Ég byrjuð að pakka og búin að þvo fötin mín 2 dögum fyrir brottför sem er persónulegt met :) vaninn er frekar að gera það 2 tímum fyrir ;)
Maður neyðist víst til þess að skipuleggja tímann sinn þegar það er mikið að gera en ég fékk þetta geggjað spennandi verkefni í hendurnar í morgun sem ég á að skila eftir viku en langar helst að klára það áður en ég fer heim eða þá í allra seinasta lagi á föst :)
en um daginn var ég að passa hann Tristan litla og ég var nýbúin að gefa honum að borða og mamma hans búin að segja að hann væri ekki búin að kúka svo lengi og ekki leið á löngu fyrr en sá litli byrjaði að drulla svoleðis í bleygjuna sína eftir smá pirringskast og svo þegar mér hlotnaðist sá heiður að skipta á kauða þá gerði hann sér lítið fyrir og pissaði á mig!
ég er náttúrulega ekki vön því að passa svona litla stráka sem pissa bara uppí loftið eins og ekkert sé :) og svo hló hann bara:
Hér sjáiði töffarann ánægðan með sig :)
Svo steinsofnaði hann bara og þorði ekki fyrir mitt litla líf að leggja hann frá mér svo hann myndi ekki vakna :) og ekki leiðinlegt að kúra með svona krútt í fanginu :)
Við sjáumst hress og kát á Íslandi 24. mars en ykkur danmerkubúa sé ég bara þegar ég kem til baka 3. apríl :o)
No comments:
Post a Comment