Tuesday, June 9, 2009

Upphitun fyrir stærðfræðipróf...

Á laugardaginn síðasta þá skelltum við Auður okkur á æskuslóðir Laufeyjar og Auðar, Rasmus Rask kollegie.
Hér er ein stolin mynd frá Laufey af okkur fyrir utan gömlu íbúðina sem Laufey bjó í á sínum yngri árum
Þar var haldið bjórþróttarmót (ekki Íþróttarmót skiljiði ;) ) í tilefni prófloka hjá nokkrum íslenskum strákum hér í Odense.
Aðaltakmark mótins var að hala inn stigum á bjórdrykkju en einnig var hægt að næla sér í stig með því að vinna í alls kyns íþróttum:)
Strákarnir voru búnir í fótbolta og byrjaðir í blaki þegar við mættum á svæðið...
Hér eru strákarnir að þamba bjór, því eftir hvern leik máttu þeir reyna ná sér í stig með því að þamba bjór innan ákveðins tíma :)
Við náðum að vera með í fólfi en það er leikur sem virkar alveg eins og gólf nema það að maður kastar frisbee disk í e-s konar körfu í staðin fyrir að slá kúlu í holu :) þetta er víst út um alla Danmörku og afar vinsælt enda rosa skemmtilegt ;)
Ég mæli eindregið með því að fólk prófi! það er allavega einn völlur í Grafarvoginum, bak við húsið hennar Hönnu kristínar þar sem ég bjó á meðan ég var í HÍ ;)
Hér má sjá Wii tölvu meistarann í keilu :D ég tók mig til að náði top score inu hjá gaurnum sem átti tölvuna ;) það má deila um það hvort um heppni eða einfaldlega hæfileika sé að ræða en þetta var frumraun mín í wii tölvu og ekki hef ég oft spilað keilu :)

Hér er svo Auður með rosalega takta í fólfinu :) við rétt svo töpuðum fyrir strákunum í því hehe

En annað í fréttum er það að ég tók annað prófið mitt í dag og gekk rosalega vel í því :) þá ér ég hálfnuð og bara 2 eftir :D get ekki beðið eftir því að ljúka þessum andskota af! og hvað veðrið varðar þá er bara verið að þvo af manni þennan pínu lit sem maður náði sér í um síðustu vikur! spáin er heldur ekkert spes næstu daga :(

en hvað um það, ég er bara að læra og alveg að fara koma heim :D 19 dagar í heimferð ;)

1 comment:

Sandra said...

Ég er ánægð með svona myndablogg! ;) Það verður strangt prógramm hjá þér að kenna okkur sauðunum fólf og kubb :)