Tuesday, September 29, 2009

Brennimerkt á leið í brennó ;)

Eins og fólk ætti að vera búið að átta sig á þá gengur það sjaldnast hrakafallalaust fyrir mig að gera nokkurn skapaðan hlut í eldhúsinu!
Auður er búin að missa marga eldhúshluti eftir að hún fór að búa með mér :/

Í gær þegar ég var að sjóða egg í voða fína eggjasjóðaranum hennar þá tókst mér að brennimerkja hring á hægri hendina mína :( í gærkvöldi var ástandið svo slæmt að ég hélt ég þyrfti bara að láta taka hana af frá öxl! en ég harkaði það af mér og er öll orðin betri núna :)
og það var líka eins gott þar sem við Auður erum að fara á okkar fyrstu brennó æfingu á morgun. Þá væri aðeins verra að vera bara með eina hendi.

Eins og diggir lesendur vita þá eru haldin Klakamót fyrir fótboltaóða íslenska stráka hér í DK, þar sem öll helstu íslendingafélögin keppast á móti hvor öðrum. Nú hefur íslendingafélagið hér í Odense ákveðið að fara halda brenniboltaæfingar fyrir okkur kjellingarnar og reyna að plata hin ísl félögin í það sama svo við getum síðan haldið Eldmót :D

Ég er alveg hoppandi kát yfir þessari hugmynd því brennó var einmitt uppáhald leikurinn minn í grunnskóla (á eftir tarzan leiknum að sjálfsögðu!) og þá get ég loksins farið að hreyfa á mér rassgatið við e-ð skemmtilegt og hitt fullt af skemmtilegum kjellingum í leiðinni ;)

Síðast en ekki síst þá verður föndurkvöld á föstudaginn fyrir nokkrar velvaldar kjellingar og hvur veit nema ég eigi eftir að föndra ÞÍNA jólagjöf þar ;)

1 comment:

Harpa Rún said...

Ekki verra að vera brennimerktur hér og þar... Fallegt ör á lærinu t.d, hefði ekki viljað vera án þess! ;)

Hljómar mega vel þessar brennó æfingar, mig langar bara að koma út og æfa líka! :D