Monday, May 31, 2010

,, ég vil bara vinna, ég vil ekki drekka drykk" ;)

Þá er stelpan búin að fá sinn fyrsta danska launaseðil og ekki amalegur! 2483 ÍSK á tímann og 3205 ÍSK kvöldtaxta ;)fyrir hvern tíma sem ég vinn get ég keypt mér kjól í H&M :D og spari kjól fyrir 2 tima! úff og svo frétti ég að það væri tvöfaldur taxti á sunnudögum og erfitt að losna við þær vaktir! Komið með þær ég skal taka þær ALLAR :D

Eini gallinn við þennan launaseðil er að ég var látin borga 55% skatt!!! á í raun ekki að borga neinn skatt þar sem ég er ekki nærri því búin að vinna upp yfir persónuafsláttinn og ef ég ætti að borga skatt þá væri það ekki nema tæp 40%! Þetta verður samt örugglega lagað sem fyrst ;)

Annars er ég bara með prófljótu fyrir allan peninginn þessa dagana!!! bregður bara þegar ég lít í spegilinn! ég labbaði yfir til Þórunnar í næstu íbúð áðan og það er það næst lengsta sem ég hef farið út fyrir húsið í allan dag! svo var hvorki meira né minna en 18 stiga hiti kl 19.30 þegar ég fór út með ruslið! gott að eiga góðar gardínur svo það sé auðveldara að blekkja sjálfan mig á því að það sé bara ekkert spes veður úti og að ég sé ekki að missa af neinu! en fyrsta prófið er á miðvikudaginn og ég fer beina leið eftir það útí búð að kaupa mér e-ð fallegt og skemmtilegt því ég á það svo sannarlega skilið :D

Ætla kaupa mér danska fánann sem hægt er að klæða sig í og ætla mér að bæta við hann nokkrum bláum kössum svo að hann verði að íslenska ;) og svo einn ef ekki tvo kjóla + skó :D

Ég í prófatíð:

No comments: