Wednesday, November 25, 2009

Minn tími mun koma!

Ekki búið að ganga allt of vel hjá mér uppá síðkastið!

Talvan mín er nú ekki búin að vera sú skemmtilegasta með því að vilja ekki slökkva á sér almennilega og taka sér svo uppí klst að kveikja á sér :( ég gat samt lagað það með því að sprauta lofti inní viftuna :)
síðan í gær byrjaði hún með e-ð vírusardæmi og þá hélt ég nú að hún væri alveg búin á því en ég náði að redda því með minni rosalegu tölvukunnáttu 8-) ( og smá hjálp frá vini ;) )

Síðan var nú botnunum náð í dag! þegar ég byrjaði á því að hella heilu vatnsglasi í rúmið mitt þegar ég var að reyna koma mér fram úr! og fór svo beint í það á fullu að þykjast læra þegar ég sé að það er búið að breyta próftöflunni aaaarg!
þá á ég að vera í prófi 18. jan!!! en ég sem var búin að panta mér miða til Íslands þann 17. :( þetta þýðir að ég þarf að fresta fluginu þar til 19. og hef því bara 13 daga á Íslandi í staðin fyrir 15 eins og planið var...

Ég er búin að senda þessum ömurlega skóla email til að fá það á hreint hvenær þeir verða búnir að ákveða sig endanlega hvernig þeir ætla nú að hafa þessa blessuðu próftöflu svo ég geti nú breytt miðanum í annað og síðasta sinn takk! einnig sendi ég þeim slæma orku með þessu lagi!

Ekki er allt þetta vesen að bæta skapið fyrir öll þessi verkefni eru í gangi! Af hverju þurfa þau öll að hellast á mann í einu? Svo þarf að gera þau öll í tölvu og það er bara svo margt annað sem mig langar til að gera í tölvunni heldur en þau! enda hef ég ekki verið svona dugleg að blogga í langan tíma :)

En til að bæta skapið mitt þá er elsku besti pabbi minn að koma heimsækja litlu stelpuna sína Á MORGUN :D þá kemur hann með fullar töskur af pökkum og mat handa okkur Auði! næsta blogg hlítur þá að verða aðeins skemmtilegra ;)

Monday, November 23, 2009

o here it goes again - OK Go

Nýja uppáhaldslagið mitt sem er alveg að koma mér í gegn um allt súrt og sætt :) það eru bara hápunktar dagsins míns þegar ég tek mér pásu frá vandamálum hagfræðarinnar og hlusta á þetta lag :D ég er alltaf við það að fara stökkva útí búð og kaupa mér 6 stk hlaupabretti og bjóða í partý ;)

Friday, November 20, 2009

Hagvöxtur!

(fyrirfram afsökun á leiðinlegu bloggi!)
Þá er tími kaffioverdose runninn upp!
Verkefnin hellast yfir mann eins og verið sé að reyna hrekja sem flesta úr náminu! Hvenær á maður eiginlega að hafa tíma til að skemmta sér???
Eitt ðaalverkefnið þessa dagana er ritgerð um verga landsframleiðslu (VLF). Í stuttu máli er það mælikvarði á hag þjóðar þeas vöxturinn á VLF frá ári til árs er hagvöxtur :)

Það brenglaða við þennan mælikvarða er hvað telst með í VLF.
Fyrir það fyrsta þá eykur það hagvöxst þjóðarinnar ef maður lendir í bílslysi þar sem það þarf að laga bílinn og fólk þarf jafnvel e-a umönnun eftir slysið. Á móti kemur að aðgerðir eins og að stækka vegi eða gera þá öruggari eykur einnig hagvökt.

Það væri samt líka asnalegt að telja ekki heilbrygðisþjónustuna eða vinnuna hjá bifvélavirkjunum sem hagvöxt.
Síðan telst ekkert með sem er ekki selt eða keypt útá markaði eins og öll vinna sem fólk gerir heima hjá sér!

Jæja þá eruði vonandi orðin e-ð fróðari um það hvað ég er að læra ;)

Thursday, November 5, 2009

Betra gerist það ekki :)

Þið kannist kannski við það að fara inn í búðir og enda með því að kaupa e-ð sem ekki allir telja að maður þurfi :)
Þannig er ég þegar ég fer inn í Tiger! Get einfaldlega ekki farið þangað inn án þess að kaupa e-ð ótrúlega sniðugt sem mig bráðvantar!
Hér er gott dæmi um e-ð ótrúlega sniðugt og e-ð sem maður verður að eiga:) flottari uppþvottahanska hef ég aldrei séð og það er allt annað að vaska upp núna!
Eini gallinn við hanskana er að hringurinn dettur stundum af :( ...
Og þá lítur elsdhúsið líka svona út, allt skítugt! Því við getum ómögulega vaskað upp þegar hringurinn er ekki á!Annars erum við ekki búnar að vera nógu duglega að djamma uppá síðkastið en hér er þó ein góð mynd af okkur hressum á djamminu :)

Við fórum í smá stelpu afmælis partý um daginn og þar var þessi æðislega krúttlega tík sem við létum plata okkur í að passa um jólin þar sem eigandinn er að fara til Íslands :) hún er bara æði! Auður þurfti aðeins meiri sannfæringu en ég þar sem henni er meinilla við hunda!
En tíkin stökk strax í fangið á Auði og lét hana ekki komast upp með neinn tepruskap! og ekki leið á löngu þar til þær voru orðnar perluvinkonur og Auður til í að hafa hana um jólin :D
Jólabúningurinn minn gengur annars mjög vel, næstum tilbúin með allar gjafir og búin að ákveða hvað við ætlum að baka og hvað þarf að láta senda okkur út :)
Svo lét ég skilaboð berast til íslendingafél. í Odense um að ég yrði bara að fá malt og appelsín fyrir jól og þau ætla flytja það inn :D það er ekki hægt að halda jól án þess!
Síðan styttist óðum í jólamarkaðinn í H.C.Andersen hverfinu :D þó kemst maður í alvöru jólaskap!