Sunday, May 3, 2009

Sumar og sól...

Sambýliskona mín skaut á mig áðan og hrósaði mér fyrir að vera svona dugleg að blogga :)


Það var ekkert smá stórt páskaegg sem stelpan fékk! ég þurfti alveg að taka mér marga daga í þetta.... en gott var það!

Veðrið er búið að vera yndislegt! ég var eins og karfi í framan í gær og er ennþá ansi rauð á bringunni en ég er ekkert brunnin því ég maka á mig sólarvörn ;)
Neyðin kennir naktri konu að spinna eða eins og ég vil hafa það: hitinn kennir klæddri konu að klippa;)

Helst í fréttum er að við Auður sofum ekki saman lengur því mín náði í rúmið sitt á mánudaginn :D og í leiðinni keyptum við garðhúsgögn og Auður fékk sér kommóðu og náttborð!

1.maí fórum við niðrí Munke mosen ( þar sem fullorðinsleiktækin eru laufey;) ) þar var alls kyns húllum hæ en engin mótmæli enda hafa danir ekki neitt að mótmæla um held ég....
Sætar og súkkulaðibrúnar í sólinni;)

1 comment:

Unknown said...

Tenerife hvað ;)

virðist alveg mega kósý hjá ykkur... er alltaf að bíða eftir að vinna í lottóinu og geta komið í heimsókn :D það hlýtur að fara koma! og já flott á þér hárið skvís!

og hehe lýst vel á að klippa bara fötin ;)