Friday, June 26, 2009

Munnleg próf eru ekki efst á lista!

Jæja þá er maður búin í fyrsta munnlega prófinu sínu....
og búin að ná því líka :D

ég var nú reyndar búin að nýta mér náðargáfu mína og spá því í bollann minn í gær að ég myndi ná en það var samt rosa gaman að fá að heyra það að ég hefði náð ;)

ég ræð mér varla af kæti!!!

En þá er bara eftir að kíkja á lokadjamm sumarsins í Odense í kvöld. Gummi og Ásdís ætla að kíkja á mig, Auði og djammið í Odense :) (það helsta að kíkja á hér í Odense ;) ) síðan tek ég lestina til Köben á morgun til að kíkja líka á djammið þar með Önnu Hansen.

Síðast en ekki síst tek ég flugið frá Kastrúb á sunnudagskvöldið heim á klakann ;)

Ég er ekkert æsispennt yfir ferðalaginu sjálfu þar sem mér finnst ekkert gaman að sitja í flugvél í nokkra tíma en er að fara úr límingunum yfir því að komast heim!

Hér er ein mynd í lokin af okkur Auði í kvennahlaups múdderingunni okkar:

Við tókum þá ákvörðun að einbeita okkur að útlitinu og að hafa það skemmtilegt frekar en endilega að vera reyna hlaupa hratt! það eru bara misjafnar áherslur hjá fólki ;)

Hún Beta okkar sá um að rústa þessu hlaupi fyrir okkur og mér finnst við nú eiga smá þátt í því þar sem hún fékk svona armband eins og við ;) það hefur klárlega gert gæfumuninn!

Bless til þeirra sem eru og verða eftir í DK en sjáumst fljótt til þeirra sem bíða eftir mér á klakanum ;)

2 comments:

Harpa Rún said...

Til hammó með prófið! :D Vá tíminn er svo fljótur að líða, þú ert bara alveg að fara koma! Síjú soon... :)

Harpa Rún said...

Hmm já tíminn er fljótur að líða! Núna ertu bara farin aftur :(