Friday, November 20, 2009

Hagvöxtur!

(fyrirfram afsökun á leiðinlegu bloggi!)
Þá er tími kaffioverdose runninn upp!
Verkefnin hellast yfir mann eins og verið sé að reyna hrekja sem flesta úr náminu! Hvenær á maður eiginlega að hafa tíma til að skemmta sér???
Eitt ðaalverkefnið þessa dagana er ritgerð um verga landsframleiðslu (VLF). Í stuttu máli er það mælikvarði á hag þjóðar þeas vöxturinn á VLF frá ári til árs er hagvöxtur :)

Það brenglaða við þennan mælikvarða er hvað telst með í VLF.
Fyrir það fyrsta þá eykur það hagvöxst þjóðarinnar ef maður lendir í bílslysi þar sem það þarf að laga bílinn og fólk þarf jafnvel e-a umönnun eftir slysið. Á móti kemur að aðgerðir eins og að stækka vegi eða gera þá öruggari eykur einnig hagvökt.

Það væri samt líka asnalegt að telja ekki heilbrygðisþjónustuna eða vinnuna hjá bifvélavirkjunum sem hagvöxt.
Síðan telst ekkert með sem er ekki selt eða keypt útá markaði eins og öll vinna sem fólk gerir heima hjá sér!

Jæja þá eruði vonandi orðin e-ð fróðari um það hvað ég er að læra ;)

1 comment:

Laufey Sif said...

*umhm umhm* hehe . . ágæt svona örblogg um þessa skólasteypu :)