Ekki búið að ganga allt of vel hjá mér uppá síðkastið!
Talvan mín er nú ekki búin að vera sú skemmtilegasta með því að vilja ekki slökkva á sér almennilega og taka sér svo uppí klst að kveikja á sér :( ég gat samt lagað það með því að sprauta lofti inní viftuna :)
síðan í gær byrjaði hún með e-ð vírusardæmi og þá hélt ég nú að hún væri alveg búin á því en ég náði að redda því með minni rosalegu tölvukunnáttu 8-) ( og smá hjálp frá vini ;) )
Síðan var nú botnunum náð í dag! þegar ég byrjaði á því að hella heilu vatnsglasi í rúmið mitt þegar ég var að reyna koma mér fram úr! og fór svo beint í það á fullu að þykjast læra þegar ég sé að það er búið að breyta próftöflunni aaaarg!
þá á ég að vera í prófi 18. jan!!! en ég sem var búin að panta mér miða til Íslands þann 17. :( þetta þýðir að ég þarf að fresta fluginu þar til 19. og hef því bara 13 daga á Íslandi í staðin fyrir 15 eins og planið var...
Ég er búin að senda þessum ömurlega skóla email til að fá það á hreint hvenær þeir verða búnir að ákveða sig endanlega hvernig þeir ætla nú að hafa þessa blessuðu próftöflu svo ég geti nú breytt miðanum í annað og síðasta sinn takk! einnig sendi ég þeim slæma orku með þessu lagi!
Ekki er allt þetta vesen að bæta skapið fyrir öll þessi verkefni eru í gangi! Af hverju þurfa þau öll að hellast á mann í einu? Svo þarf að gera þau öll í tölvu og það er bara svo margt annað sem mig langar til að gera í tölvunni heldur en þau! enda hef ég ekki verið svona dugleg að blogga í langan tíma :)
En til að bæta skapið mitt þá er elsku besti pabbi minn að koma heimsækja litlu stelpuna sína Á MORGUN :D þá kemur hann með fullar töskur af pökkum og mat handa okkur Auði! næsta blogg hlítur þá að verða aðeins skemmtilegra ;)
Aplikasi Kamera Tembus Pandang Android
9 years ago