Wednesday, December 17, 2008

Heimferð í nánd

jæja krakkar mínir:)
ég þreyf íbúðina í gær, og gat sest á klósettið :D ekki oft sem ég þori því! Ljótur lét mig hafa bréf í gær sem hann skrifaði um sóðaskap Ljótari sem hann ætlar að senda á skrifstofuna og svo er bara að vonast eftir því að Ljótur verði farin þegar ég kem aftur heim:)
nú er ég tilbúin að fara heim, búin að pakka og allt;)

Nú er ég hins vegar komin til Auðar og búin að skella í eitt stk pizzadeig og ætla svo að kíkja í dönskuskólann og segja god jul við fólkið mitt þar;) síðan kem ég aftur til Auðar að éta pizzu og segja gleðileg jól við Auði og Betu:) þar á eftir ætla ég að skella mér niðrá Sir club og segja god jul við bekkjasystkyni mín! síðast en ekki síst ætla ég að skella mér í lest og flug og koma heim og kyssa allt fólkið heima:) ert þú ein af þessum heppnu manneskjum???

Monday, December 15, 2008

Loksins er skólinn alveg að verða búinn... bara einn dagur eftir og þá er ég komin í "frí" þarf að læra í fríinu því ég fer í próf 5. og 16. jan :(


Annars er bara búið að vera brjálað að gera og ég ekki haft tíma til að blogga


á fimt bökuðum ég Auður og Beta 4 sortir af smákökum; sörur, súkkulaðibitakökur, lakkrístoppa og piparkökur :D

Beta kom líka með ísl nammi því mamma hennar og pabbi eru nýbúin að vera í heimsókn:)


og svo kom hún líka með malt og appelsín :D ég réð mér varla af kæti!!!
Síðan á laugardaginn þá kíktum við Auður aðeins út á lífið þar sem þetta var nú síðast séns fyrir jól og heimferð:)


nú eru bara 3 dagar í að ég komi heim! ég lenndi í keflavík um kl 15.30 þann 18. desember! þannig að allir geta farið að telja niður;)

Sunday, December 7, 2008

"Jólahlaðborð"

Fór á Julefrokost eins og danirnir kalla það á föstudaginn...

það var að sjálfsögðu dansað í kring um jólatréð:)


Þetta á að vera Ísland!

Hann Johannes sagðist vera búin að eyða öllu kvöldinu í að búa þetta til handa mér...Ég hjálpaði honum aðeins en honum fannst vestfyrðir ekkert þurfa vera með þar sem ég bý ekki einu sinni þar!


Alveg eins!
Svo var náttúrulega farið uppá borð. Þarnir sjáiði af hverju Auður fílar sig svona vel í Danmörku;)

Allir uppá borð!


þessi önd er lukkudýr bekkjarins eða e-ð, ég er ekki ennþá að ná þessu... þau drösla henni allavega alltaf með á hvert einasta djamma!


Svaka pósa með Claus öndinni:)

þessi byrjaði á því að fara uppá borð! þá fannst öllum það rosa sniðugt...


Það var líka farið í alls kyns leiki eins og dönunum einum er lagið! þeir elska að fara í svona leiki... þarna áttu þau að éta lakkríslengju með engum höndum
mér fannst nú leikurinn skemmtilegastur þar sem gaurinn bað um alls kyns hluti eins og sokkabuxur, karlmanns nærbuxur eða brjóstarhaldara, þá sá ég hvað ég var langt á eftir öllum í drykkjunni!


Anne og Stephanie hressar rétt áður en Stephanie lagði sig í næstum stofu hehe og fór svo heim:)

Monday, December 1, 2008

Næstum tilbúin fyrir jólin:)

Ég var búin að kaupa með 4 kerti sem ég ætlaði að setja á svona stóran disk og skraut í kring um fyrir aðventukrans en svo bara fann ég þennan geggjaða stjaka á genbrug markaðinum mínum góðan á aðeins 20 kr danskar eða 500 kr ísl meira að segja miðað við gengið í dag;) svo setti ég bara skraut á hann og kerti sem ég átti. Svo er þetta kassinn sem mamma sendi mér og jóladúkurinn sem ég keypti líka á genbrug markaðinum yfir honum :D

þá er bara að kveikja á fyrsta kertinu degi og seint;)

ég stóðst ekki þennan fína hanska sem passar fullkomlega við dúkinn minn og svuntuna :D þess má geta að konurnar eru farnar að þekkja mig og spjalla alltaf rosalega mikið við þegar ég kem ;)

Sunday, November 30, 2008

Jólastúss

Við Beturnar og Auður fórum rosa duglegar labbandi niðrí bæ að sjá þegar það átti að kveikja á jólatrénu nema hvað að við komum of seint :) en við sáum nú samt þetta fallega tré og fengum meira að segja stóran nammipoka :D


Hér eru Beta og Auður sætar og fínar við risa jólatréð!



Mmmmmm svo styrktum við Lions klúbbinn og keyptum okkur eplaskífur :) þess má nefna að það voru mínar fyrstu eplaskífur og ekki þær síðustu skal ég lofa ykkur;) ég rétt svo náði að taka mynd af síðustu áður en ég gúffaði henni í mig!



Þarna sjáiði Betu vera gæða sér á sinni síðustu nammi namm




Stelpurnar að labba göngugötunu með jólaskraut allt í kring, rosa gaman :D
Svo fékk Auður sléttingu og toppaklippingu, augnpot og brunasár á hálsinn var í kaupæti;)



Þá var stelpan orðin rosa sæt og fín!



Beta fékk líka sléttingu en ekkert brunasár held ég, svo var það bara að strauja pilsið og rykhreinsa það;)
Þessi gamla kelling fór heim að sofa og vaknaði svo snemma og fór að læra! oj bara hvað það er óþolandi að þurfa alltaf að vera læra svona! fer alveg með allt skemmtanalíf!





Þá var ferðinni heitið í Jólamarkað í H.C. Andersen hverfinu...

Við sáum þessa risavöxnu hesta draga vagna um hverfið, ekkert smá flottir hestar! Ég væri samt ekki til í að detta af einum svona :/

Tjöld með alls konar jóladóti til sölu:)



Beta beið þarna eftir að draumaprinsinn kæmi og kyssti hana...

Ótrúlega gaman hjá okkur ,, eru ekki allir í stuði?"


Við Guðný í rómantísku umhverfi:) Hvaaar er Beta? Ég fell aðeins og vel inn í myndina!

Monday, November 24, 2008

Streptakokkar vs. pensillín!

Já ég er semsagt búin að vera soldið veik, fékk þessa fínu hálsbólgu akkúrat helgina sem ég var að gera verkefni niðrí skóla! Svo fór mín náttlega ekkert til læknis fyrr en hún var hætt að gera borðað nokkurn skapaðan hlut:)

Fór til læknis og fékk þar pensilín eftir pintingar og langa bið! síðan hringdi elsku mamma mín í mig daginn eftir og ég kom ekki upp orði, þá fór hjartað á mömmu af stað og hún ætlaði að hringja í Auði og ég veit ekki hvað, það endaði með því að ég hringdi í Auði og áhvað að fara til hennar að láta hjúkra mér



Bara við það að koma til Auðar fór mér að líða betur, þó að hún hafi verið að vinna þegar ég kom til hennar og kom ekki heim fyrr en á eftir mér:)

Nú held ég að pensilínið hafi unnið þessa baráttu og ég er orðin frísk!

En nóg um það...

Hóhóhó það eru alveg að koma jól, ég er allavega komin í þvílíkt jólaskap!

Búin að kaupa mér litla jólaseríu og rauð kerti:) svo ætlum við Auður á jólamarkað í H.C Andersen hverfinu á sunnudaginn, það er uppáhaldshverfið mitt hér í Odense...

Hér eru myndir af því síðan við Anna kíktum þangað þegar hún var hér;



Allt svona gamaldags og krúttulegt:)



Svo var líka jólabúð þarna sem er örugglega opin allan ársins hring!

p.s. það eru einungis 24 dagar þangað til ég kem heim;)

Monday, November 10, 2008

Jóóóólahvað?

Jólasveinninn minn, jóasveinninn minn ætlara koma í kvöld með kassa af bjór og hella mig fulla trarallallalalalla, keeeemur með jólin með sér!

Svo kom hann bara með einn kassa sem kláraðist á 2 sek! ekki voru við Beturnar sáttar við það, enda búnar að vera mjög góðar stelpur og áttum alveg skilið bjór! ef ekki bara kassa!

Svo setti e-ð jólasveinn bara á mig þennan skíta límmiða í staðinn og sagði að þetta yrði löng nótt hjá mér! eins og það hafi verið e-ð sem ég vildi! ,,ruglaðu á mér hárinu!" ég kom til að fá jólabjór!

eeeen svo fengum við jólabjór :D

Rooosalega glaðar!
Jólabjórinn fór strax að virka eins og til var ætlast ;)

Misjafnt hvernig þetta fer í fólk :D

Þetta fer í kjaftinn á okkur Auði en augun á Betu:)

En alltaf erum við jafn sætar :D

Saturday, November 8, 2008

Alltaf jólin!

Afsakið hvað ég er búin að vera léleg að blogga! það er bara brjálað að gera í skólanum verð ég náttlega að skemmta mér líka;)

Vá sjáiði hvað ég fékk stóran pakka! Mamma var svo elskuleg að senda mér pakka með fullt af fötum og fínerí
Ég brosti náttlega hringinn!
mmmm flatkökur, nissa með lakkrís og suðusúkkulaði :D bökunardropar og verkfæri því ég er svo dugleg að baka og gera við hluti!

Þarna er ég búin að gera mér dýrindismáltið! slefaði á meðan ég bjó þetta til;)
og mmmmm hvað þetta var gott!
jólabjórsmyndir koma næst;)

Friday, October 31, 2008

Björt framtíð

Ég steingleimdi að segja ykkur frá því að þegar ég var að skoða í rauðakrossbúðinni þá kemur upp að mér maður og spyr hvort að hann megi taka myndir af mér fyrir e-ð blað á meðan ég var að skoða??? ég varð eins og kjáni en sagði já og svo bara fór hann að taka myndir á meðan ég skoðaði hálf kjánalega e-ð! loks sagði hann takk og fór! ég náði ekki að spurja hann aftur fyrir hvaða blað þetta væri en ég er allavega komin með framtíðarstarf til vara ef hagfræðin gengur ekki upp;)

Svo var ég að pússa silfrið mitt um daginn því ég mundi allt í einu eftir því að hafa lesið eða heyrt e-s staðar að maður ætti að nota tannkrem og það svona svínvirkar:



Svo keypti ég mér loksins ljós í gær í herbergið mitt nema hvað að ég fæ þetta fína ljós í IKEA með leiðbeiningum um hvernig á að setja það upp:

Svo er bara e-ð gat í veggnum:


Mér var sagt að taka lokið af og þá ættu að vera snúrur inní og samkvæmt leiðbeiningunum eiga að vera snúrur í loftinu eða í veggnum sem ég á að tengja í en þá kom þetta í ljós:
Hvað á ég að gera við þetta??? Það er svo erfitt að hafa engan pabba nálægt til að redda svona hlutum! ég verð að vara kynnast e-m handlögnum manni hér, þetta gengur ekki lengur!