Tuesday, September 15, 2009

Betra seint en aldrei ;)

Já ég er lifandi og já það er gott að vera komin aftur til Odense :)
En ég sakna ykkar allra mjög mikið og hlakka til að fá ykkur í heimsókn hingað út ;)

Við Auður kíktum yfir á kollegie hér við hliðaná, þar sem við spiluðum drykkjuspil við bekkjarsystur hennar og nokkrum öðrum dönum :)
Hér er Auður að undirbúa sig fyrir áskorun sem hún fékk. Þessi áskorun fól í sér að drekka bjór með skoti í, borða hrökkbrauð, síðan skot og loks glas af bjór :) OG allt þetta á innan við 30 sek! Auður gerði þetta án þess að blása úr nös og sýndi þessum dönum hvernig á að fara að þessu ;)

Spilið var e-s konar sambland af drykkjuspili og fatapóker, ég fékk það hlutverk að velja einn úr hópnum til að skipta um föt við :) af sjálfsögðu valdi ég hana Auði mína til þess og setti mig í hennar karakter ;)

Á laugardagskvöldið fórum við síðan í afmæli til hennar Betu og átum þar yfir okkur af geggjuðum mat!

Við Beta svo rosalega stoltar af því að vera ekki hausinum minni en Auður :)

Önnur hver mynd af þeim örfáu myndum sem ég tók þessa helgi eru af okkur Auði. Enda myndarlegar stúlkur hér á ferð ;)

Beta að opna pakkann frá okkur gestum :D geggjuð Friis og co taska og glæsileg rauðvínsglös

Um daginn var þó klakámótið fræga þar sem öll helstu íslendingafélög hér í DK koma saman og keppa í fótbolta :) stelpur meiga ekki taka þátt þannig að við urðum bara að sitja á hliðarlínunni og hvetja kallana áfram!
Það voru ekki nema 18 lið og 200 karlmenn að keppa á þessu móti í ár og svo var ball um kvöldið þar sem það var tekið VEL á móti okkur dömunum ;) ágætis tími fyrir einhleypar konur að ná sér í karlmann...
Það er misjafnt hvort keppendur lögðu meiri áherslu á spilamennskuna eða drykkjuna :)

Við náðum bara að taka mynd af skemmtilegustu (fullustu) liðunum
og sætasta keppandanum ;)
Kærar kveðjur úr 20 stiga hita hér í Odense ;)

3 comments:

Andres said...

Alveg glatað Elísabet að setja ekki myndina af því þegar ég skoraði! ;)

Harpa Rún said...

Gott að heyra að þú ert nú á lífi... ;) En þurftiru endilega að nefna 20 stiga hitann!!

BettýWettýOneFoot said...

Sorrý Andrés, en ég get alltaf sett myndina af þér í gosbrunninum ef þú vilt ;)

og já Harpa mín ég VARÐ að láta ykkur vita af hitanum!