Wednesday, October 29, 2008

Aumingja íslendingarnir!

Eins og kannksi margir vita þá gera íslenskir námsmenn farið í hjálpræðisherinn og fengið matarmiða! ég er ekki alveg að mana mig upp í það þótt að hann faðir minn sé æstur í að ég geri það:) mér finnst ég ekki þurfa á því að halda og finnst að þeir sem þurfa þess ættu frekar að gera það... svo var líka frítt fyrir alla íslendinga á íshokkíleik í gær en ég komst ekki á hann... danirnir hjálpa okkur alveg þeir bara skemmta sér við það í leiðinni;)

Þá eru það blessuðu meðleigjendur mínir: annar þeirra er mjög nördalegur og er alltaf inni hjá sér í tölvunni og borðar meira að segja inni hjá sér! hann kalla ég Ljót:)

Hinn er aldrei heima og er ekki komin með neitt ljós inn til sín og sefur á vindsæng. Hann kalla ég hins vegar Ljótari... Hann er feitur og ljótur með vatnsgreitt hár.

Ég sé hann næstum á hverjum morgni á leiðinni í sturtu og þá er hann með sængina sína utan um sig og ekkert sængurver! hann á greinilega ekkert handklæði og notar bara bol sem er alltaf inná baði til að þurka sér. svo þegar hann er búin í sturtu þá er allt blautt og þar á meðal handklæðið mitt sem ég notaði fyrir hend urnar og klósettpappírinn!

Ég get ekki sagt að ég sé mjög ánægð með þá en það er fínt að búa með Ljót því það fer ekkert fyrir honum, hinn er hins vegar ekki að venjast!



Það er samt allt út í jóladóti út um allt og það var meira að segja verið að spila jólalög í einni búðinni sem ég fór í í dag! það er full mikið af því góða!

Ég fór hins vegar í uppáhaldsbúðina mína sem er rauðakrossbúð fyrir notað dót og þar keypti ég jóladúk og svuntu í stíl;) ég bara stóðst ekki mátið:D og líka kertastjaka á 3 kr danskar







2 comments:

Anonymous said...

æjæj með þann ljótari ,, okkur finnst þú alltaf flotturst og sædust

kveðja: Þórey og co.

Harpa Rún said...

ojj þú þarft að hrauna ljótari! Sýna honum hvernig maður hegðar sér kringum annað fólk... Gera hann hræddan ;)

En ég er ánægð með jóladúkinn, svuntuna og kertin! Svo gaman að hafa jólalegt.... :)