Sunday, May 23, 2010

Sól, sól skín á mig :)


Þá er greinilega komið sumar :D
Veit það vegna þess að ég sit inni og svitna við lærdóminn og nú orðið ekki bara vegna þess hversu erfiður hann er :) og í nótt hef ég klárlega sofið á maganum og ekki mikið með sængina yfir mér þar sem ég er með þetta fína bit aftan á lærinu :S

Svona ef ég væri ekki í verkefnaskilum og svo að fara byrja í prófum og skordýr væru ekki til þá væri líf mitt fullkomið núna :D en ég hef það nú ansi gott samt :) einhvers verð ég að gjalda fyrir háu tekjurnar mínar í framtíðinni og hunangið sem ég borða :) (dettur ekkert annað gott í hug sem ég græði á þessum blessuðu skordýrum!)

En það sem heldur mér vanalega gangandi í svona skólaveseni er að plana náina framtíð :) þeas sumarFRÍIÐ :D ég ætla mér að taka smá pásu 16. - 18. júní og skreppa til Kaupmannahafna til að fara í klippingu og hafa það huggulegt með Auði og Báru ;)
Síðan er síðasta prófið mitt munnlegt próf einhvers staðar á bilinu 21. - 23. júní! ekkert mjög spennt fyrir því að fara upp að töflu og blaðra e-ð á dönsku fyrir framan 2 danska prófessora :( en um leið og það er búið þá verður dottið í það og sólin sleikt í faðmi Auðar og famelíu hennar :) Auður mín er náttlega að fara útskrifast sem hjúkka þann 25. júní :D Allt að gerast hjá lebbunum í Bjarnarmosanum!

1 comment:

Laufey Sif said...

:) líst vel á þetta sumar plan .. ég og elvar erum ekki enþá algjörlega búin að útiloka það að koma út til ykkar í ágúst einhvern tímann *krossa fingur*