Wednesday, December 17, 2008

Heimferð í nánd

jæja krakkar mínir:)
ég þreyf íbúðina í gær, og gat sest á klósettið :D ekki oft sem ég þori því! Ljótur lét mig hafa bréf í gær sem hann skrifaði um sóðaskap Ljótari sem hann ætlar að senda á skrifstofuna og svo er bara að vonast eftir því að Ljótur verði farin þegar ég kem aftur heim:)
nú er ég tilbúin að fara heim, búin að pakka og allt;)

Nú er ég hins vegar komin til Auðar og búin að skella í eitt stk pizzadeig og ætla svo að kíkja í dönskuskólann og segja god jul við fólkið mitt þar;) síðan kem ég aftur til Auðar að éta pizzu og segja gleðileg jól við Auði og Betu:) þar á eftir ætla ég að skella mér niðrá Sir club og segja god jul við bekkjasystkyni mín! síðast en ekki síst ætla ég að skella mér í lest og flug og koma heim og kyssa allt fólkið heima:) ert þú ein af þessum heppnu manneskjum???

Monday, December 15, 2008

Loksins er skólinn alveg að verða búinn... bara einn dagur eftir og þá er ég komin í "frí" þarf að læra í fríinu því ég fer í próf 5. og 16. jan :(


Annars er bara búið að vera brjálað að gera og ég ekki haft tíma til að blogga


á fimt bökuðum ég Auður og Beta 4 sortir af smákökum; sörur, súkkulaðibitakökur, lakkrístoppa og piparkökur :D

Beta kom líka með ísl nammi því mamma hennar og pabbi eru nýbúin að vera í heimsókn:)


og svo kom hún líka með malt og appelsín :D ég réð mér varla af kæti!!!
Síðan á laugardaginn þá kíktum við Auður aðeins út á lífið þar sem þetta var nú síðast séns fyrir jól og heimferð:)


nú eru bara 3 dagar í að ég komi heim! ég lenndi í keflavík um kl 15.30 þann 18. desember! þannig að allir geta farið að telja niður;)

Sunday, December 7, 2008

"Jólahlaðborð"

Fór á Julefrokost eins og danirnir kalla það á föstudaginn...

það var að sjálfsögðu dansað í kring um jólatréð:)


Þetta á að vera Ísland!

Hann Johannes sagðist vera búin að eyða öllu kvöldinu í að búa þetta til handa mér...Ég hjálpaði honum aðeins en honum fannst vestfyrðir ekkert þurfa vera með þar sem ég bý ekki einu sinni þar!


Alveg eins!
Svo var náttúrulega farið uppá borð. Þarnir sjáiði af hverju Auður fílar sig svona vel í Danmörku;)

Allir uppá borð!


þessi önd er lukkudýr bekkjarins eða e-ð, ég er ekki ennþá að ná þessu... þau drösla henni allavega alltaf með á hvert einasta djamma!


Svaka pósa með Claus öndinni:)

þessi byrjaði á því að fara uppá borð! þá fannst öllum það rosa sniðugt...


Það var líka farið í alls kyns leiki eins og dönunum einum er lagið! þeir elska að fara í svona leiki... þarna áttu þau að éta lakkríslengju með engum höndum
mér fannst nú leikurinn skemmtilegastur þar sem gaurinn bað um alls kyns hluti eins og sokkabuxur, karlmanns nærbuxur eða brjóstarhaldara, þá sá ég hvað ég var langt á eftir öllum í drykkjunni!


Anne og Stephanie hressar rétt áður en Stephanie lagði sig í næstum stofu hehe og fór svo heim:)

Monday, December 1, 2008

Næstum tilbúin fyrir jólin:)

Ég var búin að kaupa með 4 kerti sem ég ætlaði að setja á svona stóran disk og skraut í kring um fyrir aðventukrans en svo bara fann ég þennan geggjaða stjaka á genbrug markaðinum mínum góðan á aðeins 20 kr danskar eða 500 kr ísl meira að segja miðað við gengið í dag;) svo setti ég bara skraut á hann og kerti sem ég átti. Svo er þetta kassinn sem mamma sendi mér og jóladúkurinn sem ég keypti líka á genbrug markaðinum yfir honum :D

þá er bara að kveikja á fyrsta kertinu degi og seint;)

ég stóðst ekki þennan fína hanska sem passar fullkomlega við dúkinn minn og svuntuna :D þess má geta að konurnar eru farnar að þekkja mig og spjalla alltaf rosalega mikið við þegar ég kem ;)