Sunday, May 10, 2009

Kubb er málið!

Venjulegt laugardagskvöld í Björnemosen 54 A...


Byrjuðum á því að fá okkur boost í kvöldmatinn, síðan kíktum við út í garð til að prófa nýja spilið, Kubb sem Auður keypti. Eftir að við fengum að prófa spilið í afmælinu þá bara urðum við að fá svona :) Laufey setti inn link inná sína síðu með leiðbeiningum af spilinu sem þið getið séð hér ;) ef þið hafið möguleika á því að prófa þá mæli ég með því!


Hér má sjá að ég á alla kubbana mína eftir á meðan Auðurá bara einn kubb eftir tíhí, ég er semsagt að vinna þar sem hún er ekki búin að hitta einn hjá mér ;)

Við fengum okkur 2 bjóra í leikpásunum okkar :)
Þegar við vorum hættar að spila þá prófuðum við sápukúlurnar mínar sem ég gat engan veginn sleppt því að kaupa í Bilka :)
Ótrúlega fallegar í myrkrinu :) eftir að við fegnum nóg af því að leika okkur og það var orðið mjög dimmt útí þá fórum við inn að horfa á Madagascar 2 sem er ansi góð mynd og ég mæli eindregið með!
Þá var loks komið að mæðradeginum, ég vaknaði kl 9 og byrjaði á því að sendi elsku mömmu minni sms og óska henni til hamingju með daginn :)
Síðan fórum við Auður niðrí bakarí og keyptu handa mömmum okkar þessa fallegu jarðaberjaköku og borðuðum hana fyrir þær í tilefni dagsins :D hvað gerir maður ekki fyrir mömmu sína ;)
Þegar við vorum búnar að borða þá skelltum við okkur út, í Kubb að sjálfsögðu! og hér má sjá mína rosalegu takta sem ég er búin að þróa;)
Beta fékk líka að vera með og hún er alveg með keppnisanda á við heilt íþróttalið!

Auður fær alveg verðlaunin fyrir flottustu taktana, það verður seint tekið frá henni en ég er alveg til í að fólk reyna fyrir sér í að ræna af henni titlinum ;) mér fannst ekkert leiðinlegra að horfa á þær spila en að spila sjálf þar sem Beta hefur þetta keppnisskap og Auður þessa fallegu takta :D
Jæja það lítur út fyrir að veðrið sé aftur eins og það á að vera þannig að ég verð kannski duglegri að setja inn sólarmyndir af okkur... þess má geta að ég held ég hafi brunnið pínu í dag :/ gleimdi að sólarvörn á tvo bletti á bakinu og var ekki nógu dugleg að bera á axlirnar! en þið fáið kannski myndir af því við tækifæri ;)
Veriði sæl og blessuð, hlakka til að sjá ykkur í sumar ;)

5 comments:

Unknown said...

bahahaa... sjá þessu flottu takta! :D en vá hvað ég iða af mikilli öfund hérna, horfi út í rigninguna og rokið og vibbann... Þetta er svo mikið sældarlíf hjá ykkur :)

Beta kokkur said...

Þetta var mjög skemmtilegt ( þó að ég tapaði :( ) en við verðum endilega að taka svona dag aftur...ég skal reyna að róa mig :)

Sandra Dís said...

ég vil fá þetta spil í eina útileiguna! ö-a gaman að spila þetta í grenjandi rigningu ;)

BettýWettýOneFoot said...

já ég ætla að kaupa svona þegar ég kem heim ;) og skora hér með á þig í leik í grenjandi rigningu í vík í mýrdal!

Unknown said...

ég skal vera memm líka!