Tuesday, March 24, 2009

Sól sól skín á mig...

Það styttist óðum í flutning í meyjarskemmuna okkar Auðar :)
við erum byrjaðar að pakka, búnar að losa okkur við eins og 5 svarta ruslapoka af; fötum, dósum, rusli ofl. búnar að setja í nokkra kassa og allt að verða tilbúið! efsta á listi yfir nauðsynlega hluti sem okkur vantar eru garðstólar sem hægt er að liggja í, grill, rúm handa mér og gardínur!

Annars er ég bara að bíða eftir sumrinu líka! Veðrið hér er nákvæmlega eins og heima; rigning eina mínútuna svo sól og rétt á eftir snjókoma! það er einfaldlega ekki hægt að klæða sig eftir veðri!

Á föstudaginn fór ég í fastelavnfest í skólanum sem er eins konar öskudagspartý á góðri íslensku. Ég bjó til búninginn sjálf, þvílíkt stolt :D eina var að það er ekki nógu greinilegt hvað ég er en fyrir ykkur sem sjá það ekki á myndinni þá klæddi ég mig upp sem íslanska krónan.... í blíðu og stríðu;)
Kötturinn var sleginn úr tunnunni, það var farið í limbó og dansað upp á borðum eins og dönum einum er líkt.
Vinkona mín á myndinni er klædd sem Gandhi, þið getið googlað ef þið vitið ekki hver það er! en stelpan tók búningakeppnina ansi alvarlega og tjóðraði niður á sér brjóstin og setti sokkabuxur á hausinn á sér! þetta er sem sagt stelpa já og Gandhi er karlmaður fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér;)

Svo vorum við þrjár stelpur á leiðinni heim til einnar, hjólandi í gegn um skó og alveg að fara beygja þegar ég dett af hjólinu :) þær voru ekki alveg að fatta það að ég rataði ekki og ég fattaði það aðeins of seint að við áttum að beygja;) ég slapp nú samt með rispað hné...

Auður sagði að ég ætti að láta mér þetta að kenningu verða og vera ekki að hjóla þegar ég er búin að drekka en ég ætla ekki að gefast upp! Æfingin skapar meistarann! og maður er ekki maður með mönnum hér nema geta hjólað þó maður sé búin að fá sér aðeins í aðra tánna!

Annars verð ég að fara kaupa mér spinning skó þar sem ég er svo dugleg að mæta í spinning! Vaknaði með Auði minni kl 6 í morgun og mætti í spinning kl 7! þá á maður sko skilið að kaupa sér spinningskó, ef ekki bara spandex spinningbuxur með rasspúða líka!

Að lokum vil ég minna á að heimsóknatímar eru allan ársins hring hér í Danmörku, þar eru engin takmörk, nema kannski að það er skemmtilegra að þið komið ekki á meðan ég er á Íslandi eða í prófum;)

3 comments:

Anonymous said...

Já, talandi um spinningskó og spandexbuxur með púða í klofinu. Eigum við ekki að fara bráðlega í leiðangur eftir því?
En þetta með að hjóla þegar maður er fullur er STÓR hættulegt. Trúðu mér. Hlustaðu á Auði!!!!

Þórunn

Harpa Rún said...

Já beta ég veit um stelpu sem fór að hjóla þegar hún var full og brotnaði á BÁÐUM höndum og gat ekki skeint sér sjálf!! þú þarft allavega að fara varlega :)

Harpa Rún said...

og já snilldarbúningur hahah! :D