Friday, September 19, 2008

Morgunhressleiki!

Það var æðislegt að mæta í skólann í fyrsta skipti kl 8 í morgun (skítakuldi og skemmtileg heit) en það var ennþá betra að komast að því að ég á ekkert að vera í skólanum :D
Tími sem ég á að vera í kl 8 er í staðinn kl 3! en ég gat nú ekki annað en gleðst yfir öllum þessum töflubreytingun þar sem föst hjá mér hefur batnað til munaðar...

nú mæti ég í 2 tíma kl 10 og svo í eina klst kl 3 og ekki má gleima því að ég er ekkert í skólanum á fimt. þetta þýðir bara 1......

Fyllerí á fimmtudögum :D


Í kvöld er annars planið á rólegt kvöld þar sem ég mun reyna elda pestó kjúklingarétt og svo ætlum við að horfa á Vild med dans :D það er þáttur þar sem frægir danir eru láttnir læra dansa og svo er alltaf keppni á milli þeirra í hverri viku
Hér sjáiði Joachim, kúluvarpara sem ég held með;) bangsapabbi er hann kallaður enda engin smásmíði...

Saturday, September 13, 2008

I´m so proud of it I put my name on it;)



Stelpan fór á bar sem heitir Viggo's og þar er svona leikur í gangi að ef maður drekkur 10 bjóra á einu kvöldið eða frá því að barinn opnar og þangað til að hann lokar þá fær maður krús með nafninu sínu sem er síðan hengd uppá vegg:)

Reglurnar eru þær að það er bannað að drepast, gubba og fara með bjórinn inn á klósett og svo máttu fara út ef þú lætur barþjóninn vita.

Beta drakk auðvitað þessa 10 bjóra eins og ekkert væri og getiði hvað nafn stelpan lét setja á krúsina :D ég þarf bara að bíða í viku eftir krúsinni og þá set ég myndir fyrir ykkur að sjá hvað ég var dugleg

Myndavélin varð því miður batteríslaus þannig að ég á bara myndir af okkur fyrir 10 bjórana en ekki á eftir :D

Monday, September 8, 2008

Lífið í DK

Nýji fallegi fákurinn minn :D Það er bara gaman að hjóla þegar maður á svona gellulegt hjól! Ég skil ekki af hverju maður er ekki löngu búin að fá sér eitt stykki hjól! Það fer kannksi mesti glansinn af hjólamennskunni þegar ég er búin að hjóla í skólann í grenjandi rigningu í viku en þangað til þá er þetta bara æðislegt ;)


Fyrsti gesturinn minn var Danni:) hann kom á fimt kvöldi og skellti sér á djammið með okkur Auði og gisti svo á beddanum hennar Auðar
Ég skora hér með á alla að vera ekki minni menn en Danni og koma í heimsókn ;)








Lífið í Odense gengur bara rosa vel... Ég bý samt ennþá í athvarfi Auðar og býð eftir að fá inn á kollegie. En við erum búnar að vera duglegar að djamma til að ég æfi mig í dönskunni;) og aldrei hefur það verið jafn erfitt að mæta í skólann eins og á föst síðasta!
Auður hafði þá á fimt kvöldið snúið upp á hendina á mér, klætt mig í djammföt og hellt í mig bjór með trekkt og haldið mér úti til kl 3 eða 4!
Þið vitið hvað það er erfitt að fá mig í einhverja svona vitleysu stelpur;)

p.s. það eru fleiri myndir á myspace en þið hin verðið bara að bíða eftir því að ég fái mér myndasíðu:)

Thursday, September 4, 2008

Fyllerí á miðvikudögum!

úhh ég verð bara að monta mig á því að ég er ekkert í skólanum á fimt :D

Það þýðir samt ekki að ég geti sofið fram að hádegi eins og mig langar rosalega mikið að gera því það er svo margt að gera; ég þarf að fara í bilka (100 x hagkaup), þvo þvott, skrá mig inn í landið og fara á dösnkunámskeiðisfund svo e-ð sé nefnt...
þvílíkt vesen að flytja svona til útlanda!

Hvernig datt mér annars í hug að flytja til útlanda til að læra hagfræði? eins og það hafi ekki verið nógu erfitt á mínu eigin móðurmáli!

Wednesday, September 3, 2008

Århus eller Odense?

Jæja börnin góð:)

Það var nú þannig að ég var komin hingað til Auðar í Odense og beið eftir svari frá kollegie-inu um það hvort ég fengi herbergi eður ei. Þá hringði Auður fyrir mig og fékk það út úr einni konunni þar að ef ég fengi nú ekki þetta herbergi þá fengi ég bara ekkert herbergi fyrr en eftir áramót!
Þá fór mín nú að verða svoldið mikið stressuð og fór að leita eftir e-u til að leigja á frjálsa markaðinum, nema hvað að það kostaði bara 50.000 kr ísl eða meira að leigja eitt skíta herbergi með sameiginlegu klósetti og allt.
Þá kom Þórunn vinkona Auðar með þá snilldar hugmynd að ég yrði bara hér í Odense og kærastinn hennar færi með mig í skólann hér og það væri ekkert mál að skrá sig.
Þannig að ég fór næsta dag og skráði mig í skólann og beið bara eftir svari. Þá var ég búin að ákveða það að ef ég fengi inn í skólann hér þá yrði ég eftir en færi annars til Aarhus. En svo um kvöldið fékk ég bara svar um það að ég væri búin að fá herbergið!
Ég ákvað nú samt sem áður að vera eftir hér ef ég fengi inn í skólann því annars gæti ég alltaf farið til Aaruhs:) þannig að þá var ég orðin gulltryggð...

Nú er ég byrjuð í skólanum og býð bara eftir kollegie hér:) þangað til er ég bara heimalingurinn hennar Auðar;)