Monday, March 9, 2009

Nýjungar

Það er svo margt sem ég er að prófa nýtt um þessar mundir...

Fór út að hlaupa á fimt með Auði, hlupum nú enga voða vegalengd en hlupum þó! Síðan vaknaði mín á laug morgni kl 8 og fór út að hlaupa!!! Svo á leiðinni í skólann þá sá ég þessi krúttulegu hreindýr bara 3 metra frá mér :O

Það var þannig að ég var að gera eitt af þessum skemmtilegu helgarverkefnum í skólanum, ekki það að ég sé orðin það skynsöm að vakna snemma og læra um helgar án þess að ég neyðist til þess:) ég er nú ennþá mannleg!

Jæja síðan bauð Beta (Elísabet Þorvarðardóttir ekki ég í 3. persónu) okkur Auði og Þórunni í sushi :) ég var mjög hrædd við að prófa þetta, ekki mjög hrifin af tilhugsuninni við að fá orma í magann! en Beta gerði bara sushi með elduðu krappalíki og lax sem var reyndar hrár en búið að frysta í nægan tíma til að drepa ormana! þannig að allir ormarnir inní mér eru þó dauðir ;)


Hér erum við tilbúnar að háma í okkur sushi!

Ég gleimdi næstum því að segja frá spinning reynslu minni! Ég þorði loksins að fara í spinning því Þórunn vildi fara með mér :) hætti mér ekki ein í þessa rosalegu tíma! Við byrjuðum á því að fara bara í 30 mín tíma svona til að byrja með:) maður þarf að leigja sér skó og alles, þetta er ekkert djók sko! ég svitnaði eins og svín en þetta var rosa stuð og ég ætla mér að mæta einu sinni í viku og mæti örugglega fyrr en varir í 45 mín tímann ;)

Jæja ég man ekki eftir fleiri nýjungum í bili... ég vona bara að allir hafi það ennþá gott heima :)

Síðast en ekki síst vil ég óska afmælisbörnum mánaðarins til hamingju með áfangann og öllum konum til hamingju með sunnudaginn síðasta!

ef ég vitna nú í idolin mín svona sem loka orð ;)

Girl power!

3 comments:

Unknown said...

jii leigja ser skó fyrir spinnig þeir eru nú aldeilis pró þarna í danmörkinni;) líst vel á þetta

Harpa Rún said...

ojj er ekki táfýla af skónum??

Annars lýst mér vel á þig að vera dugleg að prófa nýja hluti... Það hafa allir gott af því! :)

BettýWettýOneFoot said...

ég er samt fegin að vera með litlar fætur og þurfa ekki að nota skó eftir svietta kalla!!! annars eru kjánalega margir sem eiga svona skó þannig að þeir eru ekkert allt of mikið notaðir held ég ;)