Monday, September 8, 2008

Lífið í DK

Nýji fallegi fákurinn minn :D Það er bara gaman að hjóla þegar maður á svona gellulegt hjól! Ég skil ekki af hverju maður er ekki löngu búin að fá sér eitt stykki hjól! Það fer kannksi mesti glansinn af hjólamennskunni þegar ég er búin að hjóla í skólann í grenjandi rigningu í viku en þangað til þá er þetta bara æðislegt ;)


Fyrsti gesturinn minn var Danni:) hann kom á fimt kvöldi og skellti sér á djammið með okkur Auði og gisti svo á beddanum hennar Auðar
Ég skora hér með á alla að vera ekki minni menn en Danni og koma í heimsókn ;)








Lífið í Odense gengur bara rosa vel... Ég bý samt ennþá í athvarfi Auðar og býð eftir að fá inn á kollegie. En við erum búnar að vera duglegar að djamma til að ég æfi mig í dönskunni;) og aldrei hefur það verið jafn erfitt að mæta í skólann eins og á föst síðasta!
Auður hafði þá á fimt kvöldið snúið upp á hendina á mér, klætt mig í djammföt og hellt í mig bjór með trekkt og haldið mér úti til kl 3 eða 4!
Þið vitið hvað það er erfitt að fá mig í einhverja svona vitleysu stelpur;)

p.s. það eru fleiri myndir á myspace en þið hin verðið bara að bíða eftir því að ég fái mér myndasíðu:)

2 comments:

Anonymous said...

DJöfull er hún illa inrætt að fara svona með þig! Skamm skamm !

Laufey Sif said...

Ég var smá stund að hugsa.. fannst vera snjór á fyrstu myndinni hjá þér :) Ég ætla ekki að vera minna manneskja en danni, ég mun kom bara spurning hvenær ;)