Friday, October 31, 2008

Björt framtíð

Ég steingleimdi að segja ykkur frá því að þegar ég var að skoða í rauðakrossbúðinni þá kemur upp að mér maður og spyr hvort að hann megi taka myndir af mér fyrir e-ð blað á meðan ég var að skoða??? ég varð eins og kjáni en sagði já og svo bara fór hann að taka myndir á meðan ég skoðaði hálf kjánalega e-ð! loks sagði hann takk og fór! ég náði ekki að spurja hann aftur fyrir hvaða blað þetta væri en ég er allavega komin með framtíðarstarf til vara ef hagfræðin gengur ekki upp;)

Svo var ég að pússa silfrið mitt um daginn því ég mundi allt í einu eftir því að hafa lesið eða heyrt e-s staðar að maður ætti að nota tannkrem og það svona svínvirkar:



Svo keypti ég mér loksins ljós í gær í herbergið mitt nema hvað að ég fæ þetta fína ljós í IKEA með leiðbeiningum um hvernig á að setja það upp:

Svo er bara e-ð gat í veggnum:


Mér var sagt að taka lokið af og þá ættu að vera snúrur inní og samkvæmt leiðbeiningunum eiga að vera snúrur í loftinu eða í veggnum sem ég á að tengja í en þá kom þetta í ljós:
Hvað á ég að gera við þetta??? Það er svo erfitt að hafa engan pabba nálægt til að redda svona hlutum! ég verð að vara kynnast e-m handlögnum manni hér, þetta gengur ekki lengur!

5 comments:

Harpa Rún said...

vó... er ekki hægt að taka þessa dollu líka frá og þá eru kannski e-r snúrur bakvið? :p annars get ég lítið hjálpað hehe

En vá ég er forvitin með þennan ljósmyndara! Ætli það verði mynd af þér á öllum strætóskýlum innan tíðar...?

Já takk fyrir gott húsráð enn og aftur :) hef þetta í huga þegar ég þarf að pússa allt silfrið mitt!

kissogknús... harpa

Anonymous said...

þú getur talað við janus kannski getur hann hjálpað þer. Þú átt hamar, skrúflikil og málband kannski getur þú notað það til að festa ljósið . kv mamma

Anonymous said...

þú heyrðir það hjá mer krúsa kv mamma

Anonymous said...

ég myndi skrúfa þetta allt í sundur þá hlýturðu að verða einhvers vísari ;)
matarsóti virkar líka rosavel á silfur :)

hilsen

Anonymous said...

hahahaha

ups
ég myndi bara banka uppá næstu dyr og biðja um hjálp!! 100% einhver karlremba sem tekur til handa og gerir þetta fyrir þig því þeir eru alltaf svo montnir yfir svona..... þá meina ég venjulegir karlmenn, ekki ítalir... þeir nota bara hendurnar til að tala!

kossar skvís!