Wednesday, December 30, 2009

VerslunarferIN..

Ég hef aldrei skilið það hvernig stelpur eða konur nenna að draga kallana sína með sér í verslunarferðir!
Í verslunarferðinni minni í dag sá ég einmitt stelpu sem var að skoða og kærastinn hennar á eftir henni alltaf suðandi ,, hvænar förum við, ertu ekki að verða búin...?" og hún alltaf ,, jú elskan ég er að vera búin, við förum að fara..." og svo var hún að máta við hliðaná mér og hann ennþá vælandi svo byður hún hann að rétta sér buxur í annarri stærð en hann nennti því ekki, alveg 3 skrefum frá klefanum! hún suðaði og suðaði en endaði með því að ná í þær sjálf og þurfti svo aftur að bíða í röð til að máta! svo þegar hún spurði hann álits fékk hún svar ,,jájá rosaflott, getum við farið núna?"

Svo eru kellinngar eins og ég sem vilja helst fara einar og eru alveg í sínum eigin heimi með ipodinn í eyrunum :)
Í dag var ég kannski aðeins of utan við mig því ég er að skoða í búð og finn kjól í hrúgu á borði sem ég ætla að máta en klára fyrst að skoða restina í búðinni...
Svo er ég allt í einu komin í næstum búð að fara máta e-ð þegar ég fatta að ég held ennþá á kjólnum úr hinni búðinni en hafði gleimt að máta hann hvað þá að borga hann!
Þá hafði mín bara labbað út með kjólinn án þess að fatta að ég væri með hann og búin að gleima því að ég ætlaði að máta hann :S
Ég fékk rosa sjokk og vissi ekki hvað ég ætti að gera! þorði engan veginn að fara til baka að skila honum þótt mig hafi mest langað til þess svo ég mátaði það sem ég var að skoða, BORGAÐI það og fór að versla í matinn með skottið á milli lappanna!
Hef mikið íhuga það hvort ég geti ekki bara friðað samviskuna með því að borga það sem hann kostaði í e-ð góðgerðastarf :)

En já svo að lokum þá hef þær slæmu fréttir að enn og aftur þurfti ég að breyta fluginu mínu ;( nú vegna þess að express hætti við flugið mitt og ég flýg þá til Íslands þann 20. janúar í staðin fyrir þann 19. Ég vona nú að þetta sé í síðasta sinn sem ég breyti fluginu :)

Kærar jóla og áramóta kveðjur frá Elísabetu fingralöngu ;)

4 comments:

Unknown said...

hahaha you bad girl! Ég lenti nú einu sinni í svipuðu, en Harpa litla heiðarlega fór til baka í búðina og skilaði flíkinni! ;) En ég sá eiginlega strax eftir því, þetta hefði aldrei fattast, þannig ég er ánægð með þig ;) Þessar búðir eru hvortsem er að ræna mann dag eftir dag með 1000% álagningum...

Beta kokkur said...

þú ert sko bara best :) algjör snillingur...og já heyrðu afhverju varstu svona klistruð á höndum á gamlárskvöld ;)

Sandra Dís said...

hehehe snillingur !
já ég hef aldrei skilið þessi píningarhvöt á sjálfa sig og kallinn að draga hann með í búðir, það er best að vera bara ein ;)

Ps. klístruð, why ?

BettýWettýOneFoot said...

haaa haaa Elísabet!
Ég var semsagt í því að hrista kampavínsflöskur á gamlárs og varð því öll klístruð en þegar ég fór að lýsa því fyrir dönunum með tilheyrandi handahreyfingum af hverju ég væri svona klístruð á puttunum þá fór fólk að misskilja :)