Monday, November 24, 2008

Streptakokkar vs. pensillín!

Já ég er semsagt búin að vera soldið veik, fékk þessa fínu hálsbólgu akkúrat helgina sem ég var að gera verkefni niðrí skóla! Svo fór mín náttlega ekkert til læknis fyrr en hún var hætt að gera borðað nokkurn skapaðan hlut:)

Fór til læknis og fékk þar pensilín eftir pintingar og langa bið! síðan hringdi elsku mamma mín í mig daginn eftir og ég kom ekki upp orði, þá fór hjartað á mömmu af stað og hún ætlaði að hringja í Auði og ég veit ekki hvað, það endaði með því að ég hringdi í Auði og áhvað að fara til hennar að láta hjúkra mér



Bara við það að koma til Auðar fór mér að líða betur, þó að hún hafi verið að vinna þegar ég kom til hennar og kom ekki heim fyrr en á eftir mér:)

Nú held ég að pensilínið hafi unnið þessa baráttu og ég er orðin frísk!

En nóg um það...

Hóhóhó það eru alveg að koma jól, ég er allavega komin í þvílíkt jólaskap!

Búin að kaupa mér litla jólaseríu og rauð kerti:) svo ætlum við Auður á jólamarkað í H.C Andersen hverfinu á sunnudaginn, það er uppáhaldshverfið mitt hér í Odense...

Hér eru myndir af því síðan við Anna kíktum þangað þegar hún var hér;



Allt svona gamaldags og krúttulegt:)



Svo var líka jólabúð þarna sem er örugglega opin allan ársins hring!

p.s. það eru einungis 24 dagar þangað til ég kem heim;)

1 comment:

Harpa Rún said...

Gott að þér er batnað krúttið mitt!

En vá hvað þetta er sjarmerandi hverfi!! :D vonandi fæ ég nú e-rtíman að labba þarna um með þér... :)