Thursday, January 8, 2009

Komin aftur út og byrjuð í prófum:)

Jæja það er soldið langt síðan síðast enda búin að vera brjálað að gera heima og svo í prófi þegar ég kom út.

Ég var fyrst inn í dutyfree búðina á mán :D hitti svo Aron á vellinum, ágætt að hafa e-n að tala við á þessum velli því það er einfaldlega ekki nóg að skoða þarna! Annars gekk flugið út bara ágætlega þrátt fyrir grenjandi krakka út um alla vél eða kannksi bara í kring um mig! Svo þegar ég beið eftir töskunum mínum þá rak ég auðun í Nils kærasta Þórunnar vinkonu í DK, við höfðum þá verið í sömu vél:) við tókum lest saman til Odense og þá var bara að labba með allt draslið heim!

En hér er skítakuldi! það var -5 gráður í Köben þegar ég lenti og er búið að vera í kring um 0 síðan ég kom :/ aldrei lent í því að fara til útlanda og það er kaldara úti en heima... hlítur að vera af því að ég er flutt út, ég laða að mér kulda!

Ég heimsótti Auði um leið og ég kom út og fór með flatkökur og kleinur frá ömmu og það hámuðum við í okkur enda komnar í góða æfingu eftir jólin;)

Tók fyrsta prófið á mið og það gekk ágætlega en ég veit svo sem ekkert hvort ég hafi náð eða ekki, kemur í ljós:) svo er næsta og síðasta prófið 16. jan. ég hef alveg nóg að læra undir það, tölvuáfangi og allt á dönsku!!!

Ég kíkti aðeins í búðir og fór létt með það að eyða nokkrum dönskum krónum:D en allt sem ég keypti vantaði mig bráðnauðsynlega og fékk það á góðu verði, meira að segja miðað við gengi!

jæja ég man ekki eftir neinu öðru sem ég get samt frá... og engar myndir í þetta sinn, ég reyni kannksi að taka mynd af snjónum hérna úti:) og hjálmnum sem ég er að fara kaupa mér, ég er skíthrædd við að hjóla núna í hálkunni!

2 comments:

Harpa Rún said...

Það er orðið svolítið tómlegt aftur án ykkar!

BettýWettýOneFoot said...

ooo mússímúss... ég hefði líka verið til í að taka eins og fulla vél af fólki með mér út:)