Monday, October 5, 2009

Spara spara spara oj bara :D

Þá er stelpan búin að fjárfesta í nýjum síma :) sem var nú löngu orðið tímabært!Hér er léleg mynd af gripnum... hann er rosa lítill og nettur en með öllu sem ég þarf :)

Einnig splæsti ég í sjálfan mig miða til Íslands :) þar sem ég er loksins búin að fá próftöfluna mína þá gat ég planað heimferð. Ég flýg heim 17. janúar og aftur til DK þann 28. :S jibbs ég er ekki að koma heim um jólin!
ég eyddi svo miklum tíma í það að undirbúa mömmu fyrir því að ég yrði ekki heima um jólin en steingleimdi að passa uppá að vinkonurnar yrðu tilbúnar í það :)
Allavega tók hún móðir mín óvenju vel í þetta (enda er ég búin að vera undirbúa hana í heilt ár!) hún Anna mín tók fréttunum held ég verst :) (af þeim sem ég hef látið vita)

Eins ógnvekjandi og tilhugsunin er að ætla sér að vera ekki heima um jólin þá er það bara svo erfitt að vera heim og reyna læra en gera ekkert í því, það eru alls kyns hlutir sem hægt er að gera í staðin! Held það sé betra að ég einbeiti mér bara að prófunum og kem svo í almennilegt frí þegar ég er búin að rúlla þeim upp ;)

Við Auður verðum báðar heima þannig að við munum hafa það mjög gott :D svo er bara að senda okkur pakkana út svo það verður nú ekki tómt undir trénu okkar ;)

Annars var ég að fá mér þessi fínu gleraugu :) ekki sæt?

(ég skil ekki af hverju þetta er svona blátt og undirstrikað! get alls ekki fengið þetta til að vera venjuleg skrift :) ekki mín sterkasta hlið þetta hér)

Annars byrja ég í vetrarfríi á fimt :) og er það rúmlega vika sem fer vonandi mest í það að læra og slappa af + smá uppliftingar um helgar ;) verður gott að komast í smá frí

Þar til næst, hafið það sem allra best og passið ykkur á bílunum!