Wednesday, September 3, 2008

Århus eller Odense?

Jæja börnin góð:)

Það var nú þannig að ég var komin hingað til Auðar í Odense og beið eftir svari frá kollegie-inu um það hvort ég fengi herbergi eður ei. Þá hringði Auður fyrir mig og fékk það út úr einni konunni þar að ef ég fengi nú ekki þetta herbergi þá fengi ég bara ekkert herbergi fyrr en eftir áramót!
Þá fór mín nú að verða svoldið mikið stressuð og fór að leita eftir e-u til að leigja á frjálsa markaðinum, nema hvað að það kostaði bara 50.000 kr ísl eða meira að leigja eitt skíta herbergi með sameiginlegu klósetti og allt.
Þá kom Þórunn vinkona Auðar með þá snilldar hugmynd að ég yrði bara hér í Odense og kærastinn hennar færi með mig í skólann hér og það væri ekkert mál að skrá sig.
Þannig að ég fór næsta dag og skráði mig í skólann og beið bara eftir svari. Þá var ég búin að ákveða það að ef ég fengi inn í skólann hér þá yrði ég eftir en færi annars til Aarhus. En svo um kvöldið fékk ég bara svar um það að ég væri búin að fá herbergið!
Ég ákvað nú samt sem áður að vera eftir hér ef ég fengi inn í skólann því annars gæti ég alltaf farið til Aaruhs:) þannig að þá var ég orðin gulltryggð...

Nú er ég byrjuð í skólanum og býð bara eftir kollegie hér:) þangað til er ég bara heimalingurinn hennar Auðar;)

No comments: