Thursday, January 22, 2009

Einkasæjari undir dulargerfi franskrar þjónustustúlku ;)

Ég er semsagt búin að segja upp íbúðinni minni og bjóst við því að ég þyrfti ekki að flytja út nema fyrsta lagi 1. feb ef þeir fyndu annan leigjenda en þá verð ég að flytja út svo hægt sé að sýna hana og blabla... þannig að ég er að fara flytja til Auðar 1. feb

þess vegna þurfti ég að fara fá lykilinn sem hann Ljótari fékk lánaðann þarna fyrir áramót og lét mig aldrei fá aftur!
Ég fór í þvílíkt mission að leita af fullu nafni af kappanum til að reyna finna símanúmer eða e-ð, ég hef ekkert orðið vör við hann eftir áramót, ekkert uppvask síðan ég kom heim eftir jól og búið að vera hreint og fínt síðan ég tók til eftir að ég koma aftur heim:)
Ég gramsaði í öllu dótinu hans sem var frammi og fann alls kyns pappíra, það var ekkert að fá á því að googla manninn þannig að ég googlaði annað nafn sem hann var með fullt af blöðum frá:) ég giskaði á að það væri mamma hans og fór síðan til Auðar og lét hana hringja í þessi símanum sem ég fann:) gott að hafa Auði til að gera það sem ég þori ekki að gera;)


Auður náði þá í eina gamla danska konu sem þekkti Ljótari e-ð og sagði henni frá stöðu mála og hún sagðist ætla hafa samband við hann, síðan hringir sú gamla og segir að vinur hans í Köben sé með lyklana og hann geti sent þá til mín:) síðan hringir sá maður á meðan Auður var að vinna og hún hringir í hann til baka þegar hún er búin að vinna
Auður lendir í þessari svaka skemmtilegu umræðu um allt frá lélegu efnahagsástandi á Íslandi til skorts á hórum á íslandi! þetta korters samtal ætlaði aldrei að taka enda en loks tók hann niður nafn og heimilisfang og sagðist ætla senda lykilinn :D þá er bara að bíða og sjá

Ég tók því íbúðina í gegn í gær og ætla hafa hana rosa fína þegar fólk kemur að skoða og sem betur fer er hann Ljótari í Afríkuferð þar til í mars þannig að hann getur ekki skemmt fyrir mér;) Í dag tók ég síðan íbúðina hennar Auðar í gegn svo ég geti nú flutt inn hehe:) Auður féllst á þá hugmynd sem ég kom með að gefa mér svona French maide búning þar sem ég er svo dugleg að þrífa ;)

Tuesday, January 13, 2009

...

læra læra læra oj bara!

Smá mynd af okkur sætu stelpunum til að gleðja hjörtu ykkar kæru lesendur.

Thursday, January 8, 2009

Komin aftur út og byrjuð í prófum:)

Jæja það er soldið langt síðan síðast enda búin að vera brjálað að gera heima og svo í prófi þegar ég kom út.

Ég var fyrst inn í dutyfree búðina á mán :D hitti svo Aron á vellinum, ágætt að hafa e-n að tala við á þessum velli því það er einfaldlega ekki nóg að skoða þarna! Annars gekk flugið út bara ágætlega þrátt fyrir grenjandi krakka út um alla vél eða kannksi bara í kring um mig! Svo þegar ég beið eftir töskunum mínum þá rak ég auðun í Nils kærasta Þórunnar vinkonu í DK, við höfðum þá verið í sömu vél:) við tókum lest saman til Odense og þá var bara að labba með allt draslið heim!

En hér er skítakuldi! það var -5 gráður í Köben þegar ég lenti og er búið að vera í kring um 0 síðan ég kom :/ aldrei lent í því að fara til útlanda og það er kaldara úti en heima... hlítur að vera af því að ég er flutt út, ég laða að mér kulda!

Ég heimsótti Auði um leið og ég kom út og fór með flatkökur og kleinur frá ömmu og það hámuðum við í okkur enda komnar í góða æfingu eftir jólin;)

Tók fyrsta prófið á mið og það gekk ágætlega en ég veit svo sem ekkert hvort ég hafi náð eða ekki, kemur í ljós:) svo er næsta og síðasta prófið 16. jan. ég hef alveg nóg að læra undir það, tölvuáfangi og allt á dönsku!!!

Ég kíkti aðeins í búðir og fór létt með það að eyða nokkrum dönskum krónum:D en allt sem ég keypti vantaði mig bráðnauðsynlega og fékk það á góðu verði, meira að segja miðað við gengi!

jæja ég man ekki eftir neinu öðru sem ég get samt frá... og engar myndir í þetta sinn, ég reyni kannksi að taka mynd af snjónum hérna úti:) og hjálmnum sem ég er að fara kaupa mér, ég er skíthrædd við að hjóla núna í hálkunni!