Friday, June 5, 2009

Skamm skamm á þá sem kommenta ekki!

Já mér finnst þið frekar léleg að kommenta hjá mér!
þetta þarf að laga áður en ég hætti bara að blogga :O nema það séu bara svona fáir sem lesið þetta blessaða blogg mitt :/ neee því trúi ég ekki :)

En fyrsta prófið er nú yfirstaðið og aðeins 3 eftir :)

Næsta próf er stærðfræði þannig að ég hef bara rétt svo gluggað í bækurnar og tek því mjög rólega þessa dagana :)
Hann er bara svo mikið krútt kennarinn minn í stæ... hann sagði við okkur að við mættum endilega senda honum bréf ef það væri e-ð sem við vildum fá frekari útskýringar og ef hann yrði búin að semja prófið og við myndum spurja um e-ð sem kæmi ekki á prófinu þá myndi hann svara mjög stutt en annars mjög ítarlega ;) svona skemmtilegir voru þeir sko ekki í HÍ!
En eins og ég sagði síðast þá er veðrið búið að vera geggjað og hér eru nokkrar myndir því til sönnunar:
Ég hjá nýja flotta grillinu okkar Auðar :) það er samt ekki að marka húðlitinn minn hvað sólina varðar ;) það er mikið meiri sól en ætla mætti miðað við það hvað sólin endurkastast á mér...
Auður í léttri sveiflu þegar við skruppum til Kerteminde að kíkja á ströndina og bátana og fá okkur ís:) ætlum svo að hjóla þangað í bráð til að liggja í sólbaði :)
Og hér er ég með ísinn minn sem ég fékk mér....
Auður hjá glæsilega grillinu okkar :D

Sko þarna sjáiði hvað það er búið að vera miki sól :D stelpan bara að tana sig á meðan hún les e-ð spennandi um gamla og löngu dauða hagfræðinga ;)

Nóg í bíli bæjó :*

2 comments:

Unknown said...

Hérna er kommentið mitt ;-)

Harpa Rún said...

Hehe það er best að læra í sólbaði :D Gerði það einmitt um daginn... Gangi þér vel með prófin skvís! Þú rúllar þessu upp... :)