Monday, April 5, 2010

Frá Hveró til Odense

Þá er maður komin heim úr allt of stuttu Íslandsferðinni :) það var brjálað stuð og brjálað að gera í þeirri ferð og ég mun setja inn myndir og frásagnir af því seinna en þar til hef ég sögu af lestarferðinni minni til Odense ;)


Ég var að lesa viðtal við hann Kim Larsen í Ud og se sem er gefið út í hverjum mánuði fyrir lestarnar. Þegar ég er í miðju viðtali tekur sessunautur minn upp þennan fáranlega forngrip og ég réð einfaldlega ekki við flissið í mér! Þetta leit verra út en gamla marglitaða kasettutækið mitt! Ég tók niður nafnið á því svo ég gæti fundið það á google og viti menn ég fann mynd:
VictorReader ClassicX heitir gripurinn og er spes ætlaður til að spila hljóðbækur því það er hægt að fletta á milli blaðsíðna og skipta um kafla og ég veit ekki hvað og hvað :D það er líka hægt að spila venjulega geisladiska og MP3 diska en síðast en ekki síst þá er þetta fína handfang svo það sé létt að ferðast með hann! Það er ekki bara hægt að hlusta á hann með heyrnatólum heldur er líka hægt að leyfa öðrum að njóta hans því það eru hátalarar ;) ghettoblaster hvað!

Svo kostar hann ekki nema 2.950 DKR án vasks! Það eru ekki nema 68.351,5 ÍSK, gjöf en ekki gjald!


Þegar ég var búin að lesa viðtalið við hann Kim vin minn þá var næst viðtal við hana Lotte Bendix sem er búin að vera æfa lyftingar síðan hún var 16 ára gömul! Nú er hún 43 ára gömul og langt frá því að fara hætta í lyftingum! hún er 160 á hæð, 75 kíló og ummálið á tvíhöfðanunum hennar er ekki nema 41 cm :) hún varð danmörku meistari 2006 og hefur fengið viðurnefnið musclemom eða vöðvamamma á góðri íslensku :)
Hér er vöðvamamman rétt fyrir heimsmeistaramótið 2009 :)
Og henni finnst hún mjög kvennleg og er alltaf með sítt hár, bleikar langar neglur og fer ekki ómáluð út úr húsi!


Hér er hún komin í sparikjólinn :D gæti trúað því að hann sé sérsaumaður! Ég veit ekki með ykkur en ég yrði soldið smeik ef ég myndi hitta hana úti á götu!

2 comments:

Beta kokkur said...

wow...ef maður tæki hausinn af henni á seinni myndinni þá gæti þetta verið karlmannskroppur..

Lilja Björg said...

úff mér væri ekkert sama að mæta henni á djamminu.. og nei.. mér þykir hún ekki kvenleg.. hún er brjósta minni en 2.ára krakki...