Friday, October 31, 2008

Björt framtíð

Ég steingleimdi að segja ykkur frá því að þegar ég var að skoða í rauðakrossbúðinni þá kemur upp að mér maður og spyr hvort að hann megi taka myndir af mér fyrir e-ð blað á meðan ég var að skoða??? ég varð eins og kjáni en sagði já og svo bara fór hann að taka myndir á meðan ég skoðaði hálf kjánalega e-ð! loks sagði hann takk og fór! ég náði ekki að spurja hann aftur fyrir hvaða blað þetta væri en ég er allavega komin með framtíðarstarf til vara ef hagfræðin gengur ekki upp;)

Svo var ég að pússa silfrið mitt um daginn því ég mundi allt í einu eftir því að hafa lesið eða heyrt e-s staðar að maður ætti að nota tannkrem og það svona svínvirkar:



Svo keypti ég mér loksins ljós í gær í herbergið mitt nema hvað að ég fæ þetta fína ljós í IKEA með leiðbeiningum um hvernig á að setja það upp:

Svo er bara e-ð gat í veggnum:


Mér var sagt að taka lokið af og þá ættu að vera snúrur inní og samkvæmt leiðbeiningunum eiga að vera snúrur í loftinu eða í veggnum sem ég á að tengja í en þá kom þetta í ljós:
Hvað á ég að gera við þetta??? Það er svo erfitt að hafa engan pabba nálægt til að redda svona hlutum! ég verð að vara kynnast e-m handlögnum manni hér, þetta gengur ekki lengur!

Wednesday, October 29, 2008

Aumingja íslendingarnir!

Eins og kannksi margir vita þá gera íslenskir námsmenn farið í hjálpræðisherinn og fengið matarmiða! ég er ekki alveg að mana mig upp í það þótt að hann faðir minn sé æstur í að ég geri það:) mér finnst ég ekki þurfa á því að halda og finnst að þeir sem þurfa þess ættu frekar að gera það... svo var líka frítt fyrir alla íslendinga á íshokkíleik í gær en ég komst ekki á hann... danirnir hjálpa okkur alveg þeir bara skemmta sér við það í leiðinni;)

Þá eru það blessuðu meðleigjendur mínir: annar þeirra er mjög nördalegur og er alltaf inni hjá sér í tölvunni og borðar meira að segja inni hjá sér! hann kalla ég Ljót:)

Hinn er aldrei heima og er ekki komin með neitt ljós inn til sín og sefur á vindsæng. Hann kalla ég hins vegar Ljótari... Hann er feitur og ljótur með vatnsgreitt hár.

Ég sé hann næstum á hverjum morgni á leiðinni í sturtu og þá er hann með sængina sína utan um sig og ekkert sængurver! hann á greinilega ekkert handklæði og notar bara bol sem er alltaf inná baði til að þurka sér. svo þegar hann er búin í sturtu þá er allt blautt og þar á meðal handklæðið mitt sem ég notaði fyrir hend urnar og klósettpappírinn!

Ég get ekki sagt að ég sé mjög ánægð með þá en það er fínt að búa með Ljót því það fer ekkert fyrir honum, hinn er hins vegar ekki að venjast!



Það er samt allt út í jóladóti út um allt og það var meira að segja verið að spila jólalög í einni búðinni sem ég fór í í dag! það er full mikið af því góða!

Ég fór hins vegar í uppáhaldsbúðina mína sem er rauðakrossbúð fyrir notað dót og þar keypti ég jóladúk og svuntu í stíl;) ég bara stóðst ekki mátið:D og líka kertastjaka á 3 kr danskar







Saturday, October 25, 2008

Kreppumatur:D

Helga Siggi, mamma hennar Auðar var svo elskuleg að gera grifflur handa mér sem ég er svo líka rosa mikil gella með;)
Þarna er frysti hillan mín full af hakki og kjúkkling :) svona fer maður að í kreppunni krakkar mínirSvona gerir maður...
Hér eru svo myndarlegir hamborgarar sem við Anna munum háma í okkur annað kvöld en friggadellurnar eru í kvöldmatinn;) jammíAuður bauð okkur í mat á föstudaginn, þvílik húsmóðir sem hún er orðin... hún er á lausu strákar mínir;) en þið skuluð hafa hraðar hendur því svona myndakvennmaður er ekki lengi á lausu!
mmmm þarna sjáiði meystaraverkið nýkomið út úr ofninum; lax með púðursykri og hnetum namminamm
Og meðlætið auðvitað...
þá er þetta komið á diskinn og bjórinn auðvitað með:)

Þessa líka dýrindis ostakaka hvarf á nokkrum mínútum!

Þarna sjáiði Auði að verki...

Odense Zoo

Jæja ég er búin að fara með Önnu í dýragarðinn en þeir vildu nú ekki taka við henni... Nóg af apaköttum að klifra og fíflast um;)

en hér eru nokkrar myndir:
Sjáiði hvað þessir eru að gera? ég bað Önnu einmitt að snyrta mig svona þegar við kæmum heim, fékk nú ekki miklar undirtektir:)

Skjaldbökurnar voru algjör snilld... risa stórar og hálf klunnalegar.


Þessi var bara flottur. En virkaði samt soldið einmanna greyið


Þetta kvikindi veit enginn hvað heitir eða hvað það étur...


Hér kemur annað svipað kvikindi:)



Þessir voru líka soldið spes, sýndu okkur engan áhuga og átu bara spítur.


Frekar óhuggnalegt líka.



Sætu smáhestarnir. Mig klæjaði í puttana því mig langaði svo mikið að skella mér á bak:)


Pínulitlar smágeitur með stökk kraft á við kengúru!


Ég varð víst bara að taka hana með mér til baka...

Saturday, October 18, 2008

Cillit bang, og snavset er væk!

Önnu hlotnaðist sá heiður að hjálpa mér að þrífa það sem nú má loks kalla meyjarskemmuna mína:) með nokkrum cillit bang brúsum og fínu stelpudóti má gera hvaða svínastíu sem er í fínni meyjarskemmu;)

það er komið í ljós að ég bý með tveim strákum en ég hef bara hitt annan þeirra og hann er lítill, feitur, með vatnsgreitt hár og bleitir allt þegar hann fer í sturtu! ég vona bara að hinn sé aðeins skárri :(

en myndir segja meira en þúsund orð:




en svo fór þetta að líta rosa vel út og ég keypti nýtt sturtuhengi og sætan dúk á eldhúsborðið:)

En engar áhyggjur ég hef alveg ennþá tíma til að djamm og ég og Auður fórum á októberfest á bar á einu kollegie inu þar sem við fengum bjóra við hæfi:

Wednesday, October 8, 2008

Súkkulaði hár fyrir súkkulaði stelpu:)

Búin að kaupa mér lit í hárið:) þá er bara að setja hann í eða það er að segja láta Auði gera það og þá verð ég ekki með ógeðslegt hár lengur;)
Þetta hljóð fær mig alltaf til að brosa :D

Sunday, October 5, 2008

,,It's raining men halelúja!"

Ef þessi rigning heldur áfram þá gæti ég átt það á hættunni að komast í kjörþyngd!
Málið er að ég hjóla eins og brjálaðingur í þessari rigningu og tek fram úr öllum eins og ég hafi ekki gert annað alla ævi! þessir spinning tímar hjá Rakel og Einsa eru loksins að skila sér;)

Annars er ég á fullu að reyna finna mér e-ð til að sofa á, þá get ég flutt í herbergið mitt...
búin að fara núna tvisvar að reyna hitta á þennan herbergisfélaga en nei hann er greinilega aldrei heima!

Keypti lottómiða í fyrsta skipti á ævinni í gær af því að mig dreymdi svo mikinn mannaskít en ég vann ekki neitt! fékk mest 3 réttar og maður á að vera með 4 réttar til að vinna 46 kr og miðinn kostar 40 kr. þessi mannaskítsdraumur hefur greinilega bara verið skíta lánið mitt frá bankanum sem ég fékk greitt daginn eftir drauminn mikla!

að lokum vil ég benda ykkur á að Anna kemur eftir 6 daga :D

Friday, October 3, 2008

Aðeins að létta af mér!

Jæja eins og staðan er í dag þá er Ísland að skíta upp á bak!
Ég vissi alltaf að íslenska krónan væri ekkert rosalega góð og það væri að koma kreppa og e-ð en ég varð aldrei neitt rosalega vör við það. Nú fæ ég hins vegar beint í æð að finna fyrir þessu!

Herbergið sem ég er að leigja kostar 1751 danskar á mánuði og í febrúar var þetta ekki 23.000 ísl, þegar danska krónan var 13. En núna þegar danska krónan er 21,6 þá er þetta nærri 38.000 kr takk fyrir! Fyrsta mánuðinn þurfti ég að borga 6508 kr danskar, sem var e-r trygging og eins mánaðar húsaleiga. Í febrúar hefði þetta verið 84.000 ísl en nú er þetta 141.000.

Danirnir spurja mig alltaf hvort að ég fái svona SU eins og þeir, sem er einfaldlega styrkur frá ríkinu. Þeir fá e-ð um 5200 kr danskar á mánuði en nei ég reyna að útskýra fyrir þeim að ég fái LÁN frá íslandi uppá 3500 kr danskar! en þeir halda þá að ég skilji sig ekki og margendurtaka sig þangað til að þeir trúa mér en skilja samt ekkert í því...

Svo var það einn ónefndur sem sagði mér frá því að það væru ansi margar venjulegar huggulegar stelpur á mínum aldri að vinna á hóruhúsi hér niðrí bæ, það er víst svona "fínna" hóruhús og þær eru bara að vinna sér inn aukapening með skólanum. Ég veit ekki hvork þær séu að moka e-u dýru í nebbann á sér eða bara vanti nýja Prada tösku í hverjum mánuði? hvað ætli þær myndu gera í mínum sporum?

Getur e-r sagt mér af hverju við getum ekki haft það jafn gott og danirnir? ég veit að þeir borga mikinn skatt en ég held nú að þeir fái það til baka með samasem ókeypis heilbrigðis þjónustu
þetta finnst mér rosalega ósanngjarnt og ég hreinlega skammast mín fyrir að vera íslendingur!

ahh ég varð bara að létta á mér :D

Ég reyni nú að líta á björtu hliðarnar og þær eru að hjólið mitt sem ég keypti á 4000 kr danskar hefði kostað 52.000 í feb, kostaði mig 66.000 en kostar núna 86.000... maður er alltaf að græða;)

Svo vil ég einnig nýta tækifærið og óska henni Auði til hamingju með það að hún fær SU, e-ð verður greyið stelpan að fá fyrir að þurfa hafa mig allan þennan tíma;)


p.s. ég lofa aðeins hressari bloggfærslu í kvöld þegar ég er búin að flytja... við gátum það ekki í gær vegna tæknilegra erfileika

Thursday, October 2, 2008

Blahh

Sorrý elsku dúllurnar mínar hvað ég er búin að vera léleg en ég mun blogga í kvöld, síðasta lagi í fyrramálið og setja inn myndir af nýju íbúðinni minni;)