Tuesday, September 29, 2009

Brennimerkt á leið í brennó ;)

Eins og fólk ætti að vera búið að átta sig á þá gengur það sjaldnast hrakafallalaust fyrir mig að gera nokkurn skapaðan hlut í eldhúsinu!
Auður er búin að missa marga eldhúshluti eftir að hún fór að búa með mér :/

Í gær þegar ég var að sjóða egg í voða fína eggjasjóðaranum hennar þá tókst mér að brennimerkja hring á hægri hendina mína :( í gærkvöldi var ástandið svo slæmt að ég hélt ég þyrfti bara að láta taka hana af frá öxl! en ég harkaði það af mér og er öll orðin betri núna :)
og það var líka eins gott þar sem við Auður erum að fara á okkar fyrstu brennó æfingu á morgun. Þá væri aðeins verra að vera bara með eina hendi.

Eins og diggir lesendur vita þá eru haldin Klakamót fyrir fótboltaóða íslenska stráka hér í DK, þar sem öll helstu íslendingafélögin keppast á móti hvor öðrum. Nú hefur íslendingafélagið hér í Odense ákveðið að fara halda brenniboltaæfingar fyrir okkur kjellingarnar og reyna að plata hin ísl félögin í það sama svo við getum síðan haldið Eldmót :D

Ég er alveg hoppandi kát yfir þessari hugmynd því brennó var einmitt uppáhald leikurinn minn í grunnskóla (á eftir tarzan leiknum að sjálfsögðu!) og þá get ég loksins farið að hreyfa á mér rassgatið við e-ð skemmtilegt og hitt fullt af skemmtilegum kjellingum í leiðinni ;)

Síðast en ekki síst þá verður föndurkvöld á föstudaginn fyrir nokkrar velvaldar kjellingar og hvur veit nema ég eigi eftir að föndra ÞÍNA jólagjöf þar ;)

Thursday, September 24, 2009

Prjón, bíó og hollt mataræði :)

Ég byrjaði á að prjóna ullarsokka rétt áður en ég kom út en það gekk nú ekki betur en það að þegar ég var byrjuð á hælnum þá gafst ég upp!

Fékk lánaða barnakennslubók sem útskýrir þetta örugglega of vel ef e-ð er :) en ég skil bara ekkert hvernig á að fara að þessu!

Ekki það að mig vanti ullasokka þar sem hún Beta amma er svo duglega að prjóna á mig, heldur langaði mig bara að gera eins og eina sjálf sem ég á svo örugglega eftir að ramma inn ef mér tekst þetta e-n tíman :(
Svo ég fór bara útí það að prjóna grifflur þar sem ég kann ekki að prjóna eftir leiðbeiningum!

Daddara ein griffla komin :)

Svo fór ég líka útí það að búa til hárspangir :)

Ef einhver er að velta því fyrir sér þá já allar jólagjafir frá mér í ár verða handunnar af ást ;)

En talandi um að gera e-ð með höndunum þá fór ég með Auði minni í bíó á þrið að sjá Pigen der legede med ilden sem er framhaldsmynd af Mænd der hader kvinder.

Sænskar spennumyndir sem ég mæli með! Seinni myndin var aðeins minna ógeðsleg en sú fyrri ( það var ekkert atriði þar sem ég var með lokuð augun ALLAN tímann ) en meira spennandi :)

Hún Auður hló manna hæst í salnum enda dóttir pabba síns :) og í einu atriðinu öskraði hún eins og það væri verið að drepa hana! maðurinn við hliðaná mér horfði á okkur í svona 10 mínútur á eftir þar sem ég var alveg að kafna við það að reyna halda í mér hlátrinum :D ég hef bara aldrei heyrt annað eins öskur!

Þar sem við erum síðan komnar með matarplan frá henni Helgu Siggu tókum við með okkur ávexti í bíóið ;) en borðuðum svo ekkert af því þar sem myndin var bara of spennandi!

Þetta matarplan gengur vonum framar og ég ætla að verðlauna mér með súkkulaði um helgina, helst súkkulaðiköku :D

Tuesday, September 15, 2009

Betra seint en aldrei ;)

Já ég er lifandi og já það er gott að vera komin aftur til Odense :)
En ég sakna ykkar allra mjög mikið og hlakka til að fá ykkur í heimsókn hingað út ;)

Við Auður kíktum yfir á kollegie hér við hliðaná, þar sem við spiluðum drykkjuspil við bekkjarsystur hennar og nokkrum öðrum dönum :)
Hér er Auður að undirbúa sig fyrir áskorun sem hún fékk. Þessi áskorun fól í sér að drekka bjór með skoti í, borða hrökkbrauð, síðan skot og loks glas af bjór :) OG allt þetta á innan við 30 sek! Auður gerði þetta án þess að blása úr nös og sýndi þessum dönum hvernig á að fara að þessu ;)

Spilið var e-s konar sambland af drykkjuspili og fatapóker, ég fékk það hlutverk að velja einn úr hópnum til að skipta um föt við :) af sjálfsögðu valdi ég hana Auði mína til þess og setti mig í hennar karakter ;)

Á laugardagskvöldið fórum við síðan í afmæli til hennar Betu og átum þar yfir okkur af geggjuðum mat!

Við Beta svo rosalega stoltar af því að vera ekki hausinum minni en Auður :)

Önnur hver mynd af þeim örfáu myndum sem ég tók þessa helgi eru af okkur Auði. Enda myndarlegar stúlkur hér á ferð ;)

Beta að opna pakkann frá okkur gestum :D geggjuð Friis og co taska og glæsileg rauðvínsglös

Um daginn var þó klakámótið fræga þar sem öll helstu íslendingafélög hér í DK koma saman og keppa í fótbolta :) stelpur meiga ekki taka þátt þannig að við urðum bara að sitja á hliðarlínunni og hvetja kallana áfram!
Það voru ekki nema 18 lið og 200 karlmenn að keppa á þessu móti í ár og svo var ball um kvöldið þar sem það var tekið VEL á móti okkur dömunum ;) ágætis tími fyrir einhleypar konur að ná sér í karlmann...
Það er misjafnt hvort keppendur lögðu meiri áherslu á spilamennskuna eða drykkjuna :)

Við náðum bara að taka mynd af skemmtilegustu (fullustu) liðunum
og sætasta keppandanum ;)
Kærar kveðjur úr 20 stiga hita hér í Odense ;)