mamma var nýbúin að senda pakka af stað þá átti ég von á póstberanum sem ég var búin að gleima!
Ég henntist í peysu sem ég náði ekki að renna upp og fór til dyra... það heppnaðist ekki betur að taka á móti pakkanum en það að póstberinn varð svo heppinn að fá að sjá allavega á mér annað brjóstið og hann varð eins og auli og var að labba í burtu þegar ég spurði hvort ég ætti ekki að kvitta á e-ð sem ég mátti það endilega gera :) (held að það sé frekar mikilvægt) þá hélt ég bara pakkanum fyrir barminn á mér til að særa ekki bligðunarkennd greyið póstberans meira :)
En í pakkanum var alls kyns fínerí sem ég hafði bara gaman af að fá :D fullt af nammi sem ég hef saknað frá Íslandi ;Þ leikskrá frá leikritinu sem Guðrún systir er að leikstýra! 2 spari klútar frá mömmu og fleira dót.... eins og:
Þessir glæsilegu ullarsokka frá Betu ömmu :D ég var einmitt að vera búin með alla ullasokka, eða bara komin tími til að stoppa í ;)

Síðan þennan fína segul á ísskápinn :) bara krúttulegt!

Síðast en ekki síst þessi flotta mynd af okkur feðginum á hestbaki fyrir utan grænumörkina :) litla montna hestakellingin brosir út af eyrum :D og pabbi bara rétt skriðinn yfir 20 tugt ;) þvílíkur töffari :)

Sunday, May 17, 2009

partey partey!

Ótrúlega gott kvöld í gær :)
Fórum í partý til stelpnanna á overgade og þar var mikill fögnuður. Ég er mjög sátt við flutninginn hjá löndunum mínum; Ísland, Danmörk og Noreg ;) og mjög svo ánægð með endalokin
Hér eru íbúarnir á overgade að fagna öðrusætinu.
Góða veðrið okkar er víst á Íslandi núna en þá fengum við Auður bara tækifæri til að fara niðrí bæ með regnhlífar eins og fínar konur ;) það er víst þannig að sólin getur ekki bæði verið hér í Danmörku og á Íslandi :( þannig að njótið þess á meðan þið getið, hún á að vera hér í DK á morgun :D

Meira hef ég nú ekki að segja, er alveg tóm í hausnum!
42 dagar í heimkomu ;)

Sunday, May 10, 2009

Kubb er málið!

Venjulegt laugardagskvöld í Björnemosen 54 A...


Byrjuðum á því að fá okkur boost í kvöldmatinn, síðan kíktum við út í garð til að prófa nýja spilið, Kubb sem Auður keypti. Eftir að við fengum að prófa spilið í afmælinu þá bara urðum við að fá svona :) Laufey setti inn link inná sína síðu með leiðbeiningum af spilinu sem þið getið séð hér ;) ef þið hafið möguleika á því að prófa þá mæli ég með því!


Hér má sjá að ég á alla kubbana mína eftir á meðan Auðurá bara einn kubb eftir tíhí, ég er semsagt að vinna þar sem hún er ekki búin að hitta einn hjá mér ;)

Við fengum okkur 2 bjóra í leikpásunum okkar :)
Þegar við vorum hættar að spila þá prófuðum við sápukúlurnar mínar sem ég gat engan veginn sleppt því að kaupa í Bilka :)
Ótrúlega fallegar í myrkrinu :) eftir að við fegnum nóg af því að leika okkur og það var orðið mjög dimmt útí þá fórum við inn að horfa á Madagascar 2 sem er ansi góð mynd og ég mæli eindregið með!
Þá var loks komið að mæðradeginum, ég vaknaði kl 9 og byrjaði á því að sendi elsku mömmu minni sms og óska henni til hamingju með daginn :)
Síðan fórum við Auður niðrí bakarí og keyptu handa mömmum okkar þessa fallegu jarðaberjaköku og borðuðum hana fyrir þær í tilefni dagsins :D hvað gerir maður ekki fyrir mömmu sína ;)
Þegar við vorum búnar að borða þá skelltum við okkur út, í Kubb að sjálfsögðu! og hér má sjá mína rosalegu takta sem ég er búin að þróa;)
Beta fékk líka að vera með og hún er alveg með keppnisanda á við heilt íþróttalið!

Auður fær alveg verðlaunin fyrir flottustu taktana, það verður seint tekið frá henni en ég er alveg til í að fólk reyna fyrir sér í að ræna af henni titlinum ;) mér fannst ekkert leiðinlegra að horfa á þær spila en að spila sjálf þar sem Beta hefur þetta keppnisskap og Auður þessa fallegu takta :D
Jæja það lítur út fyrir að veðrið sé aftur eins og það á að vera þannig að ég verð kannski duglegri að setja inn sólarmyndir af okkur... þess má geta að ég held ég hafi brunnið pínu í dag :/ gleimdi að sólarvörn á tvo bletti á bakinu og var ekki nógu dugleg að bera á axlirnar! en þið fáið kannski myndir af því við tækifæri ;)
Veriði sæl og blessuð, hlakka til að sjá ykkur í sumar ;)

Saturday, May 9, 2009

Nammi namm


Mmmmm við Auður skruppum á ársfund íslendingafélagsins í gær til að kaupa okkur íslenskt nammi :) nissa með lakkrís og nóa síríus rjómasúkkulaði með hnetum varð fyrir valinu :Þ

Við létum okkur nú hverfa fljótlega svo við þyrftum ekki að sitja fundinn en leið okkar lá líka niðrá raskinnu kollegie til að leika okkur í útileikjum og skemmtilegheit í tilefni 30 tugs afmæli Einars Loga. Nema það að við tókum strætó niðrá lestastöð sem við biðum eftir í klukku tíma og stoppuðum svo á lestastöðinni til að fá okkur mcdonalds og þá gátum við loksins tekið strætó á leiðarenda. Þetta mikla ferðalag endaði með því að taka okkur 3 tíma þannig að við misstum af útileikjunum og komum þegar flest allir voru farnir heim að borða:) en við fengum að prófa leik sem heitir Kubb og má líkja við boccia... Ég rústaði auðvitað Auði og fann þarna leyndan hæfileika !

Við kellurnar að bíða eftir strætó :)

Planið hans Einars Loga um að sitja úti og kveikja á varðeld fór í vaskinn þar sem það byrjaði að hellidemba um það leiti sem hann ætlaði að kveikja í :/
Þá var bara að skella sér yfir í mússíkhúsið og spila þar á gítar og syngja:) mjög skemmtilegt kvöld þrátt fyrir mikla þreytu sem helltist yfir mig allt of snemma... við þraukuðum þó til kl 2.30 eða svo.

50 dagar í heimkomu ;)

Sunday, May 3, 2009

Sumar og sól...

Sambýliskona mín skaut á mig áðan og hrósaði mér fyrir að vera svona dugleg að blogga :)


Það var ekkert smá stórt páskaegg sem stelpan fékk! ég þurfti alveg að taka mér marga daga í þetta.... en gott var það!

Veðrið er búið að vera yndislegt! ég var eins og karfi í framan í gær og er ennþá ansi rauð á bringunni en ég er ekkert brunnin því ég maka á mig sólarvörn ;)
Neyðin kennir naktri konu að spinna eða eins og ég vil hafa það: hitinn kennir klæddri konu að klippa;)

Helst í fréttum er að við Auður sofum ekki saman lengur því mín náði í rúmið sitt á mánudaginn :D og í leiðinni keyptum við garðhúsgögn og Auður fékk sér kommóðu og náttborð!

1.maí fórum við niðrí Munke mosen ( þar sem fullorðinsleiktækin eru laufey;) ) þar var alls kyns húllum hæ en engin mótmæli enda hafa danir ekki neitt að mótmæla um held ég....
Sætar og súkkulaðibrúnar í sólinni;)