Tuesday, June 1, 2010

Nýja uppáhaldslagið mitt

Ég kýs þó að syngja ,, ung, glöð og rík" :)

Monday, May 31, 2010

,, ég vil bara vinna, ég vil ekki drekka drykk" ;)

Þá er stelpan búin að fá sinn fyrsta danska launaseðil og ekki amalegur! 2483 ÍSK á tímann og 3205 ÍSK kvöldtaxta ;)fyrir hvern tíma sem ég vinn get ég keypt mér kjól í H&M :D og spari kjól fyrir 2 tima! úff og svo frétti ég að það væri tvöfaldur taxti á sunnudögum og erfitt að losna við þær vaktir! Komið með þær ég skal taka þær ALLAR :D

Eini gallinn við þennan launaseðil er að ég var látin borga 55% skatt!!! á í raun ekki að borga neinn skatt þar sem ég er ekki nærri því búin að vinna upp yfir persónuafsláttinn og ef ég ætti að borga skatt þá væri það ekki nema tæp 40%! Þetta verður samt örugglega lagað sem fyrst ;)

Annars er ég bara með prófljótu fyrir allan peninginn þessa dagana!!! bregður bara þegar ég lít í spegilinn! ég labbaði yfir til Þórunnar í næstu íbúð áðan og það er það næst lengsta sem ég hef farið út fyrir húsið í allan dag! svo var hvorki meira né minna en 18 stiga hiti kl 19.30 þegar ég fór út með ruslið! gott að eiga góðar gardínur svo það sé auðveldara að blekkja sjálfan mig á því að það sé bara ekkert spes veður úti og að ég sé ekki að missa af neinu! en fyrsta prófið er á miðvikudaginn og ég fer beina leið eftir það útí búð að kaupa mér e-ð fallegt og skemmtilegt því ég á það svo sannarlega skilið :D

Ætla kaupa mér danska fánann sem hægt er að klæða sig í og ætla mér að bæta við hann nokkrum bláum kössum svo að hann verði að íslenska ;) og svo einn ef ekki tvo kjóla + skó :D

Ég í prófatíð:

Sunday, May 23, 2010

Sól, sól skín á mig :)


Þá er greinilega komið sumar :D
Veit það vegna þess að ég sit inni og svitna við lærdóminn og nú orðið ekki bara vegna þess hversu erfiður hann er :) og í nótt hef ég klárlega sofið á maganum og ekki mikið með sængina yfir mér þar sem ég er með þetta fína bit aftan á lærinu :S

Svona ef ég væri ekki í verkefnaskilum og svo að fara byrja í prófum og skordýr væru ekki til þá væri líf mitt fullkomið núna :D en ég hef það nú ansi gott samt :) einhvers verð ég að gjalda fyrir háu tekjurnar mínar í framtíðinni og hunangið sem ég borða :) (dettur ekkert annað gott í hug sem ég græði á þessum blessuðu skordýrum!)

En það sem heldur mér vanalega gangandi í svona skólaveseni er að plana náina framtíð :) þeas sumarFRÍIÐ :D ég ætla mér að taka smá pásu 16. - 18. júní og skreppa til Kaupmannahafna til að fara í klippingu og hafa það huggulegt með Auði og Báru ;)
Síðan er síðasta prófið mitt munnlegt próf einhvers staðar á bilinu 21. - 23. júní! ekkert mjög spennt fyrir því að fara upp að töflu og blaðra e-ð á dönsku fyrir framan 2 danska prófessora :( en um leið og það er búið þá verður dottið í það og sólin sleikt í faðmi Auðar og famelíu hennar :) Auður mín er náttlega að fara útskrifast sem hjúkka þann 25. júní :D Allt að gerast hjá lebbunum í Bjarnarmosanum!

Friday, May 7, 2010

Gæðablóð :)

Þá varð loksins að því að ég fór að gefa blóð :) hef ætlað mér það í mörg ár en aldrei látið verða að því!

Ég fór í gær, búin að borða morgunmat, borðaði í skólanum og svo aftur þegar ég kom heim og mætti svo niðrá spítala kl 11.10. (helvíti góð afsökun til að éta mikið ;) )
en þar fékk ég kakómjólk og mátti éta eins mikið snakk og ég vildi :D svo var komið að því að gefa blóðið og það gekk bara frekar vel þó ég hafi verið eins og smástelpa og get ekki horft á það!
Svo var ég ekki alveg að treysta kellingunni! fannst hún blaðra aðeins of mikið og hrædd um að hún væri ekkert að fylgjast með því hvað hún væri að taka mikið :S

En þegar hún var loksins búin þá kom kona og bauð mér aftur kakómjólk og súkkulaði :D ég átti svo að liggja þar í 10 mín og fara svo fram í biðstofu og bíða þar i aðrar 10 mín (var næstum búin að gleima þvi og labba beint út!) en svo er ég að skrifa Auði sms því hún hafði spurt mig að því hvernig heilsan væri : ,, bara helvíti góð, ég fer...." þá náði ég ekki að skrifa meir því ég fór að svitna þvílíkt og hélt ég væri að fara æla en gat varla hreyft mig né talað en svo dröslaði ég mér á fætur og ætlaði að segja konunum að mér liði ekkert allt of vel en ég þurfti ekki að segja mikið þar sem þær sáu það vel framan í mér að ekki væri allt með felldu :)
nógu hvít er ég fyrir, ég hef örugglega verið glær í framan!

Þær hentu mér á næsta bekk og þar fékk ég poka ef ég þyrfti að æla og þær settu á mig teppi :) síðan voru þær til skiptis að gefa mér að drekka og setja láta mig setjast eða leggjast aftur. Þarna mátti ég síðan hanga í vel rúmlega klukkutíma þar til mér var hætt að svima ef hausinn á mér lá ekki upp við bekkinn :)
ég fékk síðan leigubíl heim og hjólinu mínu hent aftaná :)

Það sem maður gerir ekki til að þurfa ekki að hjóla heim til sín ;)

En þegar heim var komið þá beið einkahjúkkan mín eftir mér og bauð mér bjór því hann á víst að koma blóðflæðinu af stað :) og ég gerði bara eins og hjúkkan mín sagði! Lausn dana við öllum vandamálum er klárlega bjór! ;)

En það er örugglega of dýrt að fá blóðið úr mér svo þær eiga ekki eftir að hringja í mig nema í brýnustu nauðsyn!

Ég hef allavega loksins komist að því að ég er í A+ blóðflokki sem er algengasti blóðflokkurinn í DK :) svo þær neyðast örugglega til að fá mig í heimsókn eins oft og ég má gefa blóð :)

Tuesday, April 20, 2010

Endalok atkvæðagreiðslu!

Álit ykkar á bræðrunum þarna að neðan þarf á engan hátt að endurspegla mat þjóðarinnar! En ég bendi ykkur á að sjá þættina og þá kannski skiptið þið um skoðun :) vonandi!

Að mikilvægari málefnum, sumarið :D get ekki beðið eftir að komast í frí og fara að vinna, koma svo heim úr vinnunni og þá er ég bara búin, ekkert með það hangandi á mér að ég eigi alltaf að vera læra og e-ð vesen!

Hér er nýja sumarlagið mitt:



Get hlustað á það á repeat :D

Fékk mér línuskauta á laug og alls kyns öryggisbúnað en bara því það er svo töff, ekki það að ég haldi að ég geti dottið ;)



Rosalegir hæfileika hér á ferð! mætti halda að ég hafi fæðst á skautum ;)

Friday, April 16, 2010

Good vampire vs. bad vampire

Jæja við Auður erum mjög ósammála um hvor bróðirinn er heitar í einum af uppáhalds þættinum okkar, The vampire diaries :)
Stelpuþvæla um ást og hatur á milli unglinga og vampíra :D 5 stjörnu þáttur ;)
En nú vantar mig ykkar álit, hvor er heitari???

Vondi, ljóti bróðirinn sem étur fólk og er alltaf að skemma fyrir hinum!

EÐA

Sæti,góði bróðirinn sem er alltaf svo góður við alla ;)

Hér eru þeir saman og enginn vandi að sjá hvor er heitari!