Monday, February 22, 2010

Búin að steingleyma þessu bloggi :)

Það er frábært að koma svona viku of seint í skólann og svo eru mikilvægustu bækurnar bara búnar og ég enn að bíða eftir þeim :)

Annars leggst önnin bara vel í mig :) nokkuð krefjandi með enn einu tölvuverkefninu sem er einmitt svona nokkurn veginn á meðan ég verð heima á Íslandi þegar Rakel fermist :) og áfanginn er einmitt líka kenndur á ensku sem er öðruvísi.

Svo endar þessi önn á meðal annars einu munnlegu prófi, þar sem ég þarf að fara upp á töflu og koma með e-a gáfulega lausn á vandmáli :S ætla að passa mig á því í þetta sinn að ofanda svo að það líði alveg örugglega yfir mig :)

En að öðrum mikilvægari málefnum þá hélt Auður uppá afmælið sitt á föst með miklum stæl...
Við Auður gerðum þetta líka fallega og góða sushi :D
Margar fínar dömur komu til að fagna með Auði :)
Það var bæði spilað og sungið:
Hér er Auður að sýna Heiðu sýna miklu hæfileika í að teikna:)
Söngsveit ungra kvenna í Odense tók lagið fyrir Auði
Beta slapp ekki alveg frá allri eldamennsku :)
Hér er Auður að gera sushi ið klárt fyrir stelpurnar að ráðast á það :)
Og gjafirnar ekki af verri endanum, gjafakort hjá hjólabúðinni Veltipétri sem er rétt hjá okkur og svo fannst mér ómögulegt að hún fengi engann pakka því allir gestir kvöldsins voru með í gjafabréfinu svo ég skellti mér í smá leiðangur eftir skóla og keypti gerviaugnhár, tímaegg í eldhúsið og OBAL frá tiger :) þá hafði Auður e-n pakka til að opna ;)
Fær í flestan sjó :)
Auður afmælispía sæt og fín :)
en þá er það ekki meira í bili, vona að það fari nú að styttast á milli blogga ;)
Kær kveðja
Barnfóstran
Smá kúrustund hjá mér og Tristan Orra Borghildarssonar ;)

6 comments:

Beta kokkur said...

Mikið tekuru þig vel út með tristan :)

BettýWettýOneFoot said...

Takk takk :) kannski að maður fari að búa til sitt eigið Djóóók

Beta kokkur said...

Já er það ekki :) hehehe

Harpa Rún said...

haha bara finna þennan myndarlega tvítuga dana og skella í góða blöndu! ;)

Laufey Sif said...

Heyrðu . . ég vil nýtt blogg! :)

BettýWettýOneFoot said...

heimtufrekja er þetta frá konu sem er sjálf búin að vera vanrækja blogglesendur sína! en já það er að koma.....