Friday, March 27, 2009

,, að bjóða stelpu uppí glas er bara fyrirframgreiðsla uppí kynlíf"

Þessa fínu setningu las ég á blogginu hjá Sverri Stormsker :) þar skrifar hann mjög góða grein um hvernig VG gengur að koma efnahagsástandinu heima í lag....

Ég skemmti mér konunglega við lesturinn og mæli með því að þið lesið hana líka :) kommentin á eftir greininni eru ekki síðri ;)

Ég er ekki mikill pólitíkus og ekki bundin neinu flokk, veit ekki hvort ég muni nokkurn tíma finna minn flokk :)
Helst myndi ég vilja velja einstaklinga úr hverjum hóp og setja í einn. Það finnst of mikið af kjánum í pólitíkinni verð ég að segja

Jæja nóg um það, vildi bara benda á þessa grein.... Njótið vel

Tuesday, March 24, 2009

Sól sól skín á mig...

Það styttist óðum í flutning í meyjarskemmuna okkar Auðar :)
við erum byrjaðar að pakka, búnar að losa okkur við eins og 5 svarta ruslapoka af; fötum, dósum, rusli ofl. búnar að setja í nokkra kassa og allt að verða tilbúið! efsta á listi yfir nauðsynlega hluti sem okkur vantar eru garðstólar sem hægt er að liggja í, grill, rúm handa mér og gardínur!

Annars er ég bara að bíða eftir sumrinu líka! Veðrið hér er nákvæmlega eins og heima; rigning eina mínútuna svo sól og rétt á eftir snjókoma! það er einfaldlega ekki hægt að klæða sig eftir veðri!

Á föstudaginn fór ég í fastelavnfest í skólanum sem er eins konar öskudagspartý á góðri íslensku. Ég bjó til búninginn sjálf, þvílíkt stolt :D eina var að það er ekki nógu greinilegt hvað ég er en fyrir ykkur sem sjá það ekki á myndinni þá klæddi ég mig upp sem íslanska krónan.... í blíðu og stríðu;)
Kötturinn var sleginn úr tunnunni, það var farið í limbó og dansað upp á borðum eins og dönum einum er líkt.
Vinkona mín á myndinni er klædd sem Gandhi, þið getið googlað ef þið vitið ekki hver það er! en stelpan tók búningakeppnina ansi alvarlega og tjóðraði niður á sér brjóstin og setti sokkabuxur á hausinn á sér! þetta er sem sagt stelpa já og Gandhi er karlmaður fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér;)

Svo vorum við þrjár stelpur á leiðinni heim til einnar, hjólandi í gegn um skó og alveg að fara beygja þegar ég dett af hjólinu :) þær voru ekki alveg að fatta það að ég rataði ekki og ég fattaði það aðeins of seint að við áttum að beygja;) ég slapp nú samt með rispað hné...

Auður sagði að ég ætti að láta mér þetta að kenningu verða og vera ekki að hjóla þegar ég er búin að drekka en ég ætla ekki að gefast upp! Æfingin skapar meistarann! og maður er ekki maður með mönnum hér nema geta hjólað þó maður sé búin að fá sér aðeins í aðra tánna!

Annars verð ég að fara kaupa mér spinning skó þar sem ég er svo dugleg að mæta í spinning! Vaknaði með Auði minni kl 6 í morgun og mætti í spinning kl 7! þá á maður sko skilið að kaupa sér spinningskó, ef ekki bara spandex spinningbuxur með rasspúða líka!

Að lokum vil ég minna á að heimsóknatímar eru allan ársins hring hér í Danmörku, þar eru engin takmörk, nema kannski að það er skemmtilegra að þið komið ekki á meðan ég er á Íslandi eða í prófum;)

Monday, March 9, 2009

Nýjungar

Það er svo margt sem ég er að prófa nýtt um þessar mundir...

Fór út að hlaupa á fimt með Auði, hlupum nú enga voða vegalengd en hlupum þó! Síðan vaknaði mín á laug morgni kl 8 og fór út að hlaupa!!! Svo á leiðinni í skólann þá sá ég þessi krúttulegu hreindýr bara 3 metra frá mér :O

Það var þannig að ég var að gera eitt af þessum skemmtilegu helgarverkefnum í skólanum, ekki það að ég sé orðin það skynsöm að vakna snemma og læra um helgar án þess að ég neyðist til þess:) ég er nú ennþá mannleg!

Jæja síðan bauð Beta (Elísabet Þorvarðardóttir ekki ég í 3. persónu) okkur Auði og Þórunni í sushi :) ég var mjög hrædd við að prófa þetta, ekki mjög hrifin af tilhugsuninni við að fá orma í magann! en Beta gerði bara sushi með elduðu krappalíki og lax sem var reyndar hrár en búið að frysta í nægan tíma til að drepa ormana! þannig að allir ormarnir inní mér eru þó dauðir ;)


Hér erum við tilbúnar að háma í okkur sushi!

Ég gleimdi næstum því að segja frá spinning reynslu minni! Ég þorði loksins að fara í spinning því Þórunn vildi fara með mér :) hætti mér ekki ein í þessa rosalegu tíma! Við byrjuðum á því að fara bara í 30 mín tíma svona til að byrja með:) maður þarf að leigja sér skó og alles, þetta er ekkert djók sko! ég svitnaði eins og svín en þetta var rosa stuð og ég ætla mér að mæta einu sinni í viku og mæti örugglega fyrr en varir í 45 mín tímann ;)

Jæja ég man ekki eftir fleiri nýjungum í bili... ég vona bara að allir hafi það ennþá gott heima :)

Síðast en ekki síst vil ég óska afmælisbörnum mánaðarins til hamingju með áfangann og öllum konum til hamingju með sunnudaginn síðasta!

ef ég vitna nú í idolin mín svona sem loka orð ;)

Girl power!

Tuesday, March 3, 2009

Laufey mín er farin...

Jæja það var því miður ekkert alvöru djamm á okkur Laufey.

Það mætti halda að það hefði verið mjög leiðinlegt já okkur miðað við hvað við gerðum asnalega hluti! En það var bara svo gaman hjá okkur að við gleymdum að djamma! og kannksi vegna þess að hún var hjá mér mán, þri og mið nætur:)
en ég tók bara mynd af Laufey þegar hún var að fara og þær eru heima og ég í skólanum þannig að ég ræni þessum bara frá Laufey
Hér erum við útiteknar og sætar í miðjum hjólatúr í leit að gömlu barnfóstrunni hennar Laufeyjar:) hún fannst ekki enda vorum við að leita á röngum stað en við fengum allavega að finna þessa líka fínu skítafýlu í staðinn og minnka á okkur rassgatið um alltaf og mikið :D
Hér er svo eina djamm myndin af okkur! Þarna er ég með merktu krúsina mín við hönd og Laufey fékk bara venjulega. En næst þegar Laufey kemur þá verður bæði barnfóstran fundin og Laufey vinnur sér inn merkta krús! Það á líka við um ykkur öll hin sem eigið eftir að koma og fá krús ;)

Jæja hér er fyllerísmynd af okkur Auði í staðin:) þessi er stolin af henni Berglindi sem var ein af 4 sem bauð okkur í innflutningspartý í 200 fm íbúðina sína! Auður var e-ð leiðinlega full þannig að ég reyndi að drepa hana, hún fór því snemma heim því hún átti erfitt með andadrátt ;) ykkur er velkomið að nota þetta bragð ef þið viljið!

e.s. ef ykkur finnst ég e-ð léleg að blogga þá vil ég bara benda á hvað fólk er lélegt að komment og hana nú!