Thursday, September 24, 2009

Prjón, bíó og hollt mataræði :)

Ég byrjaði á að prjóna ullarsokka rétt áður en ég kom út en það gekk nú ekki betur en það að þegar ég var byrjuð á hælnum þá gafst ég upp!

Fékk lánaða barnakennslubók sem útskýrir þetta örugglega of vel ef e-ð er :) en ég skil bara ekkert hvernig á að fara að þessu!

Ekki það að mig vanti ullasokka þar sem hún Beta amma er svo duglega að prjóna á mig, heldur langaði mig bara að gera eins og eina sjálf sem ég á svo örugglega eftir að ramma inn ef mér tekst þetta e-n tíman :(
Svo ég fór bara útí það að prjóna grifflur þar sem ég kann ekki að prjóna eftir leiðbeiningum!

Daddara ein griffla komin :)

Svo fór ég líka útí það að búa til hárspangir :)

Ef einhver er að velta því fyrir sér þá já allar jólagjafir frá mér í ár verða handunnar af ást ;)

En talandi um að gera e-ð með höndunum þá fór ég með Auði minni í bíó á þrið að sjá Pigen der legede med ilden sem er framhaldsmynd af Mænd der hader kvinder.

Sænskar spennumyndir sem ég mæli með! Seinni myndin var aðeins minna ógeðsleg en sú fyrri ( það var ekkert atriði þar sem ég var með lokuð augun ALLAN tímann ) en meira spennandi :)

Hún Auður hló manna hæst í salnum enda dóttir pabba síns :) og í einu atriðinu öskraði hún eins og það væri verið að drepa hana! maðurinn við hliðaná mér horfði á okkur í svona 10 mínútur á eftir þar sem ég var alveg að kafna við það að reyna halda í mér hlátrinum :D ég hef bara aldrei heyrt annað eins öskur!

Þar sem við erum síðan komnar með matarplan frá henni Helgu Siggu tókum við með okkur ávexti í bíóið ;) en borðuðum svo ekkert af því þar sem myndin var bara of spennandi!

Þetta matarplan gengur vonum framar og ég ætla að verðlauna mér með súkkulaði um helgina, helst súkkulaðiköku :D

2 comments:

Audur said...

Þú ert svo myndarleg Beta mín ;)
En þetta var rosaleg mynd :)

Harpa Rún said...

Mæ ó mæ ég á greinilega langt í langt með matardugnað... Ávexti í bíó!! Á eftir að prófa það :p
En mig langar í jólagjöf frá þér! ;)