Thursday, November 5, 2009

Betra gerist það ekki :)

Þið kannist kannski við það að fara inn í búðir og enda með því að kaupa e-ð sem ekki allir telja að maður þurfi :)
Þannig er ég þegar ég fer inn í Tiger! Get einfaldlega ekki farið þangað inn án þess að kaupa e-ð ótrúlega sniðugt sem mig bráðvantar!
Hér er gott dæmi um e-ð ótrúlega sniðugt og e-ð sem maður verður að eiga:) flottari uppþvottahanska hef ég aldrei séð og það er allt annað að vaska upp núna!
Eini gallinn við hanskana er að hringurinn dettur stundum af :( ...
Og þá lítur elsdhúsið líka svona út, allt skítugt! Því við getum ómögulega vaskað upp þegar hringurinn er ekki á!Annars erum við ekki búnar að vera nógu duglega að djamma uppá síðkastið en hér er þó ein góð mynd af okkur hressum á djamminu :)

Við fórum í smá stelpu afmælis partý um daginn og þar var þessi æðislega krúttlega tík sem við létum plata okkur í að passa um jólin þar sem eigandinn er að fara til Íslands :) hún er bara æði! Auður þurfti aðeins meiri sannfæringu en ég þar sem henni er meinilla við hunda!
En tíkin stökk strax í fangið á Auði og lét hana ekki komast upp með neinn tepruskap! og ekki leið á löngu þar til þær voru orðnar perluvinkonur og Auður til í að hafa hana um jólin :D
Jólabúningurinn minn gengur annars mjög vel, næstum tilbúin með allar gjafir og búin að ákveða hvað við ætlum að baka og hvað þarf að láta senda okkur út :)
Svo lét ég skilaboð berast til íslendingafél. í Odense um að ég yrði bara að fá malt og appelsín fyrir jól og þau ætla flytja það inn :D það er ekki hægt að halda jól án þess!
Síðan styttist óðum í jólamarkaðinn í H.C.Andersen hverfinu :D þó kemst maður í alvöru jólaskap!

No comments: