Monday, May 18, 2009

Lyn og torden / eldingar og þrumur...

Í dag var geggjað veður þegar ég vaknaði og þegar ég var á leiðinni heim úr skólanum var þessi líka rosalegi hiti :)

Ég var þvílíkt ánægð með veðurfarsbreytingarnar en svo þegar ég er búin að vera heima í hálftíma þá byrja ég að heyra í þrumum og síðan byrjar þessi líka hellidemba! man bara ekki eftir að hafa séð annað eins!

Ég bara aaaalein heima þar sem Auður er að vinna og alveg skíthrædd! Síðan segir Beta mér að það sé ekki skrítið að ég sé hrædd þar sem að það hafi maður dáið í dag vegna eldingar :O
Ég kíkti á netið og sá þar grein um það að maður á 60 tugs aldri hafi látið lífið í dag, hann var í sakleysi sínu að spila gólf á norður jótlandi saman með vini sínum sem slapp þó lifandi frá þessari gólfæfingu!
Segið svo ekki að gólf sé ekki hættulegt!
Á föstudaginn lagði ég mig svo aðeins fyrir maí hátíðina í skólanum, ég setti kælikrem á bakið á mér og fór þess vegna ekki í neitt að ofan þegar ég laggðist upp í rúm svo allt í einu er dinglað :/
og ég stökk til dyra, hefði ekki gert það nema þar sem mamma var nýbúin að senda pakka af stað þá átti ég von á póstberanum sem ég var búin að gleima!
Ég henntist í peysu sem ég náði ekki að renna upp og fór til dyra... það heppnaðist ekki betur að taka á móti pakkanum en það að póstberinn varð svo heppinn að fá að sjá allavega á mér annað brjóstið og hann varð eins og auli og var að labba í burtu þegar ég spurði hvort ég ætti ekki að kvitta á e-ð sem ég mátti það endilega gera :) (held að það sé frekar mikilvægt) þá hélt ég bara pakkanum fyrir barminn á mér til að særa ekki bligðunarkennd greyið póstberans meira :)
En í pakkanum var alls kyns fínerí sem ég hafði bara gaman af að fá :D fullt af nammi sem ég hef saknað frá Íslandi ;Þ leikskrá frá leikritinu sem Guðrún systir er að leikstýra! 2 spari klútar frá mömmu og fleira dót.... eins og:
Þessir glæsilegu ullarsokka frá Betu ömmu :D ég var einmitt að vera búin með alla ullasokka, eða bara komin tími til að stoppa í ;)

Síðan þennan fína segul á ísskápinn :) bara krúttulegt!

Síðast en ekki síst þessi flotta mynd af okkur feðginum á hestbaki fyrir utan grænumörkina :) litla montna hestakellingin brosir út af eyrum :D og pabbi bara rétt skriðinn yfir 20 tugt ;) þvílíkur töffari :)

1 comment:

Harpa Rún said...

bahahah hvað það er ógó fyndið... heppin gaurinn ;) sé þig alveg fyrir mér hendast fram með brjóstin útum allar trissur! ;)

en ómæ að deyja bara í golfinu haha! Við sandra erum greinilega á réttu hillunni í motokrossinu... ;)