Monday, June 1, 2009

,, Held ég gangi heim, held ég gangi heim"

Jæja þá er tími kaffidrykkjunnar runninn upp....
Fyrsta prófið mitt er á fimt og þá verð ég prófuð í rekstrarhagfræði kunnáttu minni :)
nú er ég á fullu að hámarka hagnað og lágmarka kostað fyrirtækja og hámarka nyt neytenda :D

En út í allt aðra og mikið skemmtilegri sálma þá er veðrið búin að vera geggjað hér í Björnemosanum! í gær var næstum ólíft útí garði! og spáin í dag er bara betri!

En nú eru einungis 27 dagar í heimkomu mína og ég bíst við því að það verði enga stund að líða miðað við hvað þetta skólaár er búið að líða hratt! Ég hlakka til að sjá ykkur öll brún og sæt eftir alla þessa blíðu sem ég er búin að frétta af þarna heima ;)

Helst í fréttum er að við Auður erum loksins búnar að kaupa okkur grill :D vorum búnar að safna í bauk fyrir því en nú er bara að kaupa sér gaskút, sem kostar tæplega jafn mikið og grillið ! Þannig að við þurfum að hefja baukasöfnun uppá nýtt :) eða að Auður gifti sig til fjárs ;)

Annars vorum við í gær útí garði að blása sápukúlur með lítilli nágranna stelpu okkar þegar hún spyr mig allt í einu af hverju ég eigi engin börn! þetta var eins og blaut tuska í andlitið og ég vissi hreinlega ekki hvað ég átti að segja. En svaraði svo að ég væri of ung eða mér finnst það a.m.k. :D svo náði ég að bæta við að ég ætti engan kall því tæknilega séð er ég ekkert of ung! Kannski að ég hefði bara átt að segja að ég væri ekki nógu þroskuð :)

En býrðu hérna þá ein? spurði stelpan strax aftur... nei við búum hér saman sagði ég og benti á Auði :) þá kom þessi líka rosalegi svipur á greyið stelpuna sem skildi ekki alveg hvað ég átti við! Henni finnst ég mjög skrítin; á engin börn og bý svo með vinkonu minni! Þess má geta að það voru foreldrar hennar sem spurðu vinkonu Auðar að því hvort við værum lessur :)

Á laugardagskvöldið fór Auður síðan í grill hérna með íslendingunum í kverfinu og það vildi enginn taka því að við værum ekki lessur! allavega vildu kallarnir ekki sætta sig við það og halda því sterklega fram, það verður ekkert aftur snúið með þá kjaftasögu!

Jæja þá þetta komið nóg af bulli og ég er farin að læra :D

2 comments:

Audur said...

Heyrðu mér var nú búið að detta í hug að Beta myndi nú gifta sig til fjárs einhverjum sætum dana, þá myndi hún líka fá SU, snilld, tvær flugur í einu höggi :)
Hvað er svo betra en að hafa hana Betu mína sem kærustu, ekki slæmt finnst mér ;)
Auður

Anonymous said...

jiiiimin eini hvaða kæruleysi er það að vera ekki löngu búnar að græja þetta!
Auður ef þú færð leið á henni (sem ég reyndar STÓR-efa) þá geturðu kannski bara gefið hana og tekið prósentu af SU-inu :)

kv.sandra