Saturday, January 9, 2010

Icesave ;)

Ég var að skoða facebook um daginn á sá alls kyns mismunandi skoðanir á honum Óla grís, það var annað hvort of eða van! (allt fréttir maður á þar!)
Ég hugsaði strax ,, hvað er Ísland nú búið að gera af sér?"

En ég hunsaði þetta elgjörlega því ég nennti ekki að fara velta mér upp úr þessu og hef nóg með prófin mín :) Það gekk ekki betur en svo að Beta fór að spurja mig um hvað mér fyndist um þetta og fékk þá smá útskýringu á hvað væri að gerast :) þá var þetta auðvitað komið í alla fréttatíma hér úti :/ ég er dauðfegin því að vera bara í prófum og þurfa ekki að hitta krakkana í bekknum mínum sem geta spurt mig endalaust út í þetta og gert grín af mér :(
þetta icesave mál er ekki e-ð sem fær mig til að vera stolt af því að vera íslansk þó svo ég sé mjög svo stolt af því!

Ég hef í fyrsta lagi aldrei skilið þetta mál og því meira sem ég reyni að skilja því minna skil ég!
Eitt skil ég og það er að hann Þór Björgúlfsson er ekki vitlaus maður! Hann er alveg búin að plata að minnsta kosti 3 þjóðir upp úr skónum og hefur það frekar fínt núna :)

Og mín kenning er sú að hann keypti sér bara flott jakkaföt og plataði íslensk yfirvöld með því að virðast geðveikt klár og þau skildu ekki neitt en enginn þorði að segja að hann skildi það ekki svo keypti Landsbankann með sama sem engu og það gekk svo vel að hann hélt áfram útí heim! Hann hefur klárlega verið látinn horfa á nýju fötin keisarans þegar hann var lítill því þetta er nákvæmlega eins og í því ævintýri!

Raunveruleikinn minn kallar, prófin taka sig því miður ekki sjálf svo það er best að fara læra :)

No comments: