Saturday, May 9, 2009

Nammi namm


Mmmmm við Auður skruppum á ársfund íslendingafélagsins í gær til að kaupa okkur íslenskt nammi :) nissa með lakkrís og nóa síríus rjómasúkkulaði með hnetum varð fyrir valinu :Þ

Við létum okkur nú hverfa fljótlega svo við þyrftum ekki að sitja fundinn en leið okkar lá líka niðrá raskinnu kollegie til að leika okkur í útileikjum og skemmtilegheit í tilefni 30 tugs afmæli Einars Loga. Nema það að við tókum strætó niðrá lestastöð sem við biðum eftir í klukku tíma og stoppuðum svo á lestastöðinni til að fá okkur mcdonalds og þá gátum við loksins tekið strætó á leiðarenda. Þetta mikla ferðalag endaði með því að taka okkur 3 tíma þannig að við misstum af útileikjunum og komum þegar flest allir voru farnir heim að borða:) en við fengum að prófa leik sem heitir Kubb og má líkja við boccia... Ég rústaði auðvitað Auði og fann þarna leyndan hæfileika !

Við kellurnar að bíða eftir strætó :)

Planið hans Einars Loga um að sitja úti og kveikja á varðeld fór í vaskinn þar sem það byrjaði að hellidemba um það leiti sem hann ætlaði að kveikja í :/
Þá var bara að skella sér yfir í mússíkhúsið og spila þar á gítar og syngja:) mjög skemmtilegt kvöld þrátt fyrir mikla þreytu sem helltist yfir mig allt of snemma... við þraukuðum þó til kl 2.30 eða svo.

50 dagar í heimkomu ;)

2 comments:

Unknown said...

haha ég hef líka prófað kubb, svaka leikur ;)

ómæ 50 dagar... hljómar mun styttra en 28.júní!

Laufey Sif said...

Vúhú! Alltaf stuð hjá Betty!