Það var vaknað kl 7 til að mála prinsessuna og síðan var brunað í bæinn til að fá greiðslu :)
Þá var hún tilbúin :) ótrúlega sæt og fín!
Fermingin sjálf gekk ljómandi vel þrátt fyrir smá brak og bresti þegar hún kraup við altarið :)
Gestirnir í veislunni gerðu bara grín af því að ég væri minnst af systrunum þó ég væri elst :( ótrúlegt en satt þá er ég því miður orðin ónæm fyrir bröndurum um að ég sé lítil :)
En að öðru sem er frekar fyndið! þá vorum við Auður að fara með Guðbrand Breka litla frænda hennar í Bilka og tókum strætó þangað. Við löbbum inn í strætó og Auður segist ætla borga fyrir okkur tvær en hann er bara 9 ára svo hann fær frítt :) þá lítur bílstjórinn á mig og spyr hvað ég sé eiginlega gömul! (aldurstakmarkið fyrir barnamiða er by the way 16 ára!) ég fer að hlægja og segi honum að ég sé 23 ára ;) hann fer alveg í kerfi og svo að hlægja og segir að ég líti út fyrir að vera 12 ára með þessa húfu!!! Ég hef nú heyrt það áður að ég sé ungleg en halló 12 ára!
Og þetta er ekkert í fyrsta skipti sem ég er spurð um aldur þegar ég er með Auði eða þeas þá er Auður alltaf spurð að því ,,hvað er hún eiginlega gömul?" já halló ég get talað fyrir mig sjálf, alveg orðin sjálfráða og allt ;) ég veit ekki hvað fólk heldur eiginlega, að Auður sé mamma mín eða allavega umsjónarmaður minn :) eitt er allvega klárt mál að ég er að fara nýta mér þetta meira þegar ég er að fara borga í e-ð og get borgað barnagjald :) verð bara að muna eftir húfunni eins og bílstjótinn sagði ;)
Ég þarf þá allavega ekki að eyða í botox ;) ég virðist bara yngjast með árunum!
1 comment:
Glæpsamlega sætar systur eruð þið ;)
Post a Comment