Friday, October 3, 2008

Aðeins að létta af mér!

Jæja eins og staðan er í dag þá er Ísland að skíta upp á bak!
Ég vissi alltaf að íslenska krónan væri ekkert rosalega góð og það væri að koma kreppa og e-ð en ég varð aldrei neitt rosalega vör við það. Nú fæ ég hins vegar beint í æð að finna fyrir þessu!

Herbergið sem ég er að leigja kostar 1751 danskar á mánuði og í febrúar var þetta ekki 23.000 ísl, þegar danska krónan var 13. En núna þegar danska krónan er 21,6 þá er þetta nærri 38.000 kr takk fyrir! Fyrsta mánuðinn þurfti ég að borga 6508 kr danskar, sem var e-r trygging og eins mánaðar húsaleiga. Í febrúar hefði þetta verið 84.000 ísl en nú er þetta 141.000.

Danirnir spurja mig alltaf hvort að ég fái svona SU eins og þeir, sem er einfaldlega styrkur frá ríkinu. Þeir fá e-ð um 5200 kr danskar á mánuði en nei ég reyna að útskýra fyrir þeim að ég fái LÁN frá íslandi uppá 3500 kr danskar! en þeir halda þá að ég skilji sig ekki og margendurtaka sig þangað til að þeir trúa mér en skilja samt ekkert í því...

Svo var það einn ónefndur sem sagði mér frá því að það væru ansi margar venjulegar huggulegar stelpur á mínum aldri að vinna á hóruhúsi hér niðrí bæ, það er víst svona "fínna" hóruhús og þær eru bara að vinna sér inn aukapening með skólanum. Ég veit ekki hvork þær séu að moka e-u dýru í nebbann á sér eða bara vanti nýja Prada tösku í hverjum mánuði? hvað ætli þær myndu gera í mínum sporum?

Getur e-r sagt mér af hverju við getum ekki haft það jafn gott og danirnir? ég veit að þeir borga mikinn skatt en ég held nú að þeir fái það til baka með samasem ókeypis heilbrigðis þjónustu
þetta finnst mér rosalega ósanngjarnt og ég hreinlega skammast mín fyrir að vera íslendingur!

ahh ég varð bara að létta á mér :D

Ég reyni nú að líta á björtu hliðarnar og þær eru að hjólið mitt sem ég keypti á 4000 kr danskar hefði kostað 52.000 í feb, kostaði mig 66.000 en kostar núna 86.000... maður er alltaf að græða;)

Svo vil ég einnig nýta tækifærið og óska henni Auði til hamingju með það að hún fær SU, e-ð verður greyið stelpan að fá fyrir að þurfa hafa mig allan þennan tíma;)


p.s. ég lofa aðeins hressari bloggfærslu í kvöld þegar ég er búin að flytja... við gátum það ekki í gær vegna tæknilegra erfileika

3 comments:

Harpa Rún said...

Æji já þetta helvítis ástand... Það er bara allt að fara til andskotans hérna! Ekkert annað í fréttunum allan daginn og það gæti meira segja farið í það að það þurfi að skammta bensínið! Það er ekkert gaman að vera íslendingur í dag... :(

En já ég var líka farin að leiða hugann að því að selja mig bara til að geta borgað síhækkandi reikninga! þá verðum við samstarfssystur enn einu sinni... ;)

Jæja, hafðu það gott, ég ætla út að leika mér í snjónum!

Laufey Sif said...

Ég var akkurat að blogga og þú varst í huga mínum þegar ég skrifaði það.
I feel you.
Hlakka til að sjá myndir af slottinu! og ég sé ekkert að því að þú snúir þér að þessum bisness sem u varst að lýsa. Gaman og þú færð borgað fyrir það höhö ;)

Anonymous said...

Kerfið í danmörku er miklu betra en á íslandi.. bitnar mest á þeim fátæku og þeir ríku hafa það svakalega gott...
ömurlegt..