Friday, June 26, 2009

Munnleg próf eru ekki efst á lista!

Jæja þá er maður búin í fyrsta munnlega prófinu sínu....
og búin að ná því líka :D

ég var nú reyndar búin að nýta mér náðargáfu mína og spá því í bollann minn í gær að ég myndi ná en það var samt rosa gaman að fá að heyra það að ég hefði náð ;)

ég ræð mér varla af kæti!!!

En þá er bara eftir að kíkja á lokadjamm sumarsins í Odense í kvöld. Gummi og Ásdís ætla að kíkja á mig, Auði og djammið í Odense :) (það helsta að kíkja á hér í Odense ;) ) síðan tek ég lestina til Köben á morgun til að kíkja líka á djammið þar með Önnu Hansen.

Síðast en ekki síst tek ég flugið frá Kastrúb á sunnudagskvöldið heim á klakann ;)

Ég er ekkert æsispennt yfir ferðalaginu sjálfu þar sem mér finnst ekkert gaman að sitja í flugvél í nokkra tíma en er að fara úr límingunum yfir því að komast heim!

Hér er ein mynd í lokin af okkur Auði í kvennahlaups múdderingunni okkar:

Við tókum þá ákvörðun að einbeita okkur að útlitinu og að hafa það skemmtilegt frekar en endilega að vera reyna hlaupa hratt! það eru bara misjafnar áherslur hjá fólki ;)

Hún Beta okkar sá um að rústa þessu hlaupi fyrir okkur og mér finnst við nú eiga smá þátt í því þar sem hún fékk svona armband eins og við ;) það hefur klárlega gert gæfumuninn!

Bless til þeirra sem eru og verða eftir í DK en sjáumst fljótt til þeirra sem bíða eftir mér á klakanum ;)

Friday, June 19, 2009

Á engan pening bara bágt !

Ég er búin að fara núna aðeins og oft að kíkja í búðir og á engan pening, það er bara ömurlegt! Veit ekki alveg hvaða sjálfspíningarkvöt ég er haldin en ég verð að fara hætta þessu :)

Ég er að spá í að fara auglýsa í hverfisblaðinu eftir svona sugardaddý (eldri, ríkur maður sem á nóg af peningum og getur keypt fullt af flottu dóti handa mér ;) )

En henni Auður minni skortir ekki pening þannig að hún eyðir peningum fyrir okkur báðar ;) hún fékk sér geðveikt flotta skó í friis og compani sem ég er alveg ástfangin af og blóta því í sand og ösku yfir því að vera með svona litlar lappir og geta ekki stolið þessum skóm!
Einnig fékk hún sér þessa rosalegu rúlluskauta sem hún á eftir drepa sig á ef hún fær sér ekki hlífarog hjálm, en það er á planinu:)

Alltaf gaman að heyra í sjálfri sér tala og hlæja í svona myndband :D elska það!

Tuesday, June 16, 2009

3 búin og eitt eftir :)

Þá er það einungis eitt próf eftir!
Reyndar eitt munnlegt en þetta styttist allavega :)
Nú eru það bara 12 dagar þangað til ég lendi á klakanum og fæ loksins að sjá smettin á ykkur aftur...Hér er Áslaug býfluga á leiðinni heim til sín eftir skemmtilegan dag í Björnemosen þar sem við lærðum og lærðum og átum og átum :D
+
Hér er ég eftir smá hjólatúr þar sem mér fannst ég hafa rennblotnað en...
Síðan skrapp ég til að ná í peysuna mína hér ca 20 mín hjólatúr frá björnemosen og druknaði næstum á leiðinni! en guði sé lof fyrir afbragðs sundkunnáttu mína þá komst ég lífs af :D

Tuesday, June 9, 2009

Upphitun fyrir stærðfræðipróf...

Á laugardaginn síðasta þá skelltum við Auður okkur á æskuslóðir Laufeyjar og Auðar, Rasmus Rask kollegie.
Hér er ein stolin mynd frá Laufey af okkur fyrir utan gömlu íbúðina sem Laufey bjó í á sínum yngri árum
Þar var haldið bjórþróttarmót (ekki Íþróttarmót skiljiði ;) ) í tilefni prófloka hjá nokkrum íslenskum strákum hér í Odense.
Aðaltakmark mótins var að hala inn stigum á bjórdrykkju en einnig var hægt að næla sér í stig með því að vinna í alls kyns íþróttum:)
Strákarnir voru búnir í fótbolta og byrjaðir í blaki þegar við mættum á svæðið...
Hér eru strákarnir að þamba bjór, því eftir hvern leik máttu þeir reyna ná sér í stig með því að þamba bjór innan ákveðins tíma :)
Við náðum að vera með í fólfi en það er leikur sem virkar alveg eins og gólf nema það að maður kastar frisbee disk í e-s konar körfu í staðin fyrir að slá kúlu í holu :) þetta er víst út um alla Danmörku og afar vinsælt enda rosa skemmtilegt ;)
Ég mæli eindregið með því að fólk prófi! það er allavega einn völlur í Grafarvoginum, bak við húsið hennar Hönnu kristínar þar sem ég bjó á meðan ég var í HÍ ;)
Hér má sjá Wii tölvu meistarann í keilu :D ég tók mig til að náði top score inu hjá gaurnum sem átti tölvuna ;) það má deila um það hvort um heppni eða einfaldlega hæfileika sé að ræða en þetta var frumraun mín í wii tölvu og ekki hef ég oft spilað keilu :)

Hér er svo Auður með rosalega takta í fólfinu :) við rétt svo töpuðum fyrir strákunum í því hehe

En annað í fréttum er það að ég tók annað prófið mitt í dag og gekk rosalega vel í því :) þá ér ég hálfnuð og bara 2 eftir :D get ekki beðið eftir því að ljúka þessum andskota af! og hvað veðrið varðar þá er bara verið að þvo af manni þennan pínu lit sem maður náði sér í um síðustu vikur! spáin er heldur ekkert spes næstu daga :(

en hvað um það, ég er bara að læra og alveg að fara koma heim :D 19 dagar í heimferð ;)

Friday, June 5, 2009

Skamm skamm á þá sem kommenta ekki!

Já mér finnst þið frekar léleg að kommenta hjá mér!
þetta þarf að laga áður en ég hætti bara að blogga :O nema það séu bara svona fáir sem lesið þetta blessaða blogg mitt :/ neee því trúi ég ekki :)

En fyrsta prófið er nú yfirstaðið og aðeins 3 eftir :)

Næsta próf er stærðfræði þannig að ég hef bara rétt svo gluggað í bækurnar og tek því mjög rólega þessa dagana :)
Hann er bara svo mikið krútt kennarinn minn í stæ... hann sagði við okkur að við mættum endilega senda honum bréf ef það væri e-ð sem við vildum fá frekari útskýringar og ef hann yrði búin að semja prófið og við myndum spurja um e-ð sem kæmi ekki á prófinu þá myndi hann svara mjög stutt en annars mjög ítarlega ;) svona skemmtilegir voru þeir sko ekki í HÍ!
En eins og ég sagði síðast þá er veðrið búið að vera geggjað og hér eru nokkrar myndir því til sönnunar:
Ég hjá nýja flotta grillinu okkar Auðar :) það er samt ekki að marka húðlitinn minn hvað sólina varðar ;) það er mikið meiri sól en ætla mætti miðað við það hvað sólin endurkastast á mér...
Auður í léttri sveiflu þegar við skruppum til Kerteminde að kíkja á ströndina og bátana og fá okkur ís:) ætlum svo að hjóla þangað í bráð til að liggja í sólbaði :)
Og hér er ég með ísinn minn sem ég fékk mér....
Auður hjá glæsilega grillinu okkar :D

Sko þarna sjáiði hvað það er búið að vera miki sól :D stelpan bara að tana sig á meðan hún les e-ð spennandi um gamla og löngu dauða hagfræðinga ;)

Nóg í bíli bæjó :*

Monday, June 1, 2009

,, Held ég gangi heim, held ég gangi heim"

Jæja þá er tími kaffidrykkjunnar runninn upp....
Fyrsta prófið mitt er á fimt og þá verð ég prófuð í rekstrarhagfræði kunnáttu minni :)
nú er ég á fullu að hámarka hagnað og lágmarka kostað fyrirtækja og hámarka nyt neytenda :D

En út í allt aðra og mikið skemmtilegri sálma þá er veðrið búin að vera geggjað hér í Björnemosanum! í gær var næstum ólíft útí garði! og spáin í dag er bara betri!

En nú eru einungis 27 dagar í heimkomu mína og ég bíst við því að það verði enga stund að líða miðað við hvað þetta skólaár er búið að líða hratt! Ég hlakka til að sjá ykkur öll brún og sæt eftir alla þessa blíðu sem ég er búin að frétta af þarna heima ;)

Helst í fréttum er að við Auður erum loksins búnar að kaupa okkur grill :D vorum búnar að safna í bauk fyrir því en nú er bara að kaupa sér gaskút, sem kostar tæplega jafn mikið og grillið ! Þannig að við þurfum að hefja baukasöfnun uppá nýtt :) eða að Auður gifti sig til fjárs ;)

Annars vorum við í gær útí garði að blása sápukúlur með lítilli nágranna stelpu okkar þegar hún spyr mig allt í einu af hverju ég eigi engin börn! þetta var eins og blaut tuska í andlitið og ég vissi hreinlega ekki hvað ég átti að segja. En svaraði svo að ég væri of ung eða mér finnst það a.m.k. :D svo náði ég að bæta við að ég ætti engan kall því tæknilega séð er ég ekkert of ung! Kannski að ég hefði bara átt að segja að ég væri ekki nógu þroskuð :)

En býrðu hérna þá ein? spurði stelpan strax aftur... nei við búum hér saman sagði ég og benti á Auði :) þá kom þessi líka rosalegi svipur á greyið stelpuna sem skildi ekki alveg hvað ég átti við! Henni finnst ég mjög skrítin; á engin börn og bý svo með vinkonu minni! Þess má geta að það voru foreldrar hennar sem spurðu vinkonu Auðar að því hvort við værum lessur :)

Á laugardagskvöldið fór Auður síðan í grill hérna með íslendingunum í kverfinu og það vildi enginn taka því að við værum ekki lessur! allavega vildu kallarnir ekki sætta sig við það og halda því sterklega fram, það verður ekkert aftur snúið með þá kjaftasögu!

Jæja þá þetta komið nóg af bulli og ég er farin að læra :D