Monday, March 8, 2010

Bara get ekki hætt að blogga í nýju fínu tölvunni minni :D

Ég hef alltaf mikið pælt í orðinu skinka sem ungdómurinn í dag notar mikið! orðið skinka á að lýsa stelpu sem er allt of brún, málar sig of mikið og sýnir eins mikið hold og hún getur þeas bara andheiti yfir mig :)

Ég hef mikið pælt í uppruna orðsins og um daginn datt mér í hug að það kæmi af enska orðinu skank (eða drusla á góðri íslensku) og þeir segja það einmitt á urban dictionary að orðið lýsi stelpu sem klæðir sig eins og skank :) svo er hins vegar líka talað um að þetta orð sé notað vegna þess að þær séu svo illa brúnar eftir ljósabekki að húðin á þeim sé orðin eins og skinka :)

En á meðan rannsókn minni á orðinu stóð þá fann ég ennþá athyglisverðari orð sem lýsir ákveðnum dansi við ákveðna tegund tónlistar, ska heitir tónlistin :) dansinn heitir skanking og ætla ég mér að vera búin að læra þann dans almennilega fyrir næsta djamm því ég fann þessa fínu síðu sem kennir dansinn ;) ég held nú samt reyndar að ég hafi frekar oft tekið þennan dans á djamminu, vissi bara aldrei hvað ég var að gera fyrr en nú :) ég er náttúrulega bara með meðfædda danshæfileika ;)
Sjálf hef ég kosið að kalla þetta Papadansinn :) en þið dæmið bara sjálf:



og nú ætti fólk að vera öllu fróðara ;)

2 comments:

Harpa Rún said...

hahhaa! Snilld... Þessi dans verður stiginn við öll tækifæri hér eftir.

BettýWettýOneFoot said...

og ennþá skemmtilegra með alvöru hausahreyfingum og hárið út í loftið ;)