Thursday, April 15, 2010

Held ég haldi heim, held ég haldi heim...

Held það sé kominn tími til að ég fari að koma mér heim á klakann!
Þegar ég fer að pæla í því að flytja til Danmörku er allt í blóma á Íslandi :) um leið og ég sendi umsóknina mína í skólann þá fellur gengi krónunnar! Því nær sem ég komst því að komast inn í skólann því óhagstæðari varð krónan!
Síðan flyt ég út og allt fór til fjandans í peningamálunum heima og ég ætla ekki að fara út í pólitíkina :)
Nú þegar ég er komin með vinnu og ekki á leiðinni heim í sumar þá eru náttúruöflin líka farin að segja til sín! Fyrst gos svo annað gos og loks hlaup í framhaldi af því! Ég tek þetta allt til mín en ég læt ekki segjast, hef ekki lokið mér af hér í DK og Ísland þarf bara að bíða :) En ég kem aftur ;)

Er semsagt með góða og slæmar fréttir:
En ég er semsagt komin með vinnu, fór í mitt fyrsta starfsviðtal um daginn á sjúklingahótelinu :) það er semsagt hótel fyrir sjúklinga sem þurfa ekki á mikilli ummönnun að halda, eins og t.d. nýbakaðar mæður sem þarf bara aðeins að fylgjast með.´
Hún Beta vinkona er kokku á hótelinu og ég fékk starf við að vaska upp, afgreiða matinn hennar, þrífa herbergi og flytja sjúklinga yfir á spítalann :) fjölbreytt og skemmtilegt!
En slæmu fréttirnar eru semsagt þær að ég er mjög líklegast ekkert að fara koma heim í sumar :S ekki nema bara í stutta heimsókn ef það hentar út af vinnunni :)

Ekki allir sem elska okkur en það væri líka bara ekkert skemmtilegt ;)

No comments: